Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1956, Page 11

Símablaðið - 01.01.1956, Page 11
SIMABLAÐIÐ 5 Heiðmörk Það mun hafa verið árið 1950, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur samdi við Reykjavíkurbæ um gróðursetningu í Heiðmörk og var þá brátt hafizt handa að úthluta ýmsum félögum landsvæði til gróðursetningar. Nokkrir áhugasam- ir menn innan F.l.S. leituðu þá í samráði við félagsstjórnina til Skógræktarfé- lagsins til þess að fá landspildu til ræktunar. Þetta heppnaðist prýðilega, því blettur sá, sem F.I.S. fékk til um- ráða, má tvímælalaust teljast til þeirra allra fallegustu og skemmtilegustu sem í Heiðmörk eru. Skyldur F.I.S. í þessu sambandi eru ekki þungar — og má ef til vill segja, að réttindin eru að sama skapi fremur léttvæg. Félagið tók að sér að gróður- setja 300 plöntur á ári hverju, og að haga gróðursetningunni í samráði við Skógræktarfélagið. — Þetta eru aðal- skyldurnar, en þar á móti kemur leyfi til þess að mega byggja skála í landi F.I.S., ef efni og ástæður eru fyrir hendi. I nýútkominni Lesbók Morgunblaðs- ins er mjög rækilega skýrt frá fyrirætl- unum Skógræktarfélagsins og mörgu öðru í sambandi við það, skal því ekki hér farið út í nema fáein atriði. Gróðursetning í Heiðmörk á vegum F.I.S. hófst svo vorið 1951, en þá var lítið til af plöntum og aðeins gróður- Að lokinni gróðursetningm.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.