Símablaðið - 01.01.1956, Qupperneq 13
SÍMABLAÐIÐ
7
Einn sá allra fegursti og aðsópsmesti
hestur, sem ég hef nokkru sinni séð, var
jarpsokkóttur klár skagfirzkur, sem
kallaður var Sokki. Hann var frá Ytra-
Vallholti í Skagafirði. Sumarið 1905 sá
ég hann, og mun hann þá hafa verið um
það bil 8 vetra. Um og fyrir aldamótin
bjó Guðmundur Sigurðsson í Ytra-Vall-
holti og svo tóku synir hans við jörð-
inni. Þessir feðgar áttu Sokka og ólu
hann upp. Sokki var eins og áður segir
jarpsokkóttur. Hann var lítið hvítur,
aðeins um hófskeggin, og mjó gjörð var
um hann aftan við bóga. Hann var mjög
stór, léttbyggður og sívalur, og þótti
hafa sérlega hátt undir kvið. Dökkur
var hann yfir bakið og lendina og hafði
svart fax og tagl. Taglið var grófhært
og mikið og faxið eins, það klauf sig að
endilöngu. Eyrun voru grönn og form-
fögur, snoppulínan bein og nasvængirn-
ir þunnir, augun dökk og var mikil al-
vara í þeim, þegar ég sá hann. Ennið
var breitt og fallegt og klæddi það breið-
ur og mikill ennistoppur. Hálsinn var
bæði fínn og reistur. Sokki hafði að öllu
leyti mikla og þreklega byggingu. Eg
get ímyndað mér, að það hafi verið ger-
andi að sitja á Sokka eftir hinum sléttu
bökkum við Héraðsvötn. Ég þykist vita,
að hann hafi verið eftirsóttur. Hann
var ekki heldur gamall, þegar hann var
seldur til Eyjafjarðar. Var það Jón Ól-
afsson á Mýrarlóni, sem þá eignaðist
hann. Það veit ég, að eftir honum var
tekið í Eyjafirðinum, en ekki leið lang-
ur tími, þar til Jón seldi hann aftur, og
var þá kaupandinn 0. Forberg, síðar
landssímastjóri. Sokki var afburða fjör-
hestur, gæddur öllum listagangi og mik-
ill snillingur. Sumarið 1905 var mælt
fyrir símalínunni austur um fjöll og
heiðar til Seyðisfjarðar. 1 þessum erf-
iðu ferðum um allteinar vegleysur bil-
aðist Sokki í fæti og var felldur nokkru
síðar.
Það var í júní þetta sumar að 0. For-
berg og nokkrir félagar hans við sím-
ann gistu hjá mér. Um morguninn var
Sokki teymdur heim úr haga og brúnn
hestur með honum. Man ég vel eftir
þegar þeir stóðu hlið við hlið og kropp-
uðu fyrir framan hlaðið á Hálsi í
Fnjóskadal, og varð mér í meira lagi
starsýnt á þennan jarpsokkótta. Þá um
daginn héldu þeir símamennirnir áfram
austur. Fáum vikum seinna var Guð-
mundur Hávarðarson á ferð um Háls
á austurleið. Var hann með allmarga
hesta,, sem hann rak lausa, þar á með-
al Sokka. Komið var þá fram á túna-
slátt, glampandi sól oft og ágætis tíð.
Hestarnir kroppuðu og hvíldust, með-
an Guðmundur kom heim og fékk sér
kaffi. Ég gekk með honum vestur fyrir
túnið þegar hann fór, og náði saman
hestunum með honum. Hann steig á
bak og klárarnir gripu götuna. Á und-