Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1956, Side 14

Símablaðið - 01.01.1956, Side 14
8 SIMABLAÐIÐ an þeim brokkaði Sokki sinnulegur og léttur í spori. Ég fylgdi honum eftir með augunum svo lengi sem ég gat, en oftar sá ég hann ekki. — Síðar heyrði ég til þess tekið, að hann hefði verið af- burðaduglegur í þessum slarkferðum yf- ir illfærar ár og veglausar heiðar. Mér þætti ekki ótrúlegt að einhvern tímann yrði reist standmynd eða málað veglegt málverk til minningar um lagn- ingu símans. 1 það listaverk mætti ekki vanta íslenzka hestinn, en hann gerði það mögulegt að síminn var lagður. Ég hef nú lýst þeim hesti eins nákvæmlega og unnt er, sem flutti sjálfan stjórn- anda verksins um fjöll og heiðar þegar hann undirbjó þetta mikla og farsæla mannvirki. Ef til vill gæti sá listamað- ur framtíðarinnar, sem fær það hlut- verk að reyna að reisa upphafi símans eins konar minnisvarða, haft gagn af þeirri lýsingu á þessum afburða fallega hesti, er lét líf sitt í þjónustu Forbergs og símans þegar mest lá á. Ólafur Ásmundsson. ATHS.: Símablaðið hefur leitazt við að fá upplýst, hvort ekki væri til mynd af þessum fallega hesti Forbergs, sem svo snildarlega er lýst í greininni, en ekki orðið ágengt. Ef einhverjum lesenda blaðsins væri kunnugt um mynd af honum, þætti því vænt um að fá vitneskju um það. Ritstj. Málshöfðun tímavarða Loranstöðvarinnar í Vík í Mýrdal gegn póst- og símamálastjórninni Undan farið ár hafa tímaverðir Lór- anstöðvarinnar í Vík í Mýrdal, studdir af F.I.S., átt í málarekstri við póst- og símamálastjórnina vegna vangoldinna launa. Dómur í máli þessu var kveðinn upp fyrir skömmu í undirrétti, og féll dómurinn þannig að fallist var á sjón- armið tímavarðanna, með öðrum orð- um póst- og símamálastjórnin tapaði málinu. Þetta er í sjálfu sér bæði sögulegur og réttarfarslegur atburður. Sögulegur að því leyti, að þetta er í fyrsta skipti, sem F.Í.S. styður og hvetur til máls- höfðunar gegn póst- og símamálast.iórn- inni, til þess að ná rétti félagsmanna sinna. Réttarfarslegur að því leyti, að með dómi þessum eru starfsmannaregl- ur Landssímans fullkomlega viður- kenndar. Ég tel rétt að fara nokkrum orðum um tildrög þessara málaferla, og lýsa í fáum orðum málsatvikum. Snemma á árinu 1953 komu fulltrúar frá tíma- vörðum Loranstöðvarinnar á fund stjórnar F.I.S. og tjáðu henni, að póst- og símamálastjórnin hefði að þeirra dómi vangoldið þeim aukavinnu og á- lagstíma frá því að þeir byrjuðu að vinna hjá henni, eða nánar tiltekið 1. jan. 1951. Þetta rökstuddu þeir með

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.