Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1956, Page 21

Símablaðið - 01.01.1956, Page 21
SIMABLAÐIÐ 15 húmoristiskum sans, — en eru hins vegar dragbýtar á daglegt starf innan stofnunarinnar. Á sjötugsafmæli Guðmundar Hlíðdal póst- og símamálastjóra, 11. febrúar, færði starfsfólk pósts og síma honum að gjöf vandað skrifborð. — Þann dag lá hann á spítala eftir uppskurð, — en heimili hans bárust margar fagrar blómakörfur, og margir gestir heim- sóttu konu hans, þar á meðal stjórn F.l.S. ★ Magnús Magniisson fyrrverandi símaverkfræðingur. Símablaðið hefur þau gleðitíðindi að færa lesendum sínum, að Magnús Magn- ússon verkfr. er nú á ný ráðinn til stofn- unarinnar eftir 10 ára fjarveru. Verð- ur hann verkfræðingur Bæjarsímans. Magnús fór úr þjónustu Landssím- ans árið 1946, og hefur stundað eigin atvinnurekstur síðan. — Magnús kom fyrst í þjónustu Landssímans árið 1934. Þau 12 ár, sem hann starfaði hjá Lands- símanum tók hann mikinn þátt í félags- lífi F.l.S. Átti m. a. sæti í stjórn félags- ins og var varaformaður þess um skeið. Hann skrifaði mikið í Símablaðið, bæði um félagsmál og einkum greinar fræði- legs efnis. Símablaðið býður hann vel- kominn aftur til starfa. -------•-------- LALIMAKJÖR síma- og póstafgreiðslumanna á Landssímastöðvum hafa á ný verið endurskoðuð af hinni sömu nefnd, er fjallaði um reglugerðina fyrir ári síðan. Þótti póst- og símamálastjórninni ekki verða hjá því komizt vegna breytts viðhorfs við setningu launalaga. End- urskoðuð reglugerð hefur nú verið gef- in út 24. maí sl., og gildir hún frá síð- ustu áramótum. Því verður ekki neitað, að við þessa endurskoðun hafa launakjör stöðvar- stjóranna batnað að mun, og ekki síður afgreiðslustúlknanna. Launaflokkum hefur enn verið fækkað með því að færa upp lægri launaflokka. Hitt er svo annað mál, að símastjór- arnir eru ekki ánægðir með þann ár- angur, sem enn hefur náðzt, er þeir bera laun sín saman við laun einstakl- inga og flokka, sem laun taka eftir launalögum. Hefur því deildarstjórnin skrifað stjórn F.I.S., og óskað eftir því,

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.