Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1956, Qupperneq 23

Símablaðið - 01.01.1956, Qupperneq 23
S I M A S LAÐ I Ð 17 komulags við þessa stofnun er bæði erf- iðara og kostnaðarsamara að skipu- leggja þessar ferðir en við aðrar stofn- anir. En fyrst ríkisvaldið hefur farið inn á þessa braut, með stjórnarráðið í broddi fylkingar, þá getur símastofnun- in ekki skotið sér undan þeirri skyldu sem á henni hvílir í þessum efnum. Ætla hefði mátt, að einhver ríkis- stjórn hefði komið auga á nauðsyn þess, að samræma aðgerðir allra ríkisstofn- ana. En meðan svo er ekki, en hver stofnun látin hafa þar um sjálfræði, getur símastjórnin ekki skotið sér und- an hlutverki hins veitula húsbónda. Sumarið er komið, — þó sumarblíðan láti bíða eftir sér. — Og á meðan hún gerir það, er þess að vænta, að síma- stjórnin búi sig undir það að geta keyrt úr hlaði, — með starfsfólk sitt einn góðan veðurdag, þegar blessaðri sum- arsólinni þóknast að sveipa gulli dal og hól. Stjórnarúrskurður um orlof (sumarieyfi) Samkvæmt reglugerð frá 15. júní 1954, skal orlof og veikindaforföll starfs- manna ríkisins, miðað við starfsaldur, þannig að eftir 10 ára starf í þjónustu ríkisins fái menn 18 virka daga, og eftir 15 ár 24 virka daga. Með hliðsjón af þeim samningum, sem gerðir voru á s.l. ári milli verkalýðs- félaganna og vinnuveitenda, um orlof, hefur ríkisstjórnin ákveðið, að orlof þeirra, sem nú eiga rétt á 15 dögum virkum, skuli vera 18 virkir dagar og þeirra, sem nú hafa 18 virka daga skuli vera 21 virkur dagur. Orlof annarra verði óbreytt. Samkv. bréfi frá fjármálaráðuneytinu. Úrskurður um orlof með hliðsjón af veikindum Vegna margra fyrirspurna félagsmanna um ýmis atriði viðvikjandi orlofi, — einkum með tilliti til veikinda, hefur Símablaðið fengið hjá formanni F.l.S. afrit af bréfi stjórnarráðsins til Póst- og símamálastjórnarinnar, sem svar við ýmsum fyrirspurnum þessu viðvíkjandi. — Er rétt fyrir lesendur að kynna sér vel þessi svör stjórnarráðsins og leggja sér þau á minni. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Reykjavík, 31. okt. 1955. Ráðuneytið hefur móttekið bréf yð- ar, herra póst- og símamálastjóri, dags. 19, þ.m., varðandi nokkur atriði í reglugerð nr. 87/1954, um orlof og veikindaforföll starfsmanna ríkisins. Fyrst er spurt, hvort starfsmanni, sem verið hefur frá vinnu vegna veik- inda á tímabilinu 4/10 1954—4/10 1955, beri orlof fyrir nefnt tímabil. Þá er spurt, hvort réttur til orlofs breyt-

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.