Símablaðið - 01.01.1956, Síða 24
18
S í M A B LA Ð I Ð
ist, ef starfsmaður fær vegna veikinaa,
aðeins hálf laun.
Framangreindur starfsmaður á rétt
á orlofi fyrir nefnt tímabil. Réttur til
orlofs skerðist ekki þótt starfsmaður
taki ekki full laun vegna veikinda.
Þá er spurt, hvernig skuli fara um
orlof starfsmanns, sem veikist í orlofi
og læknisvottorð staðfestir veikindi
hans.
Ef starfsmaður veikist í orlofi skal
fara eftir sömu reglum og hlutaðeig-
andi starfsmaður hefði verið við störf,
sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 87/1954.
Ef starfsmaður fær frí frá störfum
án launa skal réttur hans til orlofs
breytast í réttu hlutfalli við það hve hið
launalausa frí er mikill hluti af við-
komandi orlofsári.
Þeim mönnum, sem verið hafa í þjón-
ustu landssímans um lengri eða
skemmri tíma sem lausráðnir á viku-
kaupi, en skipaðir eru í stöðu, og þá
tekið tillit til þjónustualdurs, ber að
reikna orlof miðað við, hve mikinn
hluta af næstliðnu orlofsári þeir hafa
starfað sem fastir starfsmenn (skip-
aðir). Dæmi: Starfsmaður, sem fær
viðurkenndan 11 ára þjónustualdur og
er skipaður í stöðu á miðju orlofsári á
að fá næsta sumar eftir skipunina 9
daga orlof á fullum laiunum. Honum
ber einnig réttur til ólaunaðs orlofs til
þess að notfæra sér það orlofsfé, sem
hann hafði fengið greitt hinn hluta or-
lofsins, og miðast lengd þess við gild-
andi reglur um orlof verkamanna á
hverjum tíma. Þessir starfsmenn geta
ekki notið lengra orlofs en reglugerð
nr. 87/1954 gerir ráð fyrir.
F. h. r.
• Sigtr. Klemenzson.
Kristján Thorlacius.
Til póst- og símamálastjóra,
Reykjavík.
----♦-----
Breytingar á starfsmannaráði
Þar sem póst- og símamálastjóri ekki
á sæti í starfsmannaráði Landssímans,
á Gunnlaugur Briem ekki lengur sæti í
því. Og þar sem yfirverkfræðingar eru
nú orðnir tveir, fjölgar meðlimum ráðs-
ins, svo að nú eru fulltrúar Landssím-
ans 5. Hinir nýju yfirverkfræðingar,
Jón Skúlason og Sigurður Þorkelsson
hafa nú tekið sæti í ráðinu.
Vera má, að F.l.S. þyki ástæða til að
fá sínum fulltrúum fjölgað af þessum
ástæðum. Að vísu er starfsmannaráð
aðeins ráðgefandi, — en hefur þó mikil
áhrif á gang ýmsra mála í stofnuninni,
einkum þó kjaramála og val starfs-
manna. Það værj því ekki óeðlilegt að
það óskaði þess, að eiga þrjá fulltrúa í
ráðinu, en til þess myndi þurfa að gera
breytingar á reglugerð um starfsmanna-
ráð. En yrði á annað borð gerðar breyt-
ingar á henni, væri æskilegt að taka
hana til endurskoðunar í heild, með til-
liti til þeirrar reynslu, sem fengist hef-
ur þau ár, sem ráðið hefur starfað. Þeg-
ar reglugerðin var sett, var engin
reynsla til að byggja á, þar sem um al-
gerða nýjung í rekstri opinberra stofn-
ana var að ræða. En síðan hefur það