Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 Fréttir iOV JóhannM Gunnarssnn Jóhannes er stálheiðarlegur baráttumaður fyrir rétti neyt- enda. Veit hvernig samfélagið virkar. Hreinn og beinn og enginn refur. Baráttuandinn er ívið stærri en sólarhringurinn. Hann mætti beita meiri hörku. Hann ersvo lengi að út- skýra hluti að viðmælendur eru stundum næstum sofn- aðir. „Jóhannes hefur gríðarlega þekkingu á neytendamálum og þvi hvernig sámfélagið virkar. Hann er einlægur baráttumaður fyrir rétti neytenda og frelsi í við- skiptum. ípersónu- kynnum er hann léttur og kátur og gaman að gantast við hann. Hann er traustur félagi. Gallar eru þeir að hann þarf stundum að útskýra hlutina mjög vand- lega og maður er stundum næstum sofnaður við að hlusta áhann." Mörður Árnason samstarfsmaður. „Það sem einkennir Jóhannes er brennandi áhugi á að bæta hag neytenda og býrhann yfir gríðartegri reynslu að neytendamálum. Þessi brennandi áhugi verður stundum til þess að verkefnin eru fieiri en hægt erað ráða við því hann vinnur svo griðarlega að þessum mál- efnum en vildi vinna mikiu meira. Ég veit ekki hvortþað sé I mannlegu eðliað komastyfir meira en stundum getur verið erfitt að sætta þær andstæður." Markús Möller samstarfsmaöur. „Jóhannes er stálheiðarlegur og mikill hugsjónamaður. Hann er hreinn og beinn og enginn refur. Þar sem hann er enginn refur þarfhann að hafa góða menn nálægtsér sem ekki villa um fyrir honum. Menn eru misheppnir með að- stoðarmenn." Gisli Gunnarsson bróðir. Jóhannes Gunnarsson er fæddur 3. október 1949. Hann starfaði sem mjólkurfræðingur og ostameistari hjá Mjólkurbúi Borgarness áður en hann hófað vinna að neytenda- málum áriö 1980þegarhann varráðinn upplýsingafulltrúi Verðlagsstofnunar. Hann hefur verið formaður Neytendasamtak- annasíðan 1984. 1 annsaka banaslys Vinnueftirlitið rannsak- ar enn tildrög banaslyss sem varð þegar Róbert Þór Ragnarsson féll fram af þaki kerskála við álverið í Straumsvík í síðustu viku. Hann var þar við vinnu að endurbótum klæðningar á þakinu. Guð- mundur Ing- ólfsson, fram- kvæmda- stjóri Stálafls og vinnuveit- andi Róberts, segir að Róbert hafi verið með líflínu en hún hafi ekki verið föst og því ekki náð að hindra fallið. Vinna hef- ur verið stöðvuð á meðan rannsókn fer fram. Steinar Harðarson segir að rann- sókn gæti tekið nokkrar vikur til. Samráð olíufélaganna, sem kostaði neytendur hátt í sjö milljarða króna, hefur tvístrað forstjórahópnum sem stóð fyrir því og bíða þeir þess sem verða vill, hver á sínum stað. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, safnar auði og bað- ar sig í ljósi forseta Alþingis sem er eiginkona hans. Geir Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Olís, er hins vegar brugðið og finnur fró í lífsstíl yfirstéttarinnar á meðan Einar Benediktsson situr sem fastast í forstjórastól Olís. Enda ræður hann þar öllu. á tæplega 900 milljón hluti í ijárfestingabankan- um Straumi og fé- - " lögum tengdum honum. Bréf Kristins í , Straumi hafa hækkað gríðarlega M undan- farna tólf f mánuði eða úr genginu 9 upp í 15,4 eins og það var í gær. Hlut- ur Kristins, félags hans Mecatura ehf., og annarra fé- laga honum i tengdum í Straumi- Burðarás, er metinn á tæpa 13,8 milljarða og sér ekki fyrir endann á gróð- anum. Olíuforstjórarnir þrír, sem léku aðalhlutverkin í samráði olíufélag- anna sem skók samfélagið fyrir nokkrum misserum, láta sem ekk- ert sé þó svo að yfir þeim vofi fang- elsisdómar. Eða eins og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjórans, orðar það: „Það liggur náttúrlega fangelsisrefsins við þessum brotum samkvæmt samkeppnislögum." Og fangelsisdómarnir geta orðið fjögur ár ef allt fer á versta veg fyrir forstjór- ana þrjá. Olíuforstjórarnir hafa ekki viljað tjá sig mikið um samráð sitt eða málatilbúnað sem af hefur hlotist. Ólíkt hafast þeir þó að, hver á sín- ^ um stað. Peningarnir streyma inn Kristinn Björnsson, l fyrrverandi forstjóri Skeljungs, er fyrir- fe. ferðarmestur þeirra BL á viðskiptasviðinu Eftt og hefur stofnað Bk fyrirtæki um Sk. fjármagn sitt sem er igv verulegt. Krist- inn Mogginn og eiginkonan Kristinn er því hvorki á flæðiskeri staddur fjárhagslega né held- É ur félagslega þar sem eig- in- jRB Geir Magnússon Líkastur manni í afneitun sem gerir ekki greinarmun á réttu og I röngu eftir langt og strangt uppeldi í viðskiptablokk Fram■ sóknarflokksins á meðan orð- ið spitiinq þekktist vart. Afmæli Spaugstofunnar enn til umræðu Framsókn skoraði stig hjá þjóðinni Enginn skyldi vanmeta Framsókn- arflokkinn þó svo að íylgið sé oft rokk- andi í skoðanakönnunum. Því fram- sóknarmenn virðast kunna þá kúnst að skjóta upp kollinum einmitt þegar mikið liggur við. Þannig átti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sviðið þegar Spaugstofumenn héldu 20 ára afmæli sitt hátíðlegt í Þjóðleikhús- kjallaranum á sunnudag með griríi á eigin kosmað. Pálmi Gestsson er eini Spaugstofumaðurinn sem hefur látið til sín taka í pólitíkinni en hann var í ffamboði fyrir Alþýðuflokkinn fyrir margt löngu. Var ekki að sjá að fjand- skapur væri með Pálma og Halldóri nema síður sé. Vom slfldr innileikar með Pálma, sem oft hefur leikið Hall- dór, og forsætisráðherra að menn sáu fyrir sér að næsta skref hjá Pálma væri að skrá sig í flokkinn. Reyndar má segja að Halldór hafi verið sem á heimavelli því hann var fjarri því eini Jón Kristjánsson Framsóknarmenn voru sóttir á flugvöllinn. framsóknarmaðurinn í veislunni. Spaugstofumenn höfðu boðið rik- isstjóminni og forsetanum auk allra helsm spaugara landsins. Framsókn- armenn einir gegndu kallinu. Helsm forystumenn flokksins vom að erind- ast úti á landi og Steingrímur Sævarr Ólafsson, heilaspuna- og aðstoðar- maður forsætisráðherra, fór og náði í hópinn út á flugvöll: Halldór, Valgerði Sverrisdótmr viðskiptaráðherra, Jón Valgerður og Páll Stungu saman nefjum. Kristjánsson heilbrigðisráðherra og frambjóðandann Bjöm Inga Hrafns- son og fór með tÚ veislu. Skomðu framsóknarmenn fjölmörg stig hjá grínumm þjóðarinnar - og þá vænt- anlega þjóðinni í framhaldinu - með því að vera hrókar alls fagnaðar. Enginn virtist sakna Davíðs Odds- sonar seðlabankastjóra sem átti upp- haflega að vera veislustjóri. I skarðið hljóp nefnilega Gísli Einarsson, sveita- og sjónvarpsmaðurinn snjalli. Gísii Einarsson Sagði gamansögur af móð- ur sinni. Skemmst er frá að segja að hann stal gersamlega senunni, einkum með gamansögum af móðm sirmi. Vom atvinnugrínaramir þeirrar skoðunar að Gísli færi létt með að halda úti vikulegu uppistandi ef svo bæri undir því svo virtist sem af nægu væri að taka...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.