Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 17
EV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 17
Eiturefni í
barnamjólk
Yfirvöld á Italíu eru nú
að innkalla barnamjólk,
framleidda af Nestíé frá
Sviss. Sýni af barnamjólk-
inni hafa leitt í ljós að í
henni eru leifar af
isopropyl thioxanthone,
sem notað er í prentun um-
búðanna. Líkur benda til að
efnið hafi síast í gegnum
umbúðirnar í innihaldið.
Nestíe hefur samþykkt að
afturkalla alla framleiðsl-
una, um 30 milljónir lítra,
sökum þessa.
Merkel tekin
við
Hin 51 árs gamla Angela
Merkel sór embættiseið
sem fyrsti kvenkyns kansl-
ari Þýskalands í Berlín í
gær. Hún er áttundi kansl-
ari sem tekur við stjórnar-
taumunum í landinu eftir
seinni heimsstyrjöldina.
Merkel er frá fýrrum Aust-
ur-Þýskalandi og er fyrsti
kanslarinn frá því svæði.
Gerhard Schröder var fyrst-
ur til að óska henni til ham-
ingju í gær.
Flugsýning í
Dubai
Stórsýning flugvélafram-
leiðenda er haldin þessa
dagana í Dubai. Sýningin er
einn helsti vettvangur
kaupenda og seljenda í
heiminum. Eftir stríðið í
frak binda bandarískir
framleiðendur miklar vonir
um að vinir Bandarikjanna
við Persaflóa launi þeim
greiðann með auknum við-
skiptum, bæði á farþega-
og herflugvélum. Sýningin í
ár er töluvert stærri og
meiri um sig en í fyrra.
18 ára borgar-
stjóri
Michael Sessions þarf að
bíða í þrjú ár til að vera
nógu gamall til að skála í
kampavíni. Eigi að síður
tók hann embætti í gær
sem yngsti bæjarstjóri kjör-
inn í Bandaríkjunum. Hann
náði að velta sitjandi bæj-
arstjóra úr sessi í bæjar-
stjómarkosningum í síð-
asta mánuði í 9.000 íbúa
bænum Hillsale í Michigan.
Meðal kosningaloforða
hans var að vekja athygli á
bænum sínum með því að
nefna nýjar götur eftir
þekktu fólki.
General Motors segir 30.000 manns upp
Einn eitt áfallið fyrir Flint
Flint í Michigan er bær sem
byggðist að mestu leyti upp á bíla-
iðnaði. Borgin sem er norður af
Detroit er einnig fæðingarbær Mich-
aels Moores, kvikmyndamanns sem
gerði kvikmynd um tilraunir sínar til
að ná tali af Roger Smith, þáverandi
forstjóra Generai Motors [GM],
vegna lokunar verksmiðja þeirra í
bænum. Gífurlegt atvinnuleysi varð í
bænum í kjölfarið með tilheyrandi
aukningu glæpa og eymdar. Um 7%
atvinnuleysi er nú í borginni sem
telur 125.000 íbúa. Fjórðungur þeirra
lifir undir fátækramörkum.
Nú hefur GM ákveðið að segja
Michael Moore Segiryfirmenn GM lélega
pappira.
upp 30.000 starfsmönnum í Flint
vegna mikils taps undanfarin ár.
Hagfræðingurinn David Cole full-
yrðir að fyrir hvert starf sem lagt er
niður í verksmiðjunni í Flint tapist
þijú til fjögur störf annars staðar í
samfélaginu.
„Við lifum á alþjóð-
legu markaðssvæði og
GM verður að gera það
sem þeir verða að
gera," segir Larry Ford,
yfirmaður viðskipta-
ráðs Flint.
Michael Moore er
ekki á sömu skoðun. „General
Motors heldur áfram eyði-
leggingu sinni á borgum eins
og Flint og amerískri miðjustétt - allt
út af því að forstjórar GM hafa aldrei
nennt að prufukeyra Hondu eða
Toyotu til að komast að því hvað það
sé sem selji góða bfla," segir Moore.
Forstjóri General
Motors RickWa
goner tilkynnti
mikinn niðurskurð.
Þrátt fyrir þetta nýjasta
útspil GM h'ta menn í Flint
jákvæðum augum á fram-
tíðina. Ferðamálaráð borgarinnar
býður ferðamönnum í skipulagðar
ferðir sem kailast Flint og ameríski
draumurinn og er ætíað að auka
straum ferðamanna þangað.
P6ÓFAÐ ALLT, NÚH0LLYW00D
lylgir frítt ál
áskrífenda DV
+ ALLT UM ESKIM0
0GF0RD-FYRIR
SÆTURNAR 2005
aðeinskr. 300ílausasölu
MALLA:
FIMMTÁN ÁRA
FEIMIN STELPA
SEMVARÐ
STÓRFYRIRSÆTA
HflFDIS HUIO - ..GUS GUS VAR
áafil? UNGLINGAHUÓMSVEITIN MIN
H'Ml EYÞÓR GUÐJÓNS - HEFUR
S|® PROFAÐ fllLT, Nl) H0LLYW00D
Wfr ELISABET DAVlÐS •
5' , STELPURNAR BYIUfl OF UNGAR
»?-"•' FRÓÐASTI PLÖTUSNUDURINN
. V* .
"
+ ALLT UM ESKIM0- 0G FORDFYRIRSÆTURNAR 2005