Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Qupperneq 32
Menning DV 32 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 r i Rio i Garðabæ RióTrío Yngri og í svarthvítu. KOSTULEGT var að sjá endursýningu á Silfri Egils þar sem þrír stjórnmála- skýrendur voru óðamála yfir Jónsbók - þarværi ekkert nýtt, bara gamli söngurinn um ofsóknir á hend- ' ur Jóni, en end- uðu síðan allir þrír ræðu sína á þeim orðum að þeir Sigurður G. Þagöi þunnu hljóöi um baráttusögu gamals félaga. hefðu reyndar ekki lesið bókina. SIGURÐUR G. fyrrum sam- starfsmaður Jóns sat við borðsendann og sagði fátt og hefði þó getað rekið fleiprið ofan í borðfélaga sfna. Enginn þekkir bókina betur en hann, hefur trúlega lesið hana (handriti. Nú er hann aftur mættur, sem fulltrúi Jóns, á svæðið sem lögmaður. Sigurður G. var á sínum tíma sá sem hvað dyggilegast vann að koma fornvini sínum frá og ná nýju fjármagni inn. ÚTSENDING NFS sýnir oft á dag að þær öryggismyndavélar sem keyptar voru (stúdíóið hér I Skaftahlfð eru a) ekki nógu góðar, b) bilaðar eða c) svona herfilega vanstilltar. ÚtKnureru óskýrar, framsvipurfólks móðugur, fókus vanstilltur. Hluthafar (Dagsbrún sem munu vera um 990 hljóta að vera trekktir eins og fyrirtækið leggur ríka áherslu á í auglýs- ingum að það skili skýru merki. Myndin á NFS er eins og slmtal með suöi eða internetþjónusta sem er alltaf að rofna. í FYRRNEFNDU Silfri sat Björn Hrafns- son sem er að móta sína inngöngu inn (borgarpólitík og viðurkenndi Hring- brautina sem mistök. Þar bætist ein röddin til. Borgarfulltrúarnir sem sam- þykktu gerðina eru orðfáir um sinn hlut og Höfuðborgarsamtökin hrósa sigri (málinu en á aðvörunarorð þeirra var ekki hlustað. NÚ ER næsti slagur framundan: Sunda- brautin. Þar munu borgarbúar kljást við embættis- mannavald sam- gönguráðuneytis sem stjórnað er af manni sem örfá hundruð atkvæða I Flugur Sturla Böðvarsson Þingmaöur nokkurra | hundruða Dala- manna heldur Reyk- vlkingum Iglslingu. Dölum komu á þing, embættismanna- veldi borgarinnar og Vegagerðina. Grafarvogsbúar, Laugdælingar og (búar við Sund munu finna mest fyrir þeim slag, en hann mun smita alla kosningabaráttu fyrir vorkosningar. AGLIHELGASYNI llst ekki á fjölda sjón- varpsstöðva í boði. Aukið framboð, bæði (Bandaríkjunum og Evrópu hef- ur leitt til dreifðara áhorfs, stöðvar verða æ háðari auglýsinga- samningum og hin marglofaða tvinnun sjónvarps og Egill Helgason Hef- ur annað þarfara að gera en horfa á hund- raö rásir. tölvu, sjónvarps og s(ma er enn langt undan, þótt sölumenn tækja og áhugamenn um tæknibúnað séu ( himinhæðum. Minna má á þegar s(m- inn var fundinn upp var talið að hann nýttist vel við flutning á tónlist, eink- um óperum. Hver vill hlusta á óperu eða söngleik í gegnum gsm-síma? Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is HljómsveitinRióTríóheldurtónleikaá . vf^..j! Garðatorgi i Garðabæ fimmtudaginn 24. . nóvember nk. kl.21. Tónleikarnir eru hluti af /> Tónlistarveislu i skammdeginu sem nú er *■ jdk haldin á Garðatorgi fjórða árið i röð. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem jfsjff stendur fyrir tónlistarveislunni og aðgangur er ókeypis. Þuríður Sigurðardóttir söngkona hóf tónlistarveisluna fyrir viku siðan þegar hún hélt upp á 40 ára söngafmæli sitt með 4%,' "A* tónleikum á torginu. Þessir tónleikar hinna vinsælu Kópavogsmanna verða ekki endurteknir og ættu menn að þyrpast þangað til að grípa þá glóðvolga og án upphitunar. Danskur sjónvarps- og kvikmyndaiðnaður fagnar þessa dagana sigrum á tvenn- um vígstöðvum. í síðustu viku var tilkynnt að verðlaunaafhending MTV fari fram í Kaupmannahöfn á komandi ári og í fyrradag náðu Danir tvennum Emmy- verðlaunum í New York fyrir Örninn og Andersen hinn unga. Danir og a iörðinni Það er ekki útláta- iaust að fá þennan viðburð tilKaup- mannahafnar. Borgarsjóður þar í bæ borgar nær níu- tíu milljónir fyrir tjaldið sem hýsir viðburðinn. Fyrri áfanginn var fyrirsjáanlegur. i Danir hafa þegar staðið fyrir stórum alþjóðlegum útsendingum á borð við | Eurovision og Andersen-hátíðina | fyrr á þessu ári. Þeir hafa sýnt það í verki að iðnaður þeirra stenst fylli- lega þær kröfiir sem EBU - Samband evrópskra útvarpsstöðva - gerir til slíkra stórvirkja _ í sjónvarpsfram- i leiðslu. HróarskelduhátiSin hefur um langt skeið notið mikiliar viður- kenningar fyrir hnökralausa skipu- lagningu þannig að tónlistarbrans- inn veit fyrir víst að Danir kunna vel tilverka. Reykjavík og Marseille Það var staðhæft í Kaupmanna- höfh fyrir blaðamannafund á þriðju- dag að aðrar borgir í Evrópu kepptu að því að ná MTV-verðlaununum. Þær sem vom helst nefndar vom Reykjavík og Marseille. Bjöm Stein- bach framkvæmdamaður hefur um nokkuð skeið verið í forsvari fyrir þá aðila sem vildu ná MTV-hátíðarhöld- um hingað en ekki hefur það bætt stöðu hans í þeim málaleitunum uppá síðkastið að hann vinnur nú fyrir fyrirtæki Sigurjóns Sighvatsson- ar, Big Television, sem hyggst fara í samkeppni við MTV á Norðurlanda- markaði. Góður bisness Það er ekki útlátalaust að fá þenn- an við burð til Kaupmannahafnar. Borgarsjóður þar í bæ borgar nær níutíu milljónir fyrir tjaldið sem hýsir viðburðinn. Á móti kemur tekjuauki yfir nærri milljarð í aukinum tekjum í ferðaiðnaði, fjárfestingum og ómæl- anlegu umtali og athygli á borginni. „Þetta er góður bissness,“ sagði tals- maður Wonderful Copenhagen sem em samtök ferðaiðnaðarins í borg- inni. Danir ætla sér að efna til sérstakr- ar tónlistarviku dagana fyrir útsend- inguna - Copenhagen Music Week. Henni er ætlað að draga borgarbúa inn í hátíðahöldin og gefa inniend- um kröftum og erlendum gestum tækifæri. Aukinn kraftur Þannig á þessi viðburður að spýta adrenalíni í tónlistarlífið heimavið og gefa því endumýjaðan kraft til útrás- ar. Menntamálaráðuneytið leggur fimmtán millur til vikunnar. MTV Music Awards Europe gætu þannig styrkt tónlistariðnaðinn danska, ferðamannaiðnaðinn og síð- ast en ekki síst kvikmynda- og sjón- varpsiðnaðinn, endumýjað tækja- búnað, dregið að ný tæknibrögð, aukið vinnuafli í bransanum styrk og þekkingu. Danir munu græða á há- tíðinni í mörgu tilliti. MTV European Music Awards Robbie Wiiliams í Lissabon f vetur. Næst verð- ur hann í Kaupmannahöfn. DV-mynd Reuters I Örninn vinnur Emmy öminn og Andersen hinn ungi unnu til Emmy-verðlauna á mánudagskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem drama-þáttur frá danska sjón- varpinu vinnur til verðlauna en Andersen- ævintýrið var í keppninni um efni fyrir böm og unglinga. Verðlaunin fyrir Örninn vom í Ríkisútvarp- inu í Kastíjósi og Morgunþætti Rásar 1 kynnt sem nánast íslenskur heiður. Langurvegur Þátturinn er samframleiðsla undir forystu danska ríkissjónvarpsins. Hann byggir á langri framleiðslureynslu þeirra sem stjórna produkt- sjóninni meðal annars úr Rejseholdet, þraut- þjálfuðum starfsmönnum bæði í veri og á vett- vangi, handritahöfundum sem hafa um árabil í teymum skrifað handrit fyrir sjónvarp og loks yngri og eldri leikumm sem hafa reynslu af sviði, úr kvikmyndum og sjónvarpi. Hann er með öðmm orðum áfangi á löngu ferli þar sem allir hafa lagst á eitt að koma frambærilegri iðn- aðarvöru á fyrst danskan markað, síðan nor- rænan, samevrópskan og nú alheimsmarkað. Jens Albinus Næsta verkefni hans þegar tökum lýkur á Erninum er aö leika I nýrri kvikmynd Lars von Trier. t'* Samnorrænn andi Hluti af velheppnaðri framleiðslu er sá nor- ræni blær sem handritshöfundar hafa sett á röðina: íslenska landslagið og misturkennd endurlit frá Vestmannaeyjum, tíðar ferðir lög- Himinn og haf regluliðsins og glæpamanna til Þýskalands, En' Svíþjóðar, Noregs - Rússlands og Miðaustur- landa. Allt þetta gefur gmnni þáttanna svip þess að þeir komi frá stómm menningarsvæði norrænna manna og geti hiklaust gengið inn í hvert land Norður-Evrópu. Þessi efnistök em ekki síður undirbúin á fjármögnunarferlinu þar sem sjónvarpsstöðvar frá öllum þessum löndum eiga hlut að framleiðslunni. íslensk aukapersóna eða sænsk gefur áhorfendum þessara þjóða hlutdeild í verkinu. nn og haf það er íjarri að íslendingar eigi nokkurn heiður af Eminum. Danir hafa verið snjallir að gæða Hallgrím Hallgrímsson framandlegri for- tíð. Við getum huggað okkur við að enn þykir norrænum þjóðum og þýskumælandi ísland spennandi og saga okkar einhvers virði. En það skilur himinn og haf þankagang íslenskra stjórnvalda, sjónvarpsstöðva og framleiðenda og þann gmnn sem Danir standa á. Danska framleiðsluundrið í kvikmyndum og sjónvarpi sem setur þá nú við hlið þjóða sem em mikiu stærri og öflugri en þeir varð vegna þess að þeir vom með fæturna á jörðinni og stefhdu skipu- lega á toppinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.