Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Blaðsíða 33
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 33 9 Drengirnir frá Syðri-Á Tónlistarflokkurinn Soutb River Band Drengirnir fró Syftrl Á heldur útgáfu- og afmælistónleika í Nou.cnn Húsinu ó laugardag kl. 17. Á tónleikunum mun sveitin leika lög af diskum sinum. South River BimdUá 2002, Maður gæti beðið utn betra veðurlré 2004 og þeim nýjasta, Bacalao sem kom út í sumar. South River Band skipa þeir Crétar Ingi Grétarsson kontrabassi, Helgi Þór Ingason, harmonika, Kor- mákur Bragason gitar, Matthias Stefónsson fiöla/gftar, Ólafur Sig- urðsson mandólin og Ólafur bórð- arson gítar. hað má lýsa tónlistinnl vift nokkurs konar heimshornatón- list. Einkum eru þetta þjóðlög fró ýmsum löndum auk laga og texta eftir meðlimi sveitarinnar. hessi flokkur hefur ekki verið áber- andi f tónlistarlífinu, þótt hann haldi nú uppó fimm ára afmæli sitt. Samt hefur hann gefið út þrjá hljómdlska, sem seldir eru til styrktar góðum málefnum. Nýi diskur sveitar ínnar Bacaha, sem sveitin er að halda uppá meft tónleikunum» Norr«nahúsinu, verður sérstak- lega seldur til styrktar sambýli fyrir einhverfa, en langur biftlísti er eftir plássum. Fjöldi greindra ein- hverfra einstaklinga er að fjölga. Einn af hverjum 1B0 einstakiingum SOUTH RIVER M § w' BAND Saltfisksdiskur drengjanna frá Syðri-Á Tónleikar þeirra á laugardag eru til styrktar sam- býli einhverfra. er meðein- ____________ hverfu efta m .-mm skyldar 5 þroskaraskanir. * | • Þeir sem eru moð einhverfu á háu stigi þurfa um- önnun allan sólar- hringinn allt árið. Þegar unglingsárum sleppir fiytja þessir einstaklingar að heima og vegna fötlunar sinnar eru sambýli eina raunhaefa lausnin fyrir marga. Flestar kvikmyndir sem þaðan koma fjalla um vöðvastælta menn sem vilja hefnd fyrir eitthvað brot sem var framið á þeim eða þeirra nánustu, og hefna sín margfalt. En svo virðist sem að iimm ár af Bush hafi loksins fengið hommana í Hollywood til að rísa upp á aftur- lappimar, því þegar sýnt er úr vænt- anlegum bíómyndum rekur hver samfélagsádeilan aðra. Garðyrkjumenn, leyniþjón- ustumenn og kóngsins menn í The Constant Gardener leikur Ralph Fiennes diplómata sem flettir ofan af spillingu í Kem'a. í Syriana leik- ur George Clooney CIA-mann sem kemst að því að í stað þess að þjóna hagsmunum þjóðar sinnar hefur rík- isstjóm hans mun meiri áhuga á að komastyfir ofiu (döh). Myndin er leik- stýrð af Stephen Gaghan, sem áður beitti amarauga sínu að eiturlyíjaiðn- aðinum þegar hann skrifaði handritið afTraffic. Sean Penn, sem síðast sást í bíó hérlendis í ádeilu sem gerist á 8. ára- tugnum í The Assassination of Ric- hard Nixon, sækir enn lengra aftur í bandarískri sögu með endurgerð af All the Kings Men, sem fjallai' um stjómmálamann sem glatar hugsjón- umsínum. Besta bíó í 30 ár í janúar er svo væntanleg í Há- skólabíó Munich, þar sem sjálfur gull- drengurinn Steven Spielberg fjallar um morðið á ísraelsku íþróttamönn- unum í Munchen 1972. Orðrómurinn er sá að hann sé ekki á eitt sáttur við hefndaræði ísraela, sem var svo ofboðslegt að meira að segja saklaus kebabsali í Noregi var sprengdur í tætlur. Jafnvel aksjónmynd eins og Aeon Flux með Charlize Theron fjallar um samsæri valdamanna í ímynduðu ffamtíðarþjóðfélagi. Það sem vekur furðu er ekki ein- ungis að stíkar myndir skuli vera gerðar, heldur að þær skarti sumum af stærstu stjömum stjömuborgar- innar. Beinskeyttar myndir af þessari gerð hafa ekki sést ofanjarðar síðan á 8. áratugnum. Skammvinn ævi byssukúlu Sú fýrsta af þessum myndum er nú kominn í hús. í Lord of War leikur stórstjaman Nicholas Cage alþjóð- legan vopnasala. Opnunaratriðið er með þeim flottari sem sést hafa lengi, þegar við fylgjumst með ferli byssu- kúlu ffá bandarískri verksmiðju til endanlegs neytanda, í höfuðið á ung- lingsstrák í Vestur-Afríku. Leikstjóri og handritshöfundur er Andrew Niccol, sem helst er þekktur fyrir að hafa skrifað handritið að The Truman Show. En meðan sú mynd fjallaði um afþreyingariðnaðinn sjálf- an, og var í raun á undan sinni samtíð með því að lýsa raunveruleikasjón- varpi, er hér sjónum beint út á við, á það sem er líldega mesta heimsmein okkar tíma. Mögnuð hræsni Og auðvitað er það mögnuð hræsni að meðan grunurinn einn um að menn búi yfir „gereyðingarvopn- um“ er nóg ástæða til árásar er ekkert aðhafst þegar fólk slátrar hvort öðm í hrönnum með „hefðbundnum vopn- um." f síðustu viku lýsti talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytsins því yfir að fosfórsprengjur þær sem þeir hefðu beitt í írak séu hefðbundin vopn en ekki efnavopn þegar á hann var gengið, en líklega gildir það einu fyrir fómarlömb þeirra. Scarface21.aldar Á kynningarplakati Lord of War segir: „Never get shot with your own merchandise," sem minnir óneytan- lega á eina eftirminnilegustu línuna í Scarface, „Don't get high on your own supply." Og margt er líkt með LoW og Scarface-myndunum. Því vopnaviðskipti í dag em það sem áfengissmygl var fýrir 4. áratugnum og kókaínsala á þeim 9. í rauninni er myndin hraðferð yfir sögu undanfar- inna tveggja áratuga, frá stríðinu í Lí- banon til Júgóslavíu til hinna látlausu hörmunga í Vestur-Affíku. Sigurvegarar sögunnar Það sem heldur henni saman er þó persóna Nicholas Cage, leikara sem hefur sjaldan verið betri. Eins og margir stórkapítalistar segist hann einungis fylgja lögmálum markaðar- ins, en lokar augunum fyrir aíleið- ingum gerða sinna. Hann er heillandi, eins og sigurvegarar em ávallt. Og enginn hefur unnið jafhmörg stríð og alþjóðlegir vopnasalar. Eftir lok kalda stríðsins fengu þeir í hendumar nær endalaust magn cif vopnum, og eftir 11. september nær endalaust magn af stríðum, þótt ekki hafi beinlínis verið skortur á þeim fyrir. En þó maður heillist af persón- unni sem Cage leikur fær maður aldrei að falla of mikið fyrir honum, því ávallt er stutt í að maður er minntur á hörmungamar sem hann er valdur að. Himmler sem hræðist blóð Einn af mörgum áhugaverðum punktum myndarinnar er munurinn á persónu Cage og vopnasölum Kalda stríðsins. Þeir töldu sig vera að berjast við kommúnismann, og áttu því auð- velt með að réttlæta gerðir sínar með að vísa í enn verri óvin. Og ólíkt A1 Pacino í Scarface, sem á endanum neitar að drepa böm óvina sinna og þar með uppgötvar einhvers konar siðferði, er Cage hér engum slíkum hömlum háður. Lögmál markaðarins em einu lögmálin sem hann hlýðir. Samt sem áður á hann, rétt eins og j Himmler, erfitt með að þola blóðsút- hellingar. Þær skipta ekki máli svo lengi sem hann þarf ekki að taka í gikkinn sjálfur. Hvít stríð og svört Ekki nóg með að Lord of War sé ein fyrsta stórmyndin til að fjalla um ástandið í Vestur-Afríku, sem skiptir litlu máli miðað við „hvítu stríðin," eins og myndin nefnir átökin á Balkansskaga, heldur beinir hún einnig sjónum að Bandaríkjunum sjálfum. Einræðisherrar í Afríku gleðjast mjög þegar lýðræðið hrynur í Bandaríkjunum, þar sem þeir eiga þar með í minni hættu á að verða fyrir að- kasti fyrir mannréttindabrot sín. Og að sjálfsögðu er Bandarfkja- stjóm stærsti vopnasali í heimi, er sjá jafht Osama sem Saddam fyrir vopn- um, og var það líklega það eina sem tengdi þá tvo. Óskamynd Amnesty Myndin hefur verið studd opin- berlega af mannréttindasamtökun- um Amnesty Intemational, sem hlýtur að skipta meira máli heldur en öll þau verðlaun sem bandaríska kvik- myndaakademían veitir sjálfri sér. Eins ömurlegur og sá heimur er sem Lord of War lýsir er hann engu að síður sá heimur sem við lifum í. Það er því mikið gleðieihi að sjá slíka mynd í bíó. Og að vita að það er líf eftir kvik- myndahátí'ðir. Valur Gunnarsson. Ihaldsmenn hafa löngum talið Hollywood vera gróðrarstíu gyðinga, samkynhneigðra og ljós- rauðra frjálslyndis- manna. Því miður hefur þetta sjaldan skUað sér í bíómyndum þeirra. Vopnasalinn sem stórkapítalisti Rétt eins og Himmler, á hann erfitt með að þola blóðsúthellingar. Þær skipta ekki máli svo iengisem hann þarf ekki að taka í gikkinn sjálfur. ' I Styttan af Bertel í Hljóm- J skálagarðinum Hann gaf I hingað skírnarfont sem núer j / Dómkirkjunni og kannaðist | alla tíð við uppruna sinn. DV-mynd Heiða I Gítaristinn Bertel Meira um íslenska Dani eða danska íslendinga. Bertel Thor- valdsen, hlnn kunni myndlistar- iTiaður i'tr Skogafiröi, var míkill áhugamaður um gftartónlist. Á ártun sínum f Róm skrifaði hann upp talsvert af ítalskrl gítartón- list og rtú hefur danski gftarlst- Inn Ingolf Olsen tokið þessar nótur og leikift þatr inn á disk. Plestir lagboftarnir niunu vera ftölsk samtfrnatrtnlisi. Ingrtlfur nýtur aðsloðar flölulnikarans Christlmt Aastrand. Dlskurinn er gefninn út af UMD og er skráður undir nafninu The Musical vSculptor. Ingolf Olscn plays the guilar musix of Bertel Thorvaldsen. Link Wray allur Deilan um upphaf rokksins verður seint til lykta leidd: Rumblc, dunslag eftir banda - rfska gítaristann Link Wtay varö til á ballí f Vtrginfu 1958 ogspil- aö það kvftld í þrfgaöR. Það var setnna gefið út á plötu. Sumtr þar hafi rokkgítar- inn fæðst. Þetta kvöld var I Jnk nð spfia og kttnni ekki til- tekJð lag svo hann lrtk af fingrum fram: bergmúl og end- urkast kom úr hátölurum hans þegar hann strauk strengina tneft mlsvísandi hljómum og plokki. Wray Irtst fyrr í þessum mún- ufti f Danmörku þar sem htutn bjó htn sfftari úr. Bob Dylan minnlist hans í upphafl trtn- leikaferöar slnnar f Bretlandi á sunnudag tneft þvf aft opna sett- ift f Brixton meft hinu gamai- kunna lagi. Þegar Wray trtk lagift upp var hann hreint ekki kliír hvernig hljrttnurinn haföi myndast; hann prufaði aft gera göt á há- taiarana meö blýantt og bjó þá til fuzzboxið - rtvart. Hann er fyrstur raanna tii aft gera til- raunlr nteft raftnagnaðan gftar- hljónt. Breska trtnlistarblaðið New Musical lixpress kenndi Wray um punkrokkiö, þungarokkið og iivert annaft form af rafmögnuð- um hávaöa setn menn heföu tv* •*** " reynt ú sfftari tfmum. Rumble seldist í milljrtnum eintaka. Wray saitidi fieiri frœg gítarlðg: Rawhhic, lack the Ripper, The Swng, Conuuiche. llann héltáfrnm aft túta lengi vel, en frtr hljrttt þrttt margir þökkuftu honum framiag hans. Yngri kynslóðlr þekkja lög hans og hijóðritanir mest úr kvik- myndurn: Tarantino notaöi bæöi Rumble og Ace ofSpades í Pulp Fiction.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.