Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Page 35
I'l rKTMTSng MSBIBIVUI ERU VOPHi. 400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDfR kl: 12 UM HELGINA í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ST/UÍSTA KVÍKMYNDAHÚS lANDSINS • HAGATORGI • S. 530 1919 k 1 LA Makche l’Empereuk ★★★★★ Lord of War er furðuleg mynd að því leyti að hún brýtur flest þau lög- mál sem Hollywood-myndir þurfa oftast að fylgja. Aðalpersónan vinnur við viðurstyggilega vinnu, að selja hæstbjóðanda vopn sama hver hann er og í hvaða tilgangi sem það er. Myndin kemst reyndar upp með að brjóta þessi lögmál vegna þess að ekk- ert stúdíó í Hollywood vildi fjármagna myndina vegna þess hve sagan fjallar um viðkvæmt málefni. Nicolas Cage leikur Yuri, rússnesk- an innflytjanda sem ákveður að fara að selja vopn til þess að ná sér upp úr „Myndin kemst reynd- ar upp með að brjóta þessi lögmál vegna þess að ekkert stúdíó i Hollywood vildi fjár- magna myndina vegna þesshvesagan fjallar um viðkvsemt málefni.** f IV stefnuleysinu í h'fi sínu. Honum vegn- ar vel í starfi sínu og brátt er hann orð- inn einn sá stærsti í bransanum. Sér- staklega byrjar honum að ganga vel þegar Sovétríkin líða undir lok og hann kemst yfir það gífúrlega magn vopna sem þau hafa að geyma og byrjar að stunda viðskiptí við Afr- íkuriki sem standa í borgarastyrjöld- um. En heima fyrir ganga hiutimir ekki eins vel. Bróðir hans er forfallinn eiturlyfjasjiiklingur, hann þarf að ljúga að konunni sinni og þekkir son sinn nánast ekki neitt. Ekki nóg með það þá er alríkislögreglumaður á hött- unum eftir honum og neitar að gefast upp. Sagan fjalkir um mann í siðlausum viðskipmm sem fer að finna fyrir sam- \isku og efa um þetta starf sitt. Það eru miklar heimspekilegar vangaveltur hér í gangi en ég verð að segja fyrir mitt leytí að það náði ekki mikið að grípa mig. Þetta er ádeila á vopnasölu- brask, tilgangslaus stríð og hvemig styijaldir breyta fólki í sálarlausar manneskjur. Myndin hggur nánast öll á herðum Nicolas Cage og fer það nú bara eftir því hvort maður fíh hann hvort mynd- in er góð eða ekki. Það er nú bara með Lord of War Leikstjóri: Andrew Niccol. Aðalhlutverk: Nicolas -fe Cage, Bridget Moyna- han, Jared Leto, Eamonn Walker. Ómar fór í bíó hann Nic að hann virðist bara getað leikið á einn hátt og þótt hann geri það vel þá getur það orðið tilbreyting- arlaust til lengdar. Hann er orðinn yngri útgáfa að A1 Pacino þar sem þeir em ráðnir bara út á það að vera þeir en ekki tU að túlka einhverja persónu. Myndin er faUega úth'tandi. Andrew Niccol er mjög sjónrænn leik- stjóri og er flott sena í byrjim sem sýn- ir fæðingu byssukúlu og við sjáum ferh hennar aUt frá verksmiðjunni þangað tíl hún endar í höfðinu á ung- um hermanni. Það undirstrikar hversu vafasöm viðskiptí og iðnaður vopnaframleiðsla er, hversu ótrúlega ópersónuleg hún er og hvemig henni er alveg sama um kaupandann eða þann sem verður fyrir barðinu á vör- unni. Þetta er kvikmynd sem á að vekja mann tíl umhugsunar um þetta mikla vandamál en nær ekki að tengjast manni nógu sterkt tíl þess að það virki. Brad ogJoIie saman í fyrsta sinn Brad Pitt og Angel- ina Jolie komu í fyrsta sinn fram sem pará opin- berri samkomu um helgina.Tilefnið var galakvöldverður til heiðurs hnefa- leikahetjunni Múhameð Ali. Þótt lengi hafi verið vitað af sambandi þessa fal- lega leikarapars hafa þau hvorki viljað ræða um samband sitt né láta sjá sig saman á opinberum stöðum. Þetta þykir þvi marka mikil tímamót hjá þeim. Að vanda þóttu þau einkar glæsileg. Jolie var klædd í rauðan kvöldkjól og Brad i svartan smóking. Mikið var um fínimenn í veislunni en auk þeirra var Bill Clinton mættur auk fjölda þekktra leikara. Pete loksins kom- inn í meðferð Rokkarinn Pete Doherty, sem helst er þekktur fyrir sam- band sitt við Kate Moss og óhóflega eiturlyfjaneyslu, er kominn í meðferð. Hann segist ætla að dvelja á sömu með- ferðarstofnun og Kate Moss í Arizona. Kate hefur ekki vilj- að sjá vandræðapésann eftir að hún snéri við blaðinu en hefur þó gefið i skyn að hann eigi einhvern séns ef hann láti af neyslu sinni. „Pete vill ólmur sanna fyrir Kate að löngun hans til hennar sé meiri en fíknin í eitrið," sagði vinur stjörnunnar. Herra ísland Herra (sland 2005 verður valinn á Broadway fimmtudagskvöldið 24. nóvember í beinni útsendingu á SKJÁEINUM. Þú getur haft bein áhrif á úrslitin þar sem eingöngu verður valið með símakosningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.