Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2005, Page 39
1>V Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 39 Spurning dagsin Hvenærkomajólin? Þegarégkem heim tilmömmu „Jólin koma þegar ég kem heim til mömmu á Akureyri um miðjan desember." Katrín Vilhjálmsdóttir nemi. Þegar jóia- vörurnar koma í búðina til mín sem er um það bil tveimur mánuðum of snemma. Þau koma svo almennilega þegar maður er far- inn að pakka þeim inn íjólapappír." Ólöf Erlingsdóttir verslunarkona. „Jólin eru komin í hjarta mínu, ég ersvo mikil jólastelpa. Þetta er bara spurn- ing um hugar- far." Dýrleif Frí- mannsdóttir hárgreiðslu- kona. , Sumir eru löngu búnir að kveikja á jólaljósunum sem voru formlega tendruð í miðbænum um helgina. Það er margumtalað smekksatriði hvenær eigi að hefja jólastemninguna og kannski rétt að setja um það lög. „Þau koma líklega ekki fyrr en á aðfangadag. Kannski smá- spenna á und- an." Friðgeir Einar Kristjánsson. Ætli þau komi ekki á Þor- láksmessu. Þau byrja samt allt of snemma I búðun- um." Ásgeir Erlends- son nemi. , Hallgrímur Helgason skrifar um viðtalið sem tekið var við Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í Morgunblaðinu. Vanhæfur vælir í Mogga sinn jjOlaf- ^boÍtdb“^ind- -SSfisyáai J»*‘?Œddreab,í hít?ur bam *' daS Waðiogsegistvera Si*r. ut 1 halfa Þjoðma.“ Eitt það leiðinlegasta við íslenskt samfélag er ættræð- ið. Menn hygla sínum. Menn þurfa að vera af réttum ættum. Skyldleikinn er hæfileikanum sterkari. Við eigum enn langt í land með að skapa hér hraustlegt „meritocracy" á la Napóleon þar sem menn komast áfram á verðleikunum einum. Því miður finnast enn á meðai okkar menn sem fúsir þiggja sæti á hæstabekk af háttsettum frænda. Menn sem eru svo smáir í hjarta sínu að þeir sætta sig við að komast áfram fyrir tengsl og vensl fremur en eigin frammistöðu. Einn slíkur var í viðtali um helgina. Morg- unblaðið birtir reglulega slfk samúðarviðtöl við fólk sem hefur farið illa út úr umræðunni. Þessi viðtöl eru fremur ætluð viðmælanda en lesanda. Opna í Sunnu- dags-Mogga er honum sæng sem hann getur breitt yfir sig að kvöldi - nú líður mér aðeins betur. í brjóstum les enda á hún hinsvegar að opna fyrir samviskubit: Ósköp vorum við vond við þennan huggulega mann sem bros- ir svona sætt til okkar út úr veröld sinni. Moggaviðtalið við Ólaf Börk Þorvaldsson Davíðs- frænda og hæstaréttardómara var á ýmsan hátt pín- legt og ef til vill óviðeigandi. Að hluta til var það lítt dulið mont - ég ætlaði aldrei að verða dómari, sótti bara óvart um, stóð mig reyndar mjög vel og sótti svo óvart aftur um - og að öðrum hluta hreint væl. Dómar- inn er sár út í þá sem sökuðu hann um að vera lítt hæfan í Hæstarétt og hafa fengið starfið í gegnum náfrænda sinn Davíð Oddsson. Þeir sem dæma seka menn þurfa auðvitað að vera saklausir sjálfir en fyrr má nú vera sakleysið: Hélt Ólafur Börkur virkilega að hann gæti fengið! sæti í Hæstarétti án þess að fólk grunaði hann um klíkuskap? Hvemig í ósköpunum datt hon- um í hug að sækja um stöðu sem systkinabarn hans veitti í raun? (Hér er best að hver og einn setji dæmið upp fyrir sjálfum sér: Myndir þú, les- andi góður, sækja um embætti sem systkinabarn ’ þitt sæi um að úthluta?) Ólafur Börkur setti sjálf- an sig í vonlausa stöðu. Getur sjálfum sér um kennt. Þýðir lítið að væla núna. Meginhluta viðtalsins eyðir dómarinn í sárindi út í þá sem hneyksluð- ust á stöðuveiting- unni. Að líkindum er þar um að ræða helming þjóðarinnar. Honum sárnar umtalið og með- ferð flöl- miðla. Þess vegna talar hann bara við Mogga sinn. Ólafur Börkur liflr í gamla heiminum þar sem embættismenn ríkisins gátu gengið að sínu blaði vísu og leyft sér að svara ekki öðrum. Þeir tímar eru hinsvegar liðnir og embættis- maður dagsins í dag getur ekki leyft sér að velja við hvern hann talar; hæstaréttardómari dæmir ekki fjölmiðla. Klókt hefði verið að þegja en klókara þó annað: Þeir sem njóta spillingar bera hana ekki af sér öðruvísi en að segja af sér. Jafnvel þó „óspilltir" séu sjálf- Ólafur Börkur sýndi dómgreindarskort þeg- ar hann sótti um sæti í Hæstarétti. Dóm- greindarskort sem ekki hæfir hæstaréttar- dómara. Nú bætir hann um betur, kemur fram í dagblaði og segist vera sár út í hálfa þjóðina. Hafi hann ekki verið vanhæfur þegar hann var skipaður (sem ég ólögfróður maður veit ekkert um) er hann sannarlega orðinn það núna. Það fer ekki dómurum vel að væla út samúð. Það er hlutverk hinna, sem dæmdir eru. lla.ri Hallgrímur Helgason VG flokkur einstaklingsframtaksins Þegar ákvörðun var tekin um að gefa lyfja- sölu frjálsa, með lög- um árið 1994, átti samkeppnin að lækna öll mein og stórlækka verðlag. Reyndin hefur orðið önnur. í stað samkeppni, lægra verðlags og fjölbreyttari þjónustu blasir við fákeppni og hærra lyfjaverð en tíðkast í nágrannalöndum okk- ar. Þetta hefur gerst þrátt fyrir meinta hagræðingu í greininni, batnandi sam- göngur og lækkandi flutn- ingskostnað sem og hag- stæða gengisþróun fyrir inn- flutningsverslun. Þá segja for- svarsmenn sjúkrahúsanna að fá- keppni innflytjenda hafi valdið sjúkrahúsunum búsifjum því þau skipti | r|MA AP| með sér markaðnum þannig að í reynd sé ekki um neina samkeppni að ræða þegar sjúkrahúsin láti gera tilboð í lyfsölu. Enda þótt stóru lyfjakeðjurnar vilji allt gleypa hafa þær enn ekki náð að innbyrða Rima Apó- tek, Kristínar G. Guðmundsdótt- ur, sem býður upp á lægsta lyfja- verð sem hér er að finna, sam- kvæmt könnunum. Mjög athygl- isvert viðtal birtist við Kristínu í Morgunblaðinu um helgina und- ir fyrirsögninni, Segir risana vilja gleypa allt og alla. Kristín segir í viðtalinu að sam- keppnin hafi verið mun harðari fyrir tæpum áratug þegar lyfsala fyrst var gefin frjáls: [...] „Þessir risar vilja gleypa allt og alla. Þeir vilja bara vera tveir á markaði. Því þá þyrftu þeir ekki að veita neinn afslátt, þar sem engin samkeppni væri fyrir hendi...“ Haft er eftir Kristínu í viðtalinu að svo virðist sem risarnir tveir séu nú þegar búnir að skipta bæði hverf- um í borginni á milli sín sem og landshlutum. í íslenska Stjómarráðinu er lítið gefið fyrir reynslusögur af þessu tagi. Það skal vera rétt að færa grunnþjónustu samfélagsins út á markað, jafnvel þótt yfirgnæf- andi líkur væru á því að niður- staðan yrði sú að slíkt kæmi skattgreiðandanum og not- andanum í koll. Vatnalög rík- isstjórnarinnar, sem ganga út á að styrkja eignarréttarákvæði í landslögum og búa í haginn fyr- ir einkavæðingu á vatni í framtíð- inni, er nýjasta dæmi um hvert ríkisstjórnin vill stefna. Lyfsal- an er hins vegar komin á ein- hvers konar markað hér á landi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr og kannski er það svolítið skondið að það skulum vera við í VG, sem höfum sterkastar taugar til einstaklings- framtaks á borð við Kristínar í Rima Apóteki. Það skyldi þó aldrei vera, þegar aUt kemur til alls, að Vinstrihreyfingin grænt framboð sé fiokkur einstaklings- framtaksins, flestum öðrum flokkum fremur nú um stundir? Við erum vissulega andvig stórfelldum ríkisafskiptum einsog þau birtast í stóriðjustefnu rikis- stjómarinnar en við viljum hins vegar að smá og meðalstór fyrirtæki fái að dafna og blómstra. Slíkt stuðlar að sam- keppni. Það segir sig sjálft, að þar sem henni á ann- < að borð er ætlað hlutverk, þarf hún að vera fyrir | hendi. ím siunairr r if r-w fi f ia Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar á ogmundur.is SEFUR ALDREI Við tökum við fréttaskotum allan «4 sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminner 550 5090 10.000.- kronur gpða frett

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.