Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 9
S MABLAOIÐ
3
INNHEIMTA ÚTVARPSGJALDA
sparnaður
I ráði mun nú vera að gera þá breyt-
ingu á innheimtu útvarpsgjalda, að inn-
heimta þau með póstkröfu. Hingað til
hafa þessi gjöld í flestum tilfellum verið
innheimt utan Reykjavíkur af síma-
og póstafgreiðslumönnum, og liafa
þeim fyrir það verið greidd innheimtu-
laun.
Af þessu aukastarfi hafa þeir haft
nokkrar aukatekjur, þar sem um stærri
kauptún og þéttbyggðar sveitir hefur
verið að ræða.
Nú telur Rikisútvarpið að spara megi
nokkur útgjöld með framangreindri
breytingu á innheimtunni. En fyrir síma
og póstafgreiðslumenn yrði afleiðingin
sú, að þeir mistu þessar aukatekjur, en
starfið yrði litlu minna.
Allur sparnaður í opinberum rekstri
er að vísu góðra gjalda verður, sé hann
raunverulegur. Og vera má, að sam-
ræmis vegna sé þessi innheimtuaðferð
utan Reykjavíkur óhjákvæmileg, fyrst
taka á liana upp í Reykjavík, í stað
innheimtumanna, sem nú innheimta
gjöldin. — >
bein kjaramál þurfa ekki lengur að vera
höfuðverkefni Starfsmannaráðs, en rekst-
ur stofnunarinnar kemur þar meir og meir
á dagskrá, verði þeir fleiri og fleiri, sem
láta sér ekki nægja að vera dautt hjól
í stofnuninni, en láta sig varða sem ábyrga
starfsmenn og borgara hvernig stofnun-
inni er stjórnað, hvernig hún er skipulögð
o. s. frv.
Starfsmannaráð vekur meiri og meiri
athygli meðal starfsmanna og yfirmanna
annara stofnana, bæði einkastofnana og
opinberra.
Því skjótari og víðtækari áhrif sem það
hefur með starfi sínu, ekki sízt fyrir nán-
ari tengsli þess við starfsfólkið, — því fyrr
kemur að því, að slík ráð verða talin sjálf-
sögð við hverja stofnun þar sem margt
fólk vinnur að fjölbreyttum starfsgrein-
um og þjónustu við almenning. En með
þeirri þróun mun skapast betra samstarf
yfirmanna og undirmanna og heilbrigðari
andi svífa yfir vötnum opinberra stofnana.
í Starfsmannaráði eiga sæti 5 fulltrúar
póst- og símamálastjórnarinnar og 2 full-
trúar frá F.Í.S.
Hundraðasti fundur þess var haldinn 24.
febr. s.l. Hann fjallaði aðeins um eitt, en
stórmerkilegt mál, en það var skipulagn-
ing skjalasafns Landssímans og stofnun
tæknibókasafns. Er þar um mikið verk-
efni að ræða, og hefur ‘þegar verið hafizt
handa.
Hér í blaðinu hefur margsinnis verið
rætt um nauðsyn þess að koma upp síma-
safni, svo sem samþærilegar erlendar
stofnanir hafa fyrir löngu talið sjálfsagt.
Verður nú vonandi ekki látið staðar num-
ið með skjalasafninu. Enn sem fyrr, eru
húsakynnin, þó þröskuldur í vegi þessa
máls.
En síðar meir mun þetta frumkvæði
starfsmannaráðs og samþykkt á hundrað-
asta fundi þess, verða eitt þeirra mála,
sem gera starf þess frásagnarvert, og hafá
sögulegt gildi.