Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 22

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 22
14» SÍMASLAÐIÐ AÐALFUNDUR F.Í.S. Skýrsla stjómar of/ kosainfjar Fyrri hluti aðalfundar var haldinn þriðjudaginn 11. febr. 1958. Á þeim fundi flutti formaður skýrslu stjórnarinnar. Reikningar voru lagðir fram og tillögur, sem afgreiddar eru á síðari liluta fundarins. Skýrsla formanns var mjög itarleg og yfirgi’ipsmikil, enda liafa verið á döfinni siðasta ár fjöldi mála, og sum umfangsmikil. Má þar fyrst tilnefna réttindamál starfsfólksins á 1. fl. B-stöðvum, en meðferð þess öll er eitt dæmi þess enn, hve ábótavant er meðferð persónalmála í stofnuninni. Enn má nefna símagjald- frelsi, sem nú hefur loks verið til lykta leitt. Skýrsla formanns ásamt reikningum félagsins hefur verið fjölrituð og send deildunum, en þeir, sem ekki hafa feng- ið hana í hendur, geta snúið sér til for- mannsins. Hér skal aðeins drepið á stærstu mál- in tvö, sem nefnd eru hér að framan. Sjá. bls. 6, frh. í næsta blaði. Kosningar trúnaöarmanna hafa nú staðið yfir og er lokið. — Hið nýkjörna félagsráð hélt 1. fund sinn þriðjudaginn 24. marz. Hér fer á eftir skýrsla kjörstjórnar um kjör félagsráðsmanna. Á kjörskrá voru 527 félagar, en 365 kusu. Kosningaúrslit: 1.1 félagsdeildum utan Reykjavíkur kusul85. 185. Kosningu hlutu: Andrés G. Þormar .. með 169 atkv. Agnar Stefánsson ... — 128 — Karl Helgason ......... — 90 — Jón Tómasson .......... — 89 — Marínó Jónsson .... — 77 — Varamenn: Ríkharður Sumarliðason með 76 atkv. Jóhanna Pálsdóttir með 75 atkv. 2. / félagsdeildum í Reykjavík: 1. deild (talsímakonur): Guðrún Þorvaldsdóttir og Rósa Gunn- arsdóttir, sjálfkjörnar. 27 félagar kusu. 2. deild (loftskeytamenn): Árni Egilsson með 18 atkv. Haukur Jóhannesson með 16 atkv. 27 félagar kusu. 3. deild (skrifstofufólk): Jón Kárason með 31 atkv. Hafsteinn Þorsteinsson með 23 atkv. 32 félagar kusu. ■j. deild (símritarar): Sæmundur Símonarson með 20 atkv. Ingólfur Einarsson með 9 atkv. 21 félagsmenn kusu. 5. deild (símvirkjar): Hörður Bjarnason með 24 atkv. Halldór Bjarnason með 23 atkv. 34 félagar kusu. 6. deild (linumenn): Jón Bergmann með 22 atkv. Gústaf Sigurbjarnarson með 20 atkv. 34 félagar kusu. Á fyrsta fundi félagsráös voru allir hinii nýkjörnu fulltrúar mættir, nema Hafsteinn Þorsteinsson, en í hans stað mætti fyrsti varafulltrúi, Inga Jóhannesdóttir. Þessar kosningar fóru fram á fundinum, skv. félagslögum: 1. Framkvœmdastjórn: Formaður var kosinn Jón Kárason. Varaformaður: Sæmundur Símonarson.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.