Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 15
SIMABLAÐIÐ 9 falleg berjalaut eyddi á svipstundu öllum áhuga fyrir símavinnu. Þá var verkfærunum kastað og' berjatínsla haf- in af fullum krafti, hún stóð þó sjald- an lengi, þvi ekki vildum við koma berjabláir til bæja, þegar dagsverkinu lauk. Svona ferðir með símalínunni voru nauða gagnslitlar. Það þurfti yfirmann- lega skyldurækni og trúmennsku, til þess að gæta svo vel að, að ekkert færi fram hjá manni er lagfæra þurfti, svo sem slitnar bindingar eða „nudd“. Höfðu menn og ýmsan hátt á er dæma skyldi um hvað væri bilun og hvað ekki. „Gerir ekkert til, þótt eitt vaf á einangrara sé slitið“ sögðu sumir. Aðrir létu slarka, þótt fleiri væru slitin o.s.frv. Þetta gat líka farið eftir veðrinu. I rigningu og kulda rauk trúmennskan stundum með vindinum. Einnig gat verið mjög eftirsóknarvert að gista á sumum bæjum og ef þangað var langt, þá var lilaupið við fót og ekki litið upp fyrri en komið var i námunda við bæ- inn, þá var farið með linunni til að láta líta svo út, að þar færu grandvarir símamenn. Einhverju sinni heyrði ég sögu um það, að tveir ónafngreindir línumenn hefðu verið sendir til að gera við linuna frá Sauðárkróki til Akur- eyrar. Tóku þeir efni og verkfæri á bak- ið og gengu siðan sem leið liggur yfir Borgarsand og Héraðsvötn í Hegranes- ið. Blíðuveður var, logn og sólskin og miðsumarshitinn eins og hann getur orðið mestur á Norðurlandi. Sveittir og þreyttir settust þeir á grænan grasbala skammt frá línunni og í skjóli fyrir sólargeislunum. Líklegt er, að freistar- inn hafi sagt við þá, eins og bóndann forðum: „Hvíldu þig, hvíld er góð“, þvi þeir sofnuðu, og sváfu i marga tíma. Þegar þeir vöknuðu var liðið á daginn. Nú vita flestir, að þungar byrðar eru lýjandi á langri leið í molluhita. Og þar sem ekki er liægt að ætlast til, að menn leggi á sig meira en þeir eru fær- ir um að valda, þá tóku þeir allt efnið og grófu það niður og héldu svo leiðar sinnar með stauraskó og talíu, svo að ekki væri um að villast, hverjir þar væru á ferð. Það fylgdi sögunni, að þeir hefðu í fullkomnu blygðunarleysi þrammað þjóðveginn, hvað sem síma- línunni leið. Félagi minn og ég, sem erum í upp- hafi þessa máls á gangi með símalín- unni á Norðvesturlandi og höfum lagt að baki okkur langan veg, erum staddir á háum hálsi, sem áður fyrr var al- ræmdur meðal línumanna fyrir ísingar- liættu og vetrarslit. Það sagði mér gamall bóndi, sem bjó undir hálsinum, að hann hefði á sínum tíma varað verkfræðingana, sem mældu línustæð- ið við því að hafa línuna þar, því að þar mundi hún aldrei standa. En þeir tóku ekkert mark á honum og fóru sínu fram. Á hverjum vetri féll línan niður á kafla, sökum ísingar og fanna, og loks var hún færð. Nú er kominn jarðstrengur á háls- inn, lagður 1926 og síðan hef ég ekki komið þar. Mest var af vetrarslitum á sunnanverðum hálsinum. Þar var í nokkurum „spennum“ hvert slitið við annað, og mun þar hafa verið fannfergi mikið veturinn áður. Við vorum lengi að gera við þennan kafla og var liðið á daginn, þegar því var lokið. Við völd- um okkur því þurran grasbala og tók-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.