Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 8
2
S í M A B LAÐ I Ð
þingi lög um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins, og má segja, að öll veiga-
mestu atriðin í þeim lögum séu tekin úr
Starfsmannareglunum og sum svo að
segja orðrétt. Þannig njóta nú allir starfs-
menn ríkisins góðs af þessu brautryðjanda-
starfi F.Í.S.
Næsti stóri áfanginn í starfsemi F.Í.S.
var svo stofnun Starfsmannaráðs árið 1953.
Hlutverk Starfsmannaráðs er margþætt,
svo sem reglugerðin ber með sér. Það
er ekki einskorðað við launakjör starfs-
manna og önnur hagsmunamál í þrengri
merkingu, heldur er þar farið inn á alveg
nýjar brautir, þar sem gert er ráð fyrir,
að félagið hafi tillögurétt um skipun í stöð-
ur og um frávikningu, ásamt forstjórum
hinna ýmsu deilda stofnunarinnar.
Þá er hitt ekki síður merkilegt nýmæli,
að viðurkenndur er í reglugerðinni réttur
félagsins til þess, með áðurnefndum for-
stjórum, að gera tillögur til póst- og síma-
málastjóra varðandi umbœtur á rekstri
stofnunarinnar yfirleitt.
Með öðrum orðum, starfsmenn landssím-
ans hafa gegnum fulltrúa sína í ráðinu
rétt til þess að gera tillögur um hvers
konar mál, er varða reksturinn, og kjör
félagsmanna. Því það er eitt af hlutverk-
um Starfsmannaráðs, að kynna sér sem
bezt hag og rekstur landssímans, í því
skyni að gera tillögur um umbætur á
rekstrinum, er orðið gætu til hagsbóta
fyrir stofnunina og viðskiptamenn henn-
ar, byggja á reynslu starfsfólksins.
Það þarf ekki að taka fram, að ekkert
starfsmannafélag hérlendis hefur öðlazt
slíkan rétt til afskipta af rékstri fyrir-
tækisins, sem F.Í.S. með þessum ákvœð-
um reglugerðarinnar.
Á þessum tæpum 5 árum, sem liðin eru
síðan Starfsmannaráð var stofnað, hefur
starf þess aðallega be'inzt að launamál-
um og stöðuveitingum, þegar um þær hef-
ur verið að ræða. Þegar Starfsmannaráð
tók til starfa sumarið 1953, var óleystur
fjöldi mála varðandi launakjör og önnur
bein hagsmunamál starfsmanna. Og síðan
komu svo tillögur ráðsins í sambandi við
setningu launalaganna 1955.
Verður varla annað sagt, en að mikill
árangur hafi náðst á þessu sviði, enda er
nú svo komið, að óánægja með launamál-
in er hverfandi hjá því sem áður var,
burtséð frá áhrifum sívaxandi dýrtíðar.
Að sjálfsögðu verður þó ekki hjá því kom-
izt, að Starfsmannaráð láti þessi mál til
sín taka þegar þörf er á, enda er það eitt
af aðalhlutverkum ráðsins. Þróun stofnun-
arinnar og allar breytingar eru einnig svo
örar, að óhjákvæmilegt er að ýmis vanda-
mál skapist öðru hvoru, varðandi kaup
og kjör starfsfólksins.
Hinsvegar má búast við, að þessi störf
verði framvegis ekki jafn tímafrek hjá
ráðinu, og má því segja, að nú sé komið
að þáttaskilum í starfsemi þess.
Starfsmannaráði ber tvímælalaust að
rækja skyldur sínar, svo sem reglugerðin
ætlast til, með því að snúa sér nú að þeim
þætti starfseminnar, sem útundan hefur
orðið af eðlilegum ástæðum, en það eru
tillögur um umbætur á rekstrinum og það,
sem betur mætti fara í viðskiptum stofn-
unarinnar við símanotendur. Á þessu sviði
bíður ráðsins mikið verkefni, og er von-
andi, að það reynist ekki síður giftudrjúgt
á þeim vettvangi.
í reglugerð um ráðið eru ákvæði sem
heimila, að veitt séu verðlaun fyrir at-
hyglisverðustu tillögur, sem ráðinu ber-
ast, og miða að umbótum á hvaða sviði
sem er, í rekstri stofnunarinnar. Of mikils
tómlætis hefur gætt hjá starfsmönnum
stofnunarinnar í þeim efnum. En slíkt
tómlæti gæti orðið til þess, að mikið og
einstætt tækifæri til áhrifa starfsfólks á
rekstur opinberrar stofnunar, yrði dauður
bókstafur.
Þess er hinsvegar að vænta að nú, þegar