Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 25
SÍMAHLAÐIÐ
19
Jréttir
Árshátíð F.Í.S.
var haldin í Oddfellowhúsinu laugardag-
inn 1. febr. síðastl. Var þar saman kominn
fjöldi manns og mikill gleðskapur.
Leikinn var þar gamanþáttur, hinn sami
og á skemmtun linumanna fyrr í vetur, sem
Vilhjálmur Vilhjálmsson og Fr. Lindberg
sömdu. Efnið er sótt í starf línumannanna.
Var að leikþættinum hin bezta skemmtun.
Nýr verkfrœðingur.
Þorvarður Jónsson frá fsafirði hefur verið
ráðinn til Landssímans. Hann lauk prófi í
simaverkfr. við Hafnarháskóla 1956, en vann
eftir það hjá dönsku símastjórninni, þar til
hann fluttist til Reykjavikur og hóf starf
hjá Landssímanum um síðastl. áramót.
Símastjórastaðan í Borgarnesi
hefur verið veitt Karli Hjálmarssyni póst-
fulltrúa í Reykjavík frá 1. febr. 1958. Karl
er fæddur 24. des. 1912.
Skipaður var hann aðstm. í Rvik. 1/5 1934.
Póstafgrm. 1/1 1936.
Póstfulltrúi 1/1 1956.
Undanfarin ár hefur hann starfað á póst-
málaskrifstofunni.
Um stöðuna sóttu 16 menn. Þar á meðal
þessir starfsmenn símans:
Guðmundur Pálsson eftirlitsmaður.
Hörður Bjarnason verkstjóri á sjálfvirku
stöðinni í Rvík.
Hjálmar Halldórsson síma- og póst-
afgreiðlsumaður á Hólmavík.
Sigurjón Davíðsson loftskeytam. í Rvík.
Sigurjón Jónsson símritari og loftskeyta-
maður í Vestmannaeyjum.
Valgeir Hólmgeirsson símstj. á Raufarh.
Af umsækjendum var Hjálmar Halldórs-
son elstur í þjónustunni eða með 32ja ára
þjónustualdur.
Það er vitað mál, að í undirbúningi eru
breytingar á tækniútbúnaði stöðvarinnar í
Borgarnesi, er útheimtir, að þar sé til stað-
ar tæknilærður maður. Hefur blaðinu skil-
ist, að þeir, sem um það mál fjalla og eiga
að sjá um framkvæmdir telji óhjákvæmi-
legt, að ný staða verði stofnuð í Borgarnesi,
og væri sú eyðsla þá bein afleiðing af vali
póst- og símamálastjórnarinnar í stöðvar-
stjórastarfið, þó enginn efist um hæfni þess
sem fyrir valinu varð til daglegra afgreiðslu-
starfa og umsjónar.
Blaðinu hefur borist grein um þessa stöðu-
veitingu og ný viðhorf, sem við hana hafa
skapast. En sökum þess hve seint hún barst
verður hún að bíða næsta blaðs, sem mun
koma út í maílok.
♦
Ur gamanþætti línumanna.
SÍMABLAÐIÐ
er gefið út af Félagi ísl. símamanna.
Ritstjóri: A. G. Þormar.
Meðritstjóri: Ingólfur Einarsson.
Auglýsingastjóri: Júlíus Pálsson
Félagsprentsmið j an.