Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 16
10 SIMABLAÐIÐ um okkur hvíld eftir vel unnið verk. Félagi minn, sem var mikið gefinn fyr- ir samræður, ef hann mátti ráða efn- inu, sem rætt var um, tók nú að segja mér margendurtekna sögu af þvi, þeg- ar hann hitti stúlkuna í kaupstaðnum. Félagi minn var myndar-strákur, dá- lítið innan við tvítugt. Flann var fríð- ur sýnum, fremur hár og vel limaður. Honum varð gott til kvenna. Má og vera, að nokkurt sjálfsálit og vanmat á skírlífishugmyndum stúlkna, hafi hvatt hann til dáða. Fyrir svo sem viku höfðum við ver- ið staddir í kaupstað. Þar lá strand- ferðaskip við bryggju. Eg var á stöð- inni til skrafs og ráðagerða við sím- stjórann. Félagi minn var niðri á bryggju að skoða fólkið, sem kom í land. Þar á meðal var stúlka, sem eft- ir lýsingu félaga míns að dæma, bar af öllum stúlkum, sem hann hafði nokkru sinni séð. Hún vék sér að hon- um og spurði, „hvort hér væri verzlun“. Hann kvað svo vera og bauðst til að fylgja henni. Hún þáði það. Þau fóru saman í kaupfélagið. Að því búnu banðst bann til að sýna henni kaup- túnið, en hún var treg til þess, af þvi að eimpípa skipsins hafði blásið til brottfarar. Hún sagði honum, livernig á ferðum sínum stæði og hvert hún ætl- aði. Svo kvöddust þau. Þetta var, hvað hann snerti, ást við fyrstu sýn, og hann gat ekki um annað talað en fyrstu kynni sín við stúlkuna og væntanlegt stefnumót. Hún átti sem sé heima undir hlíðinni, sem við vor- um nú að nálgast. Félagi minn eyddi löngum tíma í að telja mig á að fylgja sér á þennan bæ, en ég var tregur til vegna þess, að ég' óttaðist að eitthvað kynni að gerast, sem yrði okkur lítt til sæmdar. Svo var bær rétt hjá lín- unni, sem ég hafði oft dvalið á í línu- ferðum mínurn um þessar slóðir. Þenn- an bæ hafði fjöldi línumanna gist og látið vel af, enda óspart séð fyrir þörf- um þeirra. Hins vegar gat það vakið umtal, ef við færum að gista sinn ó hvorum bæ, og þar sem margir þeklctu mig í sveitinni, vildi ég ekki verða til þess að vekja sveitarslúður. Við sömd- um því um það, að ég færi með hon- um, en hann lofaði þess í stað, að gera ekkert, sem gæti orðið okkur til lineysu. Þar sem ég þekkti félaga minn frá fyrri tið og vissi hve aðgangsfrekur hann gat orðið í ástleitni sinni, þótti mér vissara að slá þennan varnagla. Við vorum nú komnir fram á fyrstu brekkubrúnina. Við okkur blasti háls- inn hinum megin dalsins og nokkur hluti fjarðarins, sem byggðin er kennd við. Það var fögur sjón að sjá, er geislar hnígandi sólar gylltu landið og f jörðinn. Það var sem náttúran tjaldaði töfrandi listaverki andspænis okkur. Ég hef oft orðið sjónarvottur að slíkri litadýrð í náttúrunni og róandi samræmi og full- komnun, sem náttúran ein á í listaverk- um sínum. Það er dásamlegt. Við vörp- uðum byrðuin okkar og stóðum um stund í þögulli undrun. (Framh.) ♦ GAGNSVAR. Ef þú hefir engin ráð önnur til, við stökum mínum, lýst mér skást í lengd og bráð þú lœsir.....þínum! H. J.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.