Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 17
S í M A B LAÐ I Ð II Gunnar Hlíðar símastjóri, Borgarnesi. Fæddur 20/5. ’14. Dáinn 22/12. ’57. Fyrir tæpum 30 árum var ég ásamt nemendum Menntaskólans á Akureyri á göngum skólans í frímínútum. Veitti ég því brátt athygli, að maSur nokkur var höfði hærri og herðameiri en aðrir menn. Það, sem var þó sérstaklega ein- kennandi fyrir þennan vörpulega mann, var livað liann var góðlegur, sviphreinn og drengilegur. Allt í einu urðu menn ósáttir og voru hendur látnar skipta, eins og títt er í ungra manna hópi. Fleiri og fleiri dróg- ust í leikinn. Gerðist bardaginn, sem var orðinn allfjölmennujr, brátt svo harður, að við meiðingum lá. I stað þess að beita hörðu við óróaseggina og kasta þeim sitt í hvora áttina, en til þess var þessi vörpulegi maður sýnilega vel fær, bar hann friðarorð milli manna, reisti þá við sem troðist liöfðu undir, og talaði ldýlega til þeirra, er æstastir voru. Slotaði hrátt hardaganum og allt datt í dúnalogn. Undruðust menn þess- ar áhrifaríku aðgerðir hans, sem ann- ars hefðu getað haft ill eftirköst. Þessi maður var Gunnar Hlíðar, sonur Sig- urðar E. Hlíðar, fyrrverandi dýralæknis á Akureyri. Þessara fyrstu áhrifa, sem ég varð fyrir af Gunnari, minntist ég jafnan í huga mínum, er við sáumst seinna á lífsleiðinni. Með þessari framkomu sýndi hann og sannaði, að í vöggugjöf hafði hann hlotið þann guðdómlega eig- inleika og skilning, að það var sólin, sem fékk ferðamanninn til þess að fara úr frakkanum, en rokið og ofsinn höfðu liins vegar þau áhrif, að ferðamaður- inn vafði kápunni fastar að sér. Ef að menn skildu þetta almennt, væri heimurinn betri en liann nú er. Til þess að skilja þetta og framkvæma, þarf meira en mannvit. Það þarf veglyndi, drengskap, göfugmennsku og kærleik til samferðamanna. Það var mikill mannskaði í Gunnari og það var mikill mannskaði í Brynju sálugu systur hans, sem fórst í hinu hræðilega flugslysi á Hestfjalli. Til þeirra ber ég hlýjastan liug allra minna skólasystkina, vegna mannkosta þeirra og ljúfmannlegrar framkomu. Gunnar gegndi ýmsum störfum á lífs- leiðinni. Hann var símstjóri á Krossum á Árskógsströnd, dýralæknir í Vest- mannaeyjum og nú síðast símstöðvar- stjóri í Borgarnesi. Öveðrið liafði gengið yfir, línurnar

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.