Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 21
SÍMABLAÐIÐ 15 Til fyrirwnyndar Við hliðina á hinum nýja langlínusal í Reykjavík er rúmgóð stofa með litlu eld- húsi inn af. Þessi stofa er nú orðin vist- legasti verustaðurinn í híbýlum Landssím- ans. Enda er hún hvíldar- og kaffistofa fyrir 70—80 stúlkur. Hingað til hafa slíkar kaffi- og hvíldar- stofur Landssímans verið heldur óvistleg- ar, og á stóru stöðvunum utan Reykjavík- ur er vart um nokkuð að ræða, sem þvi nafni getur nefnst. Er þó langt siðan F.Í.S- byrjaði að benda á nauðsyn þess, að starfs- fólk á f jölmennum stöðvum ætti slíkan sama stað. — Fyrir talsímakonur er þess mikil nauðsyn, þegar afgreiðslan er mikil, að geta „slappað af“ I nokkrar mínútur. Ritsímastjórinn í Reykjavík hefur nú skapað hér fordæmi, sem er til fyrirmyndar. 1 stofunni eru smekkleg og þægileg hús- gögn og teppi á gólfi. Sem sagt: hér er um óvenjulegan menningarbrag að ræða. En slikur menningarbragur hefur fljótlega sín áhrif. Nú hafa stúlkurnar byrjað að koma sér þarna upp vísi að bókasafni, enda er þar smekkleg bóka og blaðahilla. Þá hafa talsímakonurnar stofnað sjóð, sem verja á til þess að gera stofuna enn vistlegri, t. d. með því að kaupa gólflampa, málverk á veggi o. s. frv. Vonandi er hér um að ræða upphafið að þeim draumi símafólksins, að yfir vinnu- staði stofnunarinnar færist meiri menningar- bragur en verið hefur. Deildarstjórnir F.l.S. utan Reykjavíkur ættu að gefa stjórn F.l.S. skýrslu um ástand- ið í þesum efnum hver á sínum stað. Mætti þá vera, að úr rættist fyrr en búizt hefur verið við. Þröngsýni í þessum efnum er ekki til sparnaðar. En það er lengri saga. SKIPJ'ING VAKTA. Að gefnu tilefni þykir rétt að rifja upp þau ákvæði í Reglugerð frá 30. júlí 1945 að ekki er leyfilegt að skipta vöktum, held- ur skal vaktin vera órofin, og milli vakta skulu vera minnst 9 klst. Sé um að ræða samning um annað, milli starfsmanns og viðkomandi símastjóra, ber að fá leyfi stjórn- ar F.l.S. til þess. Sé það ekki gert, getur viðkomandi félagsmaður stuðlað að því, að skapa hefð sem nýtt fólk þekkir ekki upp- tökin að, — og einnig að því að veikja þau réttindi, sem félagssamtökin hafa unn- ið að. — Einnig skal, að gefnu tilefni vakin at- hygli á því, að skylt er að gera vaktaskrá fyrir aS minnsta kosti einn mánuð, og er óheimilt að víkja frá henni til að forðast að kalla fólk á aukavakt á aukavinnutaxta. LÁNS- OG LATJNARÉTTUR. Fjöldi símamanna hefur nú notið hag- kvæms láns úr Lífeyrissjóði til að eignast íbúð. — Að gefnu tilefni þykir rétt að vekja at- hygli á því, að ekkjur eða ekkjumenn, sem njóta lífeyris eftir dáinn maka, eru taldir félagar í Lífeyrissjóði og eiga því sama rétt til láns úr sjóðnum og aðrir félagar. Ástæða er til að ætla, að mörgum ekkj- um sé þetta ekki ljóst, og ætti símafólk, sem þekkir ekkjur, sem ekki er Ijós þessi réttur, að benda þeim á hann. Skv. lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, 21. gr., á eftirlifandi maki starfsmanns rétt á að fá greidd laun hans í þrjá mánuði eftir fráfall hans. Lög þessi taka til hvers manns, sem er skipaður settur eða ráðinn í þjónustu ríkis- ins með föstum launum, meðan hann gegnir starfanum, enda verði starf hans talið aðal- starf. ♦

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.