Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 10
4
S I M A B LAÐ I Ð
En ýmsir þeir, sem þessum málum
eru lcunnugir, telja sparnaðinn mjög
tvísýnan, — aðrir telja, að innheimt-
an verði verri og dýrari.
Margt kemur þar til greina, sem hér
verður að taka tillit til.
Þess ber þá fyrst að gæta, að launa-
kjör síma- og póstafgreiðslumanna eru
ákveðin i reglugerð eftir tillögum þar
til skipaðrar nefndar. En þessar auka-
tekjur fyrir innheimtu útvarpsgjald-
anna liöfðu í mörgum tilfellum tví-
mælalaust áhrif á ákvarðanir nefnd-
arinnar. — Hlýtur þessi kjara-
skerðing því að hafa þær afleið-
ingar, að krafizt verður endurskoðun-
ar á launakjörum síma- og póstaf-
greiðslumanna ineð það fyrir augum
að fá bætta þá kjaraskerðingu, sem
þessi breyting á innlieimtu útvarps-
gjalda veldur þeim.
Þó ekki væri litið á annað, má full-
yrða, að hér verður ekki um annað
að ræða en taka úr einum vasa ríkis-
sjóðs og láta í annan.
En fleira kemur til, eins og eftir-
farandi bréf þriggja félaga til útvarps-
stj óra og Menntamálaráðuneytisins sýn-
ir ljóslega:
Reykjavík, 24. febr. 1958.
Stjórnum undirritaðra félagssamtaka
starfsmanna pósts og síma hefur borizt til
eyrna, að í ráði sé að breyta núverandi inn-
heimtufyrirkomulagi á afnotagjöldum til
Ríkisútvarpsins og taka upp þá aðferð, að
innheimta þau með póstkröfum. Þar sem
þessi breyting hefur allveruleg áhrif á kjör
fjölda starfsmanna pósts og síma, sem eru
félagar í samtökum vorum, förum vér þess
á leit við yður, herra útvarpsstjóri, að þér
hverfið frá þeirri ákvörðun yðar um breytt
innheimtufyrirkomulag og látið núverandi
fyrirkomulag haldast óbreytt áfram.
Rök máli voru til stuðnings eru helzt þessi:
1. Ríkisútvarpið greiðir nú til þeirra, sem
annast innheimtu, innheimtulaun sem
nema 5% í bæjum og 7% i sveitum. Með
breyttu innheimtufyrirkomulagi þarf Rík-
isútvarp að greiða póstkröfugjald, sem
mun nema frá 2 til 3% af innheimtu-
upphæðinni, en samkvæmt reynslu póst-
afgreiðslumanna er talið, að tæplega sé
hægt að búast við, að póstkröfuinnheimt-
an gefi betri árangur en að 60% inn-
heimtist með þeirri aðferð. Óinnheimt
40% verður því annað hvort að fela sér-
stökum innheimtumönnum eða hlutaðeig-
andi yfirvaldi að innheimta, en sú inn-
heimta mundi tæplega kosta undir 10%.
2. Núverandi fyrirkomulag hefur þann
mikla kost, að innheimtumaðurinn (síma-
og póstafgreiðslumaðurinn) rekur á eftir
innheimtunni og nær því fyrr en ella
inn tekjum Ríkisútvarpsins. Sparast við
það vextir af rekstursfé, sem Ríkisút-
varpið þyrfti að afla sér að öðrum kosti
fyrri hluta árs. Reikna verður ennfrem-
ur með vaxtatapi af innistæðum, ef horf-
ið yrði frá núverandi innheimtufyrir-
komulagi.
3. Geta má þess, að jafnframt innheimtu
fyrir Ríkisútvarpið, annast sömu menn
innheimtu á útvarpsskeytum endurgjalds-
laust. Búast má við, að kröfur yrðu gerð-
ar til aukagreiðslna fyrir þá þjónustu,
ef innheimtulaun fyrir afnotagjöldin yrðu
felld niður. Talsverð peningaleg ábyrgð
fylgir innheimtu fyrir útvarpsskeytin og
vinna er nokkur í sambandi við þá af-
greiðslu.
4. Við ákvörðun launa til síma- og póstaf-
greiðlumanna hefur verið tekið tillit til
núverandi aukatekna þeirra, sem inn-
heimtuna annast. Verði innheimtufyrir-
komulagi breytt, rekur að því, að gerð-
ar verði ákveðnar og sanngjarnar kröf-
ur til þess, að laun til hlutaðeigandi
starfsmanna verði endurmetin og hækk-
uð til samræmis við núverandi tekjur og
er þá vafalaust hið breytta fyrirkomulag
orðið dýrara fyrir ríkissjóð.