Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 11
SÍMABLAÐIÐ
5
Að ofangreindu athuguðu teljum vér, að
breyting sú, sem þér hafið í hyggju að gera,
verði kostnaðarmeiri fyrir rikissjóð en nú-
verandi innheimtufyrirkomulag og auk þess
seinvirkari. Förum vér því þess á leit við
yður, að þér fallið frá fyrirhugaðri breyt-
ingu.
Afrit af bréfi þessu höfum vér leyft oss
að senda menntamálaráðuneytinu og fjár-
málaráðuneytinu.
Virðingarfyllst,
f. h. Félags ísl. símamanna
Jón Kárason
(form.)
f. h. Póstmannafélags Islands
Tryggvi Haraldsson
(form.)
f. h. Félags forstjóra pósts og síma
Einar Pálsson
(form.).
Hr. útvarpsstjóri
Vilhjálmur Þ. Gíslason,
Reykjavík.
Þau rök, sem færð eru gegn þessari
breytingu i framanskráðu bréfi eru það
sterk, að sýnilegt er að sá sparnaður,
sem Ríkisútvarpið reiknar með er mjög
tvísýnn, að minnsta kosti hvað snertir
innheimtu utan Reykjavíkur.
Á það hefði útvarpið einnig mátt líta,
að þessir sömu menn hafa á hendi end-
urgjaldslaust aðra þjónustu fyrir þá
stofnun, en það er innheimta gjalds fyr-
ir útvarpstilkynningar. Mun sú þjón-
usta verða tekin til endurskoðunar, að
þvi er blaðinu hefur verið tjáð — og
mátti við því búast.
—En meðal annara orða:
Fyrst Ríkisútvarpið, i sinni virðingar-
verðu viðleitni til sparnaðar, kom auga
á nokkrar krónur, sem í fleiri tilfellum
liafa gert launakjör síma- og póstaf-
greiðlsumanna þolanleg, þá er þess að
vænta, að það haldi áfram þessari
sparnaðarviðleitni og drepi niður þar,
sem stærra er til fanga.
Hvernig væri t. d. að það hlífði lilust-
endum við liinu síendurtekna dægur-
lagasöngli, sem sótt virðist í mánaskins-
stemningar einmana útigangskatta —
og kvæðum þeim, sem við það eru
sungin og barin með „Vold og Magt“
inn í vitund óþroskaðra unglinga, —
en ekki eiga sinn líka um leirburð og
andlegan tómleika.
Hvað eyðir útvarpið árlega stórum
summum i útbreiðslu þessa andlega
fóðurs - og skerfs til íslenzkrar menn-
ingar?
PÉTUR HANNESSON:
um
Hvítar pappírsarkir gœtu geymt
þá gleði, er áður bjó í mínum orðum,
það fegursta, sem hug minn hefur dreymt
og liöndin léttum dráttum skráði forðum.
1 minningunni eitt sinn endurheimt
skal allt það bezta, sem við höfum lifað.
Því verður kannske aldrei alveg gleymt,
sem einhverntíma hugsað var og skrifað.
Þó bera þessi blöð þér ekki neitt.
Bráðum kveður sól, og gengur undir
í þöglu húsi, þetta fagra kveld.
Til lítils gagns ég hefi hug minn þreytt
og höndin iðin ritað langar stundir
þœr vísur, sem ég varpa nú á eld.