Símablaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 18
12
SIMABLAÐIÐ
höfðu bilað, símasambandið var rofið.
Þessu þurfti að koma í lag, og Gunnar
fór sjálfur við annan mann til viðgerð-
anna.
Frá fæðingu var Gunnar lialdinn þeim
sjúkdómi, sem ekki var hægt að lækna.
Hann vissi að ekki var hættulaust fyrir
hann,vegna sjúkdómsins, að rækja þessi
störf. En hann sinnti því ekki. Skyldu-
ræknin og ósérhlífnin ráku hann áfram
og fyrir það varð hann, eins og margur
góður drengur, að gjalda með lífi sínu.
Öllum er þekktu Gunnar verður liann
harmdauði, harmdauði vegna . mann-
kosta hans. f návist Gunnars fann mað-
ur jafnan til öryggis, og sú tilfinning er
notaleg. Hann var auðugur maður, en
auður hans var þess eðlis, að hvorki
mölur né rið fá lionum nokkru sinni
grandað.
Hann var drengur góður.
Sárastur varður liarmurinn hjá eftir-
lifandi konu hans með sinn stóra, efni-
lega barnahóp, og foreldrum hans, sem
nú eru nokkuð við aldur.
Ekkjan hefur misst elskulegan eigin-
mann sinn, föður barnanna sinna, fyrir-
vinnuna á heimilinu, börnin föður sinn
og foreldrar elskaðan son sinn, og það
fá þau aldrei að eilífu hætt.
Ég' bið þvi guð að blessa þau öll og
styrkja á lífsleiðinni.
Unndór Jónsson.
GUNNAR HLlÐAR kom í þjónustu
Landssímans 1. apríl 1952, er hann var
skipaður síma- og póstafgreiðslumaður
í Borgarnesi. Um eitt skeið hafði hann
þó verið símastjóri á Krossum í Evja-
firði. — Hann var ekki í hópi síma-
eða póstmanna er hann fékk Borgar-
nes, — og var sú skipun því ekki vel
séð í fyrstu.
Þó leið ekki á löngu þar til yfir það
fyrndist að fullu. Og var það engu að
þakka nema því, hvern mann hann
hafði að geyma. Hann var með allra
glæsilegustu mönnum að vallarsýn og
yfirbragði, og auk þess var hann í
umgengni og samvinnu óvenjulega geð-
þekkur maður, með heilsteypta skap-
gerð, félagslyndur og góðviljaður. Hann
varð því fljótt vinmargur innan stétt-
ar sinnar og valinn þar í trúnaðarstöð-
ur. — Var hann einn af hvatamönn-
um þess, að hið happasæla spor var
stigið, að Félag símstjóra á 1. fl. B-
stöðvum gerðist deild í F.I.S. En í
stjórn þess félags átti hann sæti, og
fulltrúi þess var hann um skeið á þingi
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
— Gunnar var kvæntur Ingunni Sigur-
jónsdóttur, kjördóttur Þorsteins sál.
Jónssonar, símastjóra á Balvík. Þau
eignuðust 5 dætur, sem allar eru á lífi,
hin elzta 15 ára, en yngsta 8 ára.
♦
tföfunti vantur
Stundum berast blaðinu naínlausar grein-
ar, eða undir dulnefni, án þess að hið rétta
nafn fylgi með.
Sé efni þessara greina ádeilukennt, eða
þess efnis, að ætla megi að það valdi deilum,
getur blaðið ekki birt þær. En að sjálfsögðu
heldur ritstjórinn hinu rétta nafni höf.
leyndu, sé þess óskað.
Höfundur greinarinnar „Kindugir nýgræð-
ingar, sem fjallar um útþenslu símastofnun-
arinnar, en kemur of persónulega við ýmsa
menn, ætti að gefa sig fram við blaðið. —
Greinin tekur að mörgu leyti á málum þess-
um á athyglisverðan hátt, — en þarf breyt-
inga við til þess að blaðið sjái sér fært að
birta hana.
Ritstj.