Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 9

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 9
II. KAFLI 4. gr. Launakjör starfsmanna ríkisins, sbr. 1. gr., skulu á- kveðin með kjarasamningum aðilja þeirra, sem í 2. og 3. gr. getur. Launakjör ráðherra og hæstaréttardómara skulu á- kveðin af Kjaradómi. 5. gr. í kjarasamningi skal kveðið á um föst laun, vinnutíma og laun fyrir yfirvinnu. Kjarasamningur á ekki að taka til lífeyrisréttinda, hlunninda, aukatekna, orlofsréttar, kaups í veikindafor- föllum né annarra fríðinda, sem líkt er farið. Ákvæði í ráðningarsamningi er ógilt, ef það brýtur í bága við kjarasamning starfsmanni í óhag. 6. gr. Þegar ákveða skal starfskjör, sem kjarasamningur samkvæmt 5. gr. tekur ekki til, og eigi eru lögbundin, skal semja um þau við hlutaðeigandi bandalagsfélög. Uppsagnarfrestur slíkra samninga skal vera 3 mán- uðir. Að öðru leyti fer um þá samkvæmt fyrirmælum laga þessara um kjarasamninga. 7. gr. Kjarasamningur skal vera skriflegur, gerður til eigi skemmri tíma en tveggja ára í senn og gildistími hans miðast við áramót. Nú verða almennar og verulegar kaupbreytingar á samningstímabili, og má þá krefjast endurskoðunar kjarasamnings án uppsagnar hans. Náist ekki samkomu- lag aðilja innan mánaðar frá kröfugerð, fer um meðferð máls samkvæmt III. og IV. kafla laga þessara að öðru en því, að samningur eða dómur Kjaradóms skal gilda frá þeim tíma, sem um semst eða Kjaradómur ákveður. 8. gr. Uppsagnarfrestur kjarasamnings af hendi beggja að- ilja skal eigi vera skemmri en sjö mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg og send í ábyrgðarbréfi eða kynnt viðtakanda á annan sannanlegan hátt. 9. gr. Kjarasamningur framlengist um eitt ár í senn, m. a. með óbreyttum uppsagnarfresti, hafi honum eigi verið sagt upp réttilega. 10. gr. Aðíli, er segir upp kjarasamningi, skal samtímis upp- um skiptingu starfshópa í launaflokka. Síðan mun launanefnd skipuð af Félags- ráði vinna að samræmingu með fulltrúum símastjórnar- innar, áður en kjararáð B.S.R.B. fær þær til með- ferðar. Það er engum efa undir- orpið að hér er um að ræða eitt allra erfiðasta viðfangs- efni, sem félagið hefur haft með höndum, og þá samtök opinberra starfsmanna í heild. Launamál eru viðkvæm, og hættan er sú fyrst og fremst, að sérhagsmuna sjón- armiðin segi áþreifanlega til sín, og hættulegur metingur komi upp milli hinna ólíku starfshópa. Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og dregið úr því trausti, sem opinberir starfsmenn hafa áunnið sér í almenningsálit- inu og ekki síður kann hér að vera fólgin hætta fyrir stéttarsamtök og heildarsam- tök opinberra starfsmanna á félagslegri sundrung. En af henni höfum við dýrkeypta reynslu í baráttu launastétt- anna. Þessi hætta er fyrst og fremst fyrir hendi í fyrstu lotu, — þegar byggja skal upp frá grunni nýtt launa- kerfi. Það ríður því á, að for- ysta B.S.R.B. verði traust og samhent — veki tiltrú inn á við og út á við. Við símamenn og konur skulum gera okkur það ljóst, að í engum félagssamtökum mun þurfa að taka tillit til jafnmargra sjónarmiða og ó- líkra. Á stjórn FÍS og launa- málanefnd hvílir því mikill vandi og ábyrgð. Hins vegar SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.