Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 13
Félagsdómi vegna sjálfs sín og starfsmanna, er í hlut eiga. VIII. KAFLI 26. gr. Kostnaður við Kjaradóm og Kjaranefnd, þar á meðal laun dómenda og nefndarmanna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði. 27. gr. Nú er sett á fót ríkisstofnun, og ákveður fjármálaráð- herra þá í samráði við ráðherra, er fer með mál þeirrar stofnunar, og stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja svo og með hliðsjón af því, sem gildir um hliðstæð- ar eða sambærilegar stofnanir, kjör starfsmanna hinnar nýju stofnunar, þar til þau hafa verið ákveðin eftir reglum laga þessara. Ef til koma við stofnanir nýjar stöður, ákveður fjár- málaráðherra, með sama hætti sem í 1. málsgr. segir, kjör starfsmanna, sem í hlut eiga. 28. gr. Skylt er borgar-, bæjar- og sveitarstjórn að veita starfs- mönnum sínum samningsrétt í samræmi við lög þessi, ef hlutaðeigandi starfsmannafélag óskar þess. Skal nánar kveðið á um það í reglugerð, er félagsmálaráðherra setur. 29. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Um fyrstu framkvæmd laganna og kjaraákvarðanir samkvæmt þeim gilda eftirfarandi ákvæði: 1. Viðræður um kjarasamninga skulu hefjast eigi síð- ar en 1. ágúst 1962. 2. Nú hafa samningar eigi tekizt 1. janúar 1963, og hefur sáttasemjari þá sáttaumleitanir. 3. Kjaradómur tekur kjaramálin til meðferðar eigi síðar en 1. marz 1963, hafi þau þá eigi verið til lykta leidd, og skal hann hafa lokið störfum 1. júlí 1963. 4. Kjarasamningur eða kjaradómur gildir frá 1. júlí 1963 til ársloka 1965. Framangreindum tímamörkum, nema gildistíma kjara- samnings eða kjaradóms, samkvæmt 4. tölulið, getur ráðherra breytt, ef nauðsyn krefur. Hinn 1. júlí 1963 falla úr gildi: 1. Lög nr. 92/1955, um laun starfsmanna ríkisins, nema: a) Síðasta málsgr., 14. gr. b) 25. gr. 3.—4. málsgr., 26. gr., 29. gr. og 30. gr. un þá, sem við störfum við, Póst og Síma, — en það sem ég segi, á við um margar fleiri stofnanir, að mínu viti. Spursmálið er: Er einræð- isstjórn á opinberum stofn- unum æskileg eða heppileg hér á landi. En hjá þessari stofnun er framkvæmda- valdið algerlega í höndum eins manns. Bæði er það, að með lögum er honum gefið mikið vald og ævilöng veit- ing fyrir stöðunni (reyndar miðað við 70 ára aldur) gefur honum þá aðstöðu gagnvart ráðherrum, sem koma og fara, að honum reynist auðvelt að hafa þá í vasanum. Þessi stofnun veltir hundruðum milljóna, grípur inn í marga þætti atvinnulífsins, hefur áhrif á daglegt líf á hundruðum heimila með viðhorfi sínu til starfsmannanna. Nú er það alls ekki öruggt, að þessi einvaldur, sem for- stjóri þessa mikla fyrirtækis er samkvæmt lögum og að- stöðu sinnar vegna, sé kom- inn í stöðu sína fyrir yfir- burði á þeim þrem sviðum, sem nauðsyn er, ef vel á að fara: Menntun, stjórnun- ar og skipulagsgáfum, um- gengnishæfni. Hann getur verið kominn í stöðuna af hreinni tilvilj- un, skolast í hana eins og oft vill verða í opinberri þjónustu. En miklu líklegra er þó, í okkar pólitísksjúka þjóðfélagi, að hann sé val- inn út frá flokkslegu sjónar- miði þess ráðherra, sem með veitingarvaldið fer, hverju sinni. Má það teljast merki- legt í svo miklu lýðræðis- SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.