Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 11
getur hann og vísað máli til Kjaradóms án atbeina aðilja,
þegar er hann telur sýnt, að frekari sáttaumleitanir
verði árangurslausar.
IV. KAFLI
15. gr.
Kjaradómur skal skipaður fimm dómendum og jafn-
tnörgum varadómendum.
Hæstiréttur skipar þrjá dómendur. Skal einn þeirra
vera lögfræðingur og formaður dómsins.
Fjármálaráðherra skipar einn dómanda.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja skipar einn dóm-
anda.
Sömu aðiljar skipa varadómendur.
Dómendur skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Starfs-
tímabili dómenda, sem fyrstir eru skipaðir, skal þó eigi
ljúka, fyrr en fjögur ár eru liðin frá næstu áramótum
eftir skipun þeirra. .
Kjaradómur setur sér sjálfur starfsreglur.
16. gr.
Kjaradómur tekur kjaradeilu til meðferðar, er honum
hafa borizt gögn samkvæmt 14. gr., og skal hafa lagt
dóm á ágreiningsefni, áður en þrír mánuðir eru liðnir
frá upphafi uppsagnarfrests.
17. gr.
Aðiljar skulu leggja ágreiningsefni skilmerkilega fyr-
ir Kjaradóm. Þeir skulu tjá sig rækilega um kjaraatriði,
lýsa því, sem þeir eru sammála um, og setja fram sjónar-
mið sín ásamt rökstuðningi og rækilegri málsreifun.
myndast með semingi.
Skipulag F.Í.S. er á þann
veg, að talsímakonurnar
víðsvegar um land eiga
örðugt með að vinna saman
að kjaramálum sínum. En
samningar þeir, sem fram-
undan eru, og ný launa-
flokkun gera þessa sam-
vinnu mjög nausðynlega. Að
sjálfsögðu mun stjórn F.Í.S.
og fulltrúar deildanna utan
Reykjavíkur í Félagsráði —
stuðla að henni eftir mætti
og gæta hagsmuna hinna
dreifðu starfshópa. En mest
mun þó reyna þar á félags-
deild talsímakvenna í Rvík.
og hún þarf að gera sér ljós
hin nýju viðhorf og leggja
það til þessara mála, sem
vænlegast er að bera fram
til sigurs.
UMWUHUMMMMMtMtW
Bréf 09 fyrirspurnír
Stúlka við síma- og póst-
afgreiðslu á lítilli 1. flokks
B-stöð, svarar bréfi frá Síma-
blaðinu.
18. gr.
Kjaradómur aflar sér af sjálfsdáðum nauðsynlegra
gagna og upplýsinga, og er honum rétt að krefjast
skýrslna, munlegra og skriflegra af einstökum mönnum
og embættismönnum.
19. gr.
Kjaradómur getur kvatt sérfróða menn til starfa í
þágu dómsins og ráðuneytis um úrlausn mála.
20. gr.
Kjaradómur skal við úrlausnir sína m. a. hafa hlið-
sjón af:
1. Kjörum launþega, er vinna við sambærileg störf
hjá öðrum en ríkinu.
2. Kröfum, sem gerðar eru .til menntunar, ábyrgðar
og sérhæfni starfsmanna.
3. Afkomuhorfum þjóðarbúsins.
Því miður held ég að til-
lögur frá mér um afstöðu
okkar til F.Í.S. verði ekki
að miklu liði. Ég játa að
við starfsstúlkur á 1. flokks
B-stöðvum höfum látið okk-
ur litlu skipta kjaramál
okkar, og daufheyrst við
áskorunum í Símablaðinu
um að láta heyra til okkar.
Ég þori þó að segja, að við
erum þakklátar F.Í.S fyrir
þau afskipti, sem það hefur
haft af þessum málum, og
treystum á framhald á því.
Það er ákaflega örðugt fyrir
Frh. á bls. 32.
5IMABLAÐIO