Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 16
Vi&tal um gamla daga
Það var síðastliðið haust að ég kom inn
á Hressingarskálann. Að venju var þar
margt um manninn, svo öll borð virtust
setin. Þó fann ég loks borð í vesturálm-
unni, sem aðeins einn maður sat við. Ég
fór þangað, yrti á manninn og spurði hvort
ég mætti setjast við borðið og drekka
kaffi. Maðurinn leit þá upp, en hann hafði
verið að lesa Mogga og hella í sig lútsterku
molakaffi, og sá ég þá að þetta var Árni
í Eyjum, gamall starfsfélagi og fjögratuga
ára símritari í Eyjunum. Hann var nú all
hress að sjá eftir sjúkrahúslegu og all-langt
heilsuleysi. Eftir að við höfðum heilsast
og ég kominn í sæti mitt við borð, hóf-
ust viðræður okkar, sem snerust brátt að
starfinu er við höfðum lengi unnið við hjá
L. í., ég í Reykjavík, en hann að mestu
óslitið í Eyjum.
„Áttir þú ekki 40 ára starfsafmæli í vet-
ur um leið og þú varst sextugur?“ spurði
ég.
„Jú, ég átti það. Ég var skipaður 1. febr.
1921 símritari í Eyjum. Annars byrjaði ég
á símstöðinni þar 23. sept. 1919. Fyrst var
ég ekki í þjónustu Landssímans, heldur
símastijórans, A. L. Petersen, sem lagði til
starfsfólk símastöðvarinnar. En 1. ág. 1920
var ég tekinn til náms af L. í. og skipaður
1. febr. 1921.“
„Var nokkur skóli í þann tíð fyrir sím-
ritara?“
„Jú, svo mun hafa verið, en þó á byrj-
unarstigi. En utan Reykjavíkur varð mað-
ur að vinna sig upp í starfinu. Það var
gamla lagið. Ég var fyrst á skrifstofunni
hjá Petersen, en síðan tók hann til að
kenna mér að senda á morselykilinn og
troða í mig stafrófinu. Síðar var ég svo
látinn gera einhverjar teikningar. Þær voru
sendar suður og fjallaði Friðbjörn Aðal-
steinson o. fl. um þær og sendu til baka
með leiðréttingum, ef þær voru ekki rétt-
ar. Eftir að símritaraskóli var starfræktur
hafði ég engan tíma til þess að sinna hon-
um, vegna starfseminnar við stöðina heima.
Skólaganga mín varð því engin. En þann-
ig var og um marga í þá daga. Þeir unnu
sig með starfstíma upp í jobbið.
„Hvernig var með kaupgreiðslu fyrst?
Hafðirðu mánaðarlaun eða árslaun?“
„Ég átti að vera kauplaus fyrstu 3 mán.
hjá Petersen, en þetta fór öðruvísi en á-
kveðið hafði verið. Ég fékk 35 kr. fyrir
fyrsta mánuðinn en svo 75 kr. eftir það.
Það þótti ágætt. Hefði þetta ekki orðið, var
ég nauðbeygður til þess að hætta við síma-
starfið og fara í fiskveiðistörfin t. d. beita
línu. Það voru fæst heimili þurrabúðar-
manna, sem höfðu efni á því að láta 15 til
18 ára stráka ganga í landi um hábjarg-
ræðistímann eða dúttla við störf, sem gáfu
lítið eða ekkert í aðra hönd. Nei, það urðu
allir að stunda sjó og fiskvinnu. Á þeirri
atvinnu byggðist lífsafkoma allflestra í
Eyjum.“
„Svo þú hefur fengið að halda áfram hjá
Petersen. Kenndi hann þér fyrst?“
„Já, hann kenndi mér stafrófið og að
meðhöndla telegraflykilinn, en síðari kona
hans, Guðný Magnúsdóttir ásamt frú
Magneu Þórðardóttur (síðar frú Jósefsson
alþm.) Þær voru sérlega fljótar í sendingu
og móttöku og þóttu góðir símritarar.“
„Tækin voru víst ekki margbreytt þá
í Eyjum?“
„Nei, það var nú eitthvað annað. Innan-
bæjarborð með 70 númerum og einni tal-
símalínu til meginlandsins og svo eitt
Morse-símritunaráhald. — Ég komst furðu
fljótt upp á lagið að senda en móttakan
var mín veika hlið, því ég var seinn að
skrifa og skrifaði illa.
„Já, þú sendir snemma mjög hart á lyk-
ilinn, hefur mér verið sagt.“
„Það var nú ekki mikill hraði móts við
SÍMABLAÐIO