Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 8
blöðum, svo ekki skal farið
langt út í það.
Opinberir starfsmenn setj-
ast nú við samningsborðið
sem jafnréttháir aðilar og
vinnuveitandinn. Að vísu
hafa þeir í þau tvö skipti,
sem launalögin hafa verið
endurskoðuð, átt fulltrúa við
þá endurskoðun, sem nokkur
áhrif hafa getað haft á það
starf. En lokaafgreiðsla hef-
ur verið í höndum Alþingis.
Nú er sú mikla breyting á
orðin að launalög eru úr sög-
unni, þröskuldurinn, sem
ekki hefur fengizt tjaslað
upp á nema tvisvar sinnum
á rúmum 40 árum.
Hér eftir er það tryggt, að
laun verða aldrei bundin til
lengri tíma en 2 ára. Fram-
vegis fjallar Alþingi ekki
um launamálin. Nú verður
um það aðeins átt við ríkis-
stjórnina hverju sinni, eftir
samningsleiðum. En þar með
hefur skapazt það viðhorf,
sem okkur opinberum starfs-
mönnum er bezt að horfast
strax í augu við. Það kunna
að vera ljón á veginum fram-
undan.
Að þessum málum verður
nú í fyrstu lotu unnið á þann
hátt af hálfu opinberra
starfsmanna, að hin ýmsu
félög gera tillögur um launa-
flokkunina frá sínum bæjar-
dyrum séð. Síðan tekur
kjararáð við þeim til sam-
ræmingar og samninga við
fulltrúa ríkisstjórnarinnar.
í félagi okkar, sem sam-
anstendur af mörgum deild-
um og mörgum óskyldum
starfshópum, verður unnið
að undirbúningi samninga
þannig, að félagsdeildirnar
gera tillögur hver fyrir sig
26
SÍMABLAÐIÐ
Lög uni kjarasamninga opinberra
starfsmanna
samþykkt á Álþingi 17. apríl 1962
1. KAFLI
1. gr.
Lög þessi taka til starfsmanna, sem skipaðir eru, sett-
ir eru eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkisstofnana eða
atvinnufyrirtækja ríkisins með föstum launum og minnst
þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda verði starf þeirra
talið aðalstarf.
Ákvæði laganna taka ekki til:
1. Ráðherra né hæstaréttardómara, sbr. þó 2. málsgr.
4. gr.
2. Iðnaðarmanna, sjómanna, verkafólks né starfsfólks
í iðjuverum, er um kaup þeirra og kjör fer eftir kjara-
samningum stéttarfélaga þeirra og vinnuveitenda, sbr.
lög nr. 80/1938. Ráðherra getur með reglugerð sett nán-
ari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
3. Bankastarfsmanna.
4. starfsmanna Alþingis.
2. gr.
Fjármálaráðherra fer með fyrirsvar ríkissjóðs, að því
er varðar kjarasamninga og aðrar ákvarðanir af hendi
ríkisvalds samkvæmt lögum þessum. Hann getur skipað
nefnd þriggja til fimm manna til að annast samninga
af sinni hendi.
3. gr.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja fer með fyrirsvar
ríkisstarfsmanna um kjarasamninga og aðrar ákvarðanir
af hendi starfsmanna samkvæmt lögum þessum.
Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja velur
fimm ríkisstarfsmenn í Kjararáð, sem fer með umboð
bandalagsins til samningagerðar. Þegar bandalagsstjórn
velur menn í Kjararáð skulu bæjarstarfsmenn víkja
sæti, en varamenn úr hópi ríkisstarfsmanna koma í
þeirra stað.
Ríkisstarfsmaður, er lög þessi taka til, sbr. 1. gr., á rétt
til að vera félagsmaður Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja eða félags innan vébanda þess eftir nánari reglum
í samþykktum bandalagsins.