Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 7
2. tbl. 1962 XLVII. árg. £ítnabta$tö ^atfhnincfAréttu? opinberra JtartfdinanHa viðurkenndur með lögum Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra fylgir frumvarpinu úr hlaði í Efrideild. Sá sögulegi atburður gerð- ist í efri deild Alþingis 11. apríl sl. að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og hafði fjár- málaráðherra framsögu í málinu daginn eftir. Frumvarpið sigldi hrað- byri gegnum þingið og var afgreitt sem lög frá Alþingi 17. apríl, enda var um það samkomulag milli ríkis- stjórnarinnar og stjórnar B.S.R.B Lög þessi eru árangur af langri baráttu opinberra starfmanna fyrir jafnrétti á við aðrar launastéttir, og fyrir því að numin verði úr gildi verkfallslögin frá 1915. Að vísu eru þau lög enn í gildi að nafninu til. Á flestum, ef ekki öllum þingum B.S R.B. hafa verið gerðar kröfur í þessa átt og fylgt eftir við þing og ríkis- stjórnir. Á þessu tímabili hafa setið að völdum ríkisstjórnir allra þeirra stjórnmálaflokka, sem skipt hafa máli í ísl. stjórn- málalífi og óteljandi sam- steypustjórnir. En kröfur Bandalagsþinganna hafa jafnan lent í pappírskörfunni hjá þeim. Segir það sína sögu um það rótgróna viðhorf til op- inberra starfsmanna, sem ríkt hefur hér á landi um langan aldur. Bitlingalýður hefur lengi klingt í eyrum þeirra, utan og innan sala Alþingi, þó þar hafi orðið mikil breyting á síðustu ára- tugina, einkum hinn síðasta. Breyting, sem sýndi vaxandi skilning hins opinbera á rétti ríkisstarfsmanna og birtist í setningu laga, reglugerða og ákvæðum um samvinnu þess- ara tveggja aðila í ýmsum kjaramálum. Hin nýju lög um kjara- samninga eru þar þó mesti og merkasti viðburðurinn, og er hann það ekki sízt fyrir þann vilja til samkomulags er ríkisstjórnin sýndi, og þá einkum fjármálaráðherrann, Gunnar Thoroddsen. Er þess því að vænta, að þær vonir sem opinberir starfsmenn binda við þessi lög, bregðist ekki. Samningsréttarlögin hafa þegar verið ítarlega skýrð í SIMABLAÐID

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.