Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 21
Framhald af bls. 35. ur víst ekki verið á marga fiska, því Sig- urður sendi mér nokkur vel valin „fínyrði“ ásamt óteljandi spurningarmerkjum og háðsmerkjum. Ég svaraði í sama tón en fékk ekkert svar, ekki einu sinni háðs- merki. Ég hafði þar með hlotið eldskírn- ina og sat við Morseáhaldið illa farinn eftir „trakteringar" SD. En þótt ég væri framlágur og „rotin- púrulegur“ eftir, þá var ég þó svolítið upp með mér. Fyrsta skeytið hafði ég tekið frá einum meistaranna í Rvík. Ég hét því þá, að senda einhvern tíma eins vel og rösk- lega og SD, OJ, SCH og fleiri, sem þá unnu við ritsímann í Rvík og launa þeim þótt síðar væri lömbin grá með hraðri send- ingu. Það sat nú reyndar við orðin tóm. Að vísu gat ég sent mjög greitt er tímar liðu, en aldrei svo að þeir tækju ekki við- stöðulaust á móti Þeir voru alveg eins og vélar þessir menn í sendingu og móttöku, sannkallaðir karlar í krapinu, enda var ég oft lafhræddur þegar þeir komu á móti VM. Afgreiðsluhraði þeirra var svo mikill, að mann snarsvimaði við tilhugsunina um það, að eiga að afgreiða móti þeim. Margir voru aðrir ágætir afgreiðslumenn á rit- símanum um þetta leyti svo sem Magnús Richardsson, Ottó Jónsson, Ragna Jónsdótt- ir, Daníel Kr. Oddsson, Sig. Jónasson o fl. t d. stúlka, sem mig minnir að héti Sigrún o. fl. Ó já, vinur sæll. Það er margs að minn- ast frá þessum fyrstu árum, margra at- burða, sem væru ef til vill skemmtilegir að rifja upp og skrifa niður, en ekki held ég samt að ég leggi út á þá braut.“------ Framh. í næsta blaði. Sett ♦ ♦ Ólafur Árnason slmritari hefur verið skipaður varð- stjóri við ritsímann í Reykja- vík frá 1. marz 1962. Ólafur er fæddur 8. apríl 1901. Hann byrjaði að vinna hjá Lands- sírnanum í R. 1916 sem send- úl og innheimtumaður, og síð- aðstoðarmaður við skeyta- útsendingar. Jafnframt lærði hann símritun og var skipað- Ur simritari 1. júni 1924. Hann ^ Skipað ^ var um margra ára skeið simritari á Isafirði, en frá 1. nóv. 1941 hefur hann starfað við ritsímann í Rvík. * * Magnús Eyjólfsson hefur verið settur stöðvarstjóri pósts og síma í Hafnarfirði frá 1. janúar s.l. Margar stöður hafa verið auglýstar lausar undanfarið, 4 4 Auglýst má þar nefna stöðu síma- og póstafgreiðslumanns á Hólmavík og Hnífsdal. Hef- ur Símablaðið hlerað að búið sé að ákveða hverjir hljóta þær stöður. — Þá hafa verið auglýstar fulltrúa- og bókara- stöður „einhvers staðar milli himins og jarðar“, eins og haft er á orði í stofnuninni. Ein auglýsing um stöðu hefur þó vakið mesta athygli og forvitni — og ýmsir gert að gamanmálum um festu í stjórn stofnunarinnar. En það er staða símvirkjaverk- stjóra í Hafnarfirði, eða staða Magnúsar Eyjólfssonar. En hún er vitanlega hans staða enn, — og ekki til ráðstöf- unar, — þar sem gleymzt hefur að skipa hann í póst- og símastjórastöðuna. SIMA0LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.