Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 23

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 23
í sambandi við aðdraganda að þeim framkvæmdum, sem nú standa yfir er rétt að minnast fréttar frá póst og símamála- stjórn í Morgunblaðinu 19. maí 1960 (fyrir 2 árum) en þar stendur: Snemma á þessu ári var tekin ákvörðun um að endurnýja gömlu símstöðvarnar í Vestmannaeyjum og Akranesi með sjálfvirkum stöðvum fyr- ir 1400 nr. á hvorum stað, svo og að koma á sjálfvirku sambandi þaðan við Reykja- vík. Þetta getur þó ekki orðið fyrr en 1962 vegna langs afhendingarfrests á efn- inu til þessarar framkvæmdar. Fræðslu og kynningarnefnd 5. deildar F.I.S. telur að af þessum fundi megi vænta mikils árangurs til leiðréttinga á þeirri stefnu sem tekin hefur verið hér í atvinnu- málum okkar símvirkja. Allar þær ábend- ingar sem þarna komu fram eru ábyggi- lega þess virði fyrir póst og símamála- stjórn, að þeim sé gaumur gefinn. Allir vita að þróun í öllum tæknimálum er mjög ör nú á tímum, og sá, sem nokkuð slakar á að fylgjast með á því sviði, missir af strætisvagninum og dregst aftur úr sinni samtíð. Okkur er það ánægjuefni að heyra vel- vilja póst og símamálastjóra í okkar garð, eins og t. d. í sambandi við tæknibókasafn, og að við tæknimenn værum of lágt laun- aðir. En hér þarf meira til en orðin tóm. Stofn- uninni er fyrir beztu að ala upp það öfluga stétt tæknimanna, að hægt sé að bera fullt traust til þeirra. Von okkar er að fundur þessi hafi vakið athygli stjórnenda Landssímans á því að það er mikils virði að hafa á að skipa nægum tæknimönnum. Fram- kvæmdaleysi stjórnenda símans í þeim málum er okkur snertir er óafsakanlegt. Má þar nefna tómlæti það, sem núverandi símvirkjanemar hafa mætt varðandi náms- samninga sína. Öllum er ljóst, að undirstaða góðs rekst- urs stofnunarinnar eru góðir starfsmenn, en það eru þeir því aðeins, að þeir séu ánægðir. Kynningarnefndin. Aðalfundur og kosningar Aðalfundur F.Í.S. var haldinn dagana 25. janúar og 5. apríl 1962, en milli þeirra fóru fram kosningar í félagsráð og deildar- stjórnir, eins og lög gera ráð fyrir. Fyrri hluti: í síðasta blaði er birt skýrsla formanns á fyrrihluta aðalfundar. Á honum voru lagðar fram tillögur fé- lagsráðs, og nokkrar tillögur frá félags- mönnum og teknar til umræðu og atkvæða- greiðslu á síðari aðalfundi. Samþykkt var eftirfarandi ályktun Aðalfundur F.Í.S. mótmælir eindregið þeim hætti sem tekinn hefur verið upp hjá Landsíma íslands, að erlendir menn séu látnir vinna störf sem íslenzkir starfs- menn geta leyst af hendi og skorar á póst og símamálastjórnina að sjá um að á þessu verði breyting í framtíðinni, jafnframt skorar fundurinn á póst og símamálastjór- ina að stuðla að aukinni þekkingu íslenzkra símamanna á nýjungum í störfum þeirra með námskeiðum og utanlandsferðum. Hér á eftir fara úrslit kosninga í Félags- ráð og deildarstjórnir: Félagsráð: Deildir utan Reykjavíkur: Agnar Stefánsson Guðlaugur Guðjónsson Inga Jóhannesdóttir Jón Kárason Ólafur Hannesson Til vara: Lára Lárusdóttir Helga Ágústsdóttir Áslaug Símonardóttir Helgi Hallsson Deild símastjóra á 1. fl. B stöðvum: SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.