Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 22

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 22
Fundur um erl. vinnuafl Fimmtudaginn 12. apríl síðastliðinn var haldinn umræðufundur um erlent vinnu- afl hjá Landssíma íslands, á vegum fræðslu- og kynningarnefndar 5. deildar F.S.f. Öllu símafólki var heimil þátttaka, og var póst og símamálastjórn boðin sérstak- lega. Fundurinn var fjölmennur og voru um- ræður mjög fjörlegar, og var ekki annað að heyra en að fundarmenn hafi verið mjög ánægðir með fundinn, vegna þeirra sjónarmiða, sem þar komu fram. Frummælandi var Sverrir Skarphéðins- son, og flutti hann sköruglega og kjarn- mikla framsöguræðu. Rakti hann fram- kvæmdir við uppsetningu sjálfvirkra sím- stöðva hér á landi, frá upphafi til þessa dags. Upplýstist þar, að þegar hefja átti fram- kvæmdir var talið eðlilegt, að leitað væri tilboða í verkið, þar sem hér var um al- gjöra nýjung að ræða hérlendis. Allhörð samkeppni varð um verk þetta á meðal margra erlendra stórfyrirtækja. Þegar lokið hafði verið við fyrstu fram- kvæmdir, en þær voru 4000 númera stöð í Reykjavík og 300 númera stöð í Hafnar- firði, tóku íslendingar við þessum stöðvum. Allt viðhald og rekstur var síðan unnið af íslendingum, og síðar þegar aukið var við þessar stöðvar og einnig sett upp stöð á Akureyri, var það framkvæmt af íslend- ingum. Þannig voru íslendingar sér nógir fram til ársins 1956, en þá hófst hinn ó- æskilegi innflutningur á erlendu vinnuafli. Er nú svo komið að ekki má setja upp hina minnstu aukningu á sjálfvirku kerfi án erlendrar vinnu. Átaldi framsögumaður harðlega þessa þróun, og færði rök fyrir því, að hér á landi væru tök á nægu vinnuafli ef stjórn SÍMABLAÐIÐ símans hefði vilja á því að þessi verk væru unnin eingöngu af íslendingum. Einnig ádeildi hann harðlega það sinnu- leysi, sem stjórn símans sýndi símvirkjum í öllu er við kemur tæknilegum fram- förum, sem eiga sér stað á þessu sviði, og sagði að stofnanir sem bókstaflega byggð- ust á ört þróandi tækni eins og Landssími íslands, ættu að keppast við að mennta og þjálfa sína starfsmenn, og ættu engir að skilja það betur en verkfræðingar. Einnig taldi hann erlenda vinnuaflið óeðlilegt vegna hins gífurlega kostnaðar, sem greiðist af almannafé. Ennfremur varaði hann við þeirri hættu, sem stafar af erlendu vinnuafli, og sagðist vona að stjórn stofnunarinnar opnaði aug- un og virti fyrir sér þá hættu, sem stafar af erlenda vinnuaflinu. Að lokinni framsöguræðu talaði Gunn- laugur Briem póst og símamálastjóri. Sagði hann að nú stæðu yfir miklar fram- kvæmdir og lagði áherzlu á að í dag vant- aði 40—60 símvirkja, vegna þeirra. Af þessum ástæðum væri erlenda aflið nauð- synlegt, og það í enn ríkari mæli en nú þegar væri orðið. Ekki var hægt að mennta nægilega marga símvirkja fyrir þessar framkvæmdir vegna kennaraskorts, og of lítils tíma, en framkvæmdirnar báru svo brátt að, að ekki var vitað um þær þrem árum fyrr. Aðrir sem tóku til máls voru: Ágúst Geirsson, Ólafur Örnólfsson, Hörður Bjarnason, Friðrik Lindberg, Úlvar Teits- son, Leó Ingólfsson og Jón Kárason. Þessir ræðumenn voru allir á einu máli um það, að erlent vinnuafl væri ónauðsyn- legt og í alla staði óæskilegt og færðu sterk rök fyrir því. Um skort á íslenzkum símvirkjum er engan um að saka nema stjórn stofnun- arinnar, sem ekki hefur tryggt næga inn- lenda starfsmenn í samræmi við fram- kvæmdir. Alkunna er, að tveggja ára afgreiðslu- frestur er á símstöðvaefni frá verksmiðj- unni, fyrir utan undirbúning hérlendis, sem vafalaust er minnst eitt ár, en það er nægur tími til símvirkjanáms, sem er 3 ár-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.