Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 18
^JJelgX ^JJaí láóon práMauót óer um fjáttinn Fyrir stuttu gaf að líta í einu dagblaði höfuðstaðar- ins hugleiðingar um tækni- vísindin á komandi árum. Þar kenndi margra grasa, eins og jafnan þegar menn láta gamminn geysa fram í það ókomna. Blað þetta spáði því, að þeir tímar myndu koma, að þeir sem hygðu á ferðalög, þyrftu að- eins að ganga inn á næstu símastöð, þaðan gætu þeir fengið sig flutta; á öldum ljósvakans, hvert sem þeir óskuðu. Ekki skal gert lítið úr þess- um spádómi og það sér í lagi, þegar haft er í huga, hve tiltölulega stutt er síð- an tækninýjungar, hver ann- ari mikilvægari, hafa komið fram á sjónarsviðið, nýjung- ar, sem við teljum í dag harla hversdagslegar. Talsíminn þótti t. d. mikið undratæki á sínum tíma, í dag lítum við á hann sem frekar hversdagslegan, en mjög nauðsynlegan hlut. Sjálfvirkt símakerfi spanar sig senn um landið allt, við getum talað truflanalaust við aðrar heimsálfur, á hvaða tíma sólarhringsins sem er og þessa dagana er verið að auglýsa telex-þjón- ustu við útlönd. Allt þetta mun í framtíðinni falla í skugga af nýjum tæknileg- um afrekum, þá mun ef til vill sjónsíminn koma til sög- unnar og gefst þá íslenzkum húsmæðrum kostur á að sjá hvað fisksalinn hefur á boð- stólum, áður en hún fær sent heim í matinn. Símakerfin verða fullkomnari með hverju árinu sem líður, að því er unnið á stórum rann- sóknarstofum víða um heim. í Morris lllionis í Banda- ríkjunum, sem er 8000 manna bær, hafa Bell rann- sóknarstofurnar t. d. sett upp til prufu, nýtt sjálfvirkt símakerfi. Það er gert ráð fyrir að kerfi þetta, sem á eftir að valda byltingu í amerískum símamálum, verði almennt tekið í notk- un í Bandaríkjunum árið 1965. Kerfi þetta vinnur 1000 sinnum hraðar, en nú- verandi kerfi. Það saman- stendur af 12000 transsitor- um, sem magna straumpuls- ana í gegn um fjölda „Minia- ture“ tækja, er innihalda 105000 dióður og 23000 neon- lampa sem sýna gulleitt ljós, þegar þeir gefa símasam- band, sem tekur aðeins nokkra milljónustu hluta úr sekúndu. Kerfi þetta getur sjálft prófað allar rásir sín- ar og jafnframt gert við margar bilanir, sem á því verða. Ef bilun er það mikil, að kerfið getur ekki gert við hana sjálft, þá fjarritar það á hjálp og gefur til kynna hvar bilunin sé og gefur jafnframt upp dagsetningu og tíma, þegar bilunin átti sér stað. Þá eru og miklar framfar- ir á sviði útvarpstækninnar. Smíðað hefur verið útvarps- tæki, sem mun í framtíð- inni vera hægt að bera í eyranu. Tæki þetta, sem Westinghouse Electric Corp., hefur látið smíða, saman- stendur af 6 litlum silicone- þynnum, hver þynna er að flatarmáli á stærð við 25 eyr- ing, þó aðeins 14 hans að þykkt. í þessu tæki eru engir lampar, transsitorar, né aðr- ir hlutir, sem eru í öllum venjulegum tækjum, þó er hægt að stilla tæki þetta inn á hverja þá útvarpsstöð sem er á bylgjulengd þess. Tæki þetta mun án efa verða kærkomið öllum þeim fjölda manna, sem við sjáum dag- lega, á hinum ótrúlegustu stöðum, með glamrandi ferðatæki sér við hlið, eða jafnvel í vasanum. Hefur sala á litlum ferðatækjum aukist mjög hin síðari ár. Sálfræðingar hafa ekki verið lengi að koma með skýringu á þessu fyrirbæri. Þeir segja að þörfin fyrir dillandi hljómtaktinn eigi sér djúp- ar rætur hjá okkur mönn- unum, eða allt frá því er við vorum í móðurkviði og heyrðum sííellt harmónisk- an samhljóm, sem myndaðist af hjartslætti móðurinnar, SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.