Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 14
landi, að Alþingi skuli ekki hafa eygt þá hættu, sem er í því fólgin, að veita svo áhrifaríka stöðu ævilangt (eða til 70 ára aldurs) með lögvernduðu einræði. Ég vil í þessu sambandi benda á ályktun, sem sam- þykkt var á landsfundi síma- manna á Akureyri 1955: „Landsfundurinn skorar á ríkisstjórn og Alþingi, að taka til athugunar hvort ekki sé ástæða til að hafa þá skipan á um stöðu land- símastjóra, að hún sé veitt um visst árabil, með líkum hætti og gert er í Noregi og Svíþjóð, 5 til 7 ár. Vill fund- urinn í því sambandi benda á það óeðlilega vald, sem slík staða veitir þeim, er hana skipar um langt ára- bil.“ Á því er ekki nokkur vafi, að ef forstjóri L. í. væri skipaður í stöðuna í t. d. 5 ár í einu, myndi hann rækja starf sitt betur, bæði gagn- vart starfsfólki og viðskipta- vinum, því annars ætti hann á hættu að verða ekki endur- skipaður. Hvað viðvíkur til- litssemi til starfsfólks verð- ur forstjórinn fyrst ogfremst að hafa það hugfast að stofn- unin og starfsfólkið er eitt og hið sama, en það er aftur á móti ekki óeðlilegt, þótt ekki sé hægt að samræma öll sjónarmið, því ágreining- ur er mannlegur. En ef for- stjórinn er hneigður til ein- ræðiskenndar og tekur ekk- ert tillit til þess, sem sam- tök fólksins segja, eða nánir samstarfsmenn hans, þá álít ég, að hætta sé á ferðum. Að vísu er til ráð hjá síma- Frh. á bls. 33. 2. Önnur ákvæði í lögum um kjaraatriði, er lög þessi taka til, sbr. 1. og 5. gr. Ákvæði til bráðabirgða. Nú verða almennar og verulegar kauphækkanir, þar til kjaraákvæði samkvæmt lögum þessum koma til fram- kvæmda, og getur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja þá krafizt launahækkunar ríkisstarfsmanna í heild. Náist ekki samkomulag aðilja innan mánaðar frá kröfugerð, fer um meðferð máls eftir ákvæðum III. og IV kafla laga þessara að öðru en því, að samningur eða dómur Kjara- dóms skal gilda frá þeim tíma, sem um semst eða Kjara- dómur ákveður. Bréf - Frh. frá bls. 29. okkur að hafa nokkur bein samtök okkar í milli, og mér þykir leitt að heyra hve margar okkar standa enn utan við félagið. Það er kannski eðlileg afleiðing af því, að svo margar stúlkur koma og fara, en verða ekki rótgrónar í starfinu. Þó er sá hópur, sem er árum saman í þjónustu Landssímans það stór, að tímabært er að ein- hver samtök séu með þeim. Þá held ég að ekki komi annað til greina en einhver fjórðungssamtök sem félags- deild. En við treystum á for- ystu F.Í.S. Póst- og símatsj. á 1. fl. B. spyr: Vill Símablaðið gefa mér og öðrum símastjórum upp- lýsingar um rétt okkar til lána úr Lánasjóði, og helst birta lög hans. Það var gaman að lesa um það í síðasta blaði hvernig hann varð til, — og það átak eykur traust okkar til félags- samtakanna. Eins er um fleiri sjóði. Við höfum nokkra þekkingu á hlut- verki þeirra gegnum ýms skrif í Símablaðinu, — en vitum lítið um rétt okkar. Gæti félagið ekki fjöl- ritað nánari upplýsingar um þessa sjóði og sent okkur? Síðustu óskinni er hér- með beint til félagsstjórnar- innar og ætti að vera fram- kvæmanlegt að verða við henni. Símastjórarnir á 1. flokks B-stöðvum, og félagsbundið starfsfólk þeirra á að sjálf- sögðu rétt til styrkja og lána úr sjóðunum, á við aðra. Til bráðabirgða skal það upp- lýst, að lánasjóðurinn veitir stutt (2ja mán.) skyndilán, 1000 krónur, og stærri lán gegn veði, allt að 15.000,00 kr. til 10 ára. Styrktarsjóðirnir veita að- stöðu vegna veikinda, jarðar- fara og ýmsra fjárhagslegra örðugleika. Til dæmis greiða þeir launamissi, vegna fjar- veru í veikindum að nokkru leyti. ★ SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.