Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 2

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 2
Sjálfvirk símastöft var opnuð á Akranesi 25. janúar s.l. Fyrir röskmn 3 árum fluttist starfsemi póst- og síma í nýtt hús og var efri hæð þess ákveðin fyrir sjálf- virka stöð, en fram að þeim tíma, er hún tæki til starfa, var innanbæjar og langlínu- afgreiðsla á þeirri hæð. Nú er hin sjálfvirka afgreiðsla tók við af þeirri handvirku, voru öll innanbæjarskipti- borðin, 5 að tölu með 800 númerum fullnotuð, en síð- an hefur notendxun nokkuð fjölgað. Auk innanbæjamot- enda eru yfir 100 sveitasíma- notendur, sem enn hafa handvirka afgreiðslu, sem ráðgert er að breyta í sjálf- virkt innan skamms tíma. Langlínu-afgreiðslan hafði 4 skiptiborð og var þarna sam- stæða 9 skiptiborða, og gat því orðið allmikill kliður, þegar allt var í fullum gangi. Sjálfvirka afgreiðslan hófst með því, kl. 15.30, að póst- og símamálastjóri, Gunnlaug- ur Briem, talaði við póst- og símamálaráðherra, Ingólf Jónsson. Um Ieið og klippt var á þræði, sem tengdir voru handvirku borðunum komust notendur í samband við hið sjálfvirka, og kliður vélanna jókst. í tilefni þessara tímamóta í símamálum Akraness, sem ber upp á hundrað ára af- mæli bæjarins, sem verzlun- arstaðar, var boðið bæjar- stjórn, blaðamönnum og fleiri gestum. Þorvaldur Jónsson verkfræðingur sýndi gestum vélaútbúnað og gaf ýmsar upplýsingar. Stöðin er byggð með 1400 númer- um, en stækkunarmöguleik- ar upp í 5000. Samtímis var tekin í notkun sjálfvirk inn- Fyrsta símtaliö. Gunnlaugur Briem talar viö Ingólf Jónsson ráöherra. anhúss símstöð í Sements- verksmiðjunni með 50 núm- erum. íbúar Akraness eru nú rösk 4 þúsund. Að Iokinni opnun stöðvar- innar var gestum boðið til kaffidrykkju að Hótel Akra- nes. Póst- og símamálastjóri flutti þar ræðu og skýrði frá viðhorfum í sjálfvirkni landssímans, en ásamt hon- um voru þarna mættir nokkrir af forráðamönnum landssímans í Reykjavík. Fleiri ræður voru þar flutt- ar, sem lýstu ánægju manna yfir þessum merka áfanga. Allar vélar hinnar sjálfvirku stöðvar, sem hér hafa verið settar upp, eru frá hinni þekktu verksmiðju L. M. Er- icsson í Svíþjóð. Við hand- virku stöðina unnu 24 stúlk- ur en fækka nú niður í 6. Vinna nú 15 manns við póst- og síma á Akranesi. Karl Helgason. ViS kaffiborðið eftir opnunina.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.