Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 15
MARÍA BJ ARN ADÓTTIR andaðist á Landakotsspítala 27. des sl. Hún var fædd á ísafirði 13. júní 1901, dótt- ir hjónanna Bjarna Kristjánssonar skip- stjóra og bæjarfulltrúa og Sigríðar Lúð- vígsdóttur. Föður sinn missti hún 3ja ára gömul, en hann drukknaði 7. janúar 1905. María ólst síðan upp með móður sinni, og bjó jafnan með henni, fyrst á ísafirði en síðan í Reykjavík. María var skipuð talsímakona á ísafirði 1. ágúst 1919, og frá 1. maí 1927 í Reykja- vík. Hún var skipuð kvensímritari 1. okt 1928, skrifari 2. fl- á skrifstofu ritsíma- stjórans 1. nóv. 1931, og skrifari 1. fl. 1. marz 1935. Að Maríu er mikil eftirsjón í hópi þeirra, er um áratugi hafa átt samleið með henni. Hún var persónuleiki, sem setti svip á stofnunina, hreinlynd og skapmikil, mátti ekki vamm sitt vita. En hún gerði um það sömu kröfu til annarra og átti enga samleið með þeim, sem ábóta vant var í þeim efnum. Þeir mörgu, sem áttu samleið með henni í þessari stofnun, kveðja hana með þökk fyrir hennar falslausu vináttu og dagfars- prúðu framkomu. SVEINN ÞORLÁKSSON 26. ágúst 1914 var opnuð landssímastöð í Vík í Mýrdal- Símastjóri var ráðinn Sveinn Þorláksson. Síðan hefur hann sitið þar við afgreiðsluborðið svo að segja dag- lega þar til hann andaðist, 92 ára að aldri, eftir næstum 50 ára starf í þjónustu lands- simans, þó ekki væri hann símastjóri síð- ustu árin, en við því starfi hafði dóttir hans tekið. Sveinn var fæddur að Þykkvabæ i Land- broti, 9. ágúst 1872. Foreldrar hans voru Þorlákur Sveinsson, bóndi þar og kona hans, Steinunn Þorsteinsdóttir. Frá 17 ára aldri vann hann fyrir sér, og stundaði þá sjómennsku og sveitastörf. Um aldamótin lauk hann prófi í skósmíði og stundaði hana samhliða öðrum störf- um æ síðan. Árið 1914, er landssímalína var lögð til Víkur, varð Sveinn símastjóri þar, og því stárfi gengdi hann fram yfir áttræðisaldur, — er dóttir hans tók við því. Kona Sveins var Guðrún Guðmunds- dóttir frá ytri Dalbæ, og lifir hún enn í hárri elli- Sveinn var þekktur langt út fyrir hérað sitt fyrir samvizkusemi í starfi sínu og öll- um viðskiptum. Hann taldi aldrei vinnu- stundirnar. Minningin um þennan ágætis mann mun lengi lifa austur þar. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.