Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 3
‘TOccrsi
^waklaðii
1. tbl. 1964
XLI\. árg.
Ritstjóri: A. G. Þormar - Medritstjóri: Ingólfur Einarsson - Auglýsingastjóri:
Júlíus Pálsson - Félagsprentsmidjan.
Vankantar á kjarasamningum
Nú er bráðum ár liðið síðan kjarasamn-
ingar starfsmanna ríkisins tóku gildi, með
úrskurði Gerðardóms.
Síðan hefur samstarfsnefnd unnið að
nánari flokkun einstaklinga og að því að
reyna að lagfæra hina miklu vankanta og
það misræmi í mörgum tilfellum, sem
kjaradómur skapaði. Að þessu hefur starf-
að fjöldi fólks, og mikil skriffinnska átt
sér stað.
Eftir um það bil eitt ár, hafa aðeins
örfá ágreiningsmál símastarfsfólks verið
afgreidd, og er það ef til vill eðlilegt, þar
sem að þessum málum vinnur fólk, sem
hlaðið er öðrum störfum og hefur ekki að-
stöðu eða þekkingu til að meta hin fjöl-
þættu störf, sem um þarf að ræða.
Árangurinn af þessu er sá, að fjöldi
manna og starfshópa er sáróánægður, því
ósamræmið er mjög áberandi, jafnvel inn-
an lítilla starfshópa, og þrátt fyrir greini-
lega starfslýsingu. Margir hafa því misst
trúna á þá meðferð sem lögin ráðgera,
og tekið málin í sínar eigin hendur, og
er það mjög áberandi, hvað einstaka fram-
hleypnir menn hafa getað bolað sér þann-
ig áfram.
Eitt áberandi dæmi um ósamræmi í
launaflokkun eru starfshópar eins og sím-
virkjar og símritarar, þeir eru flokkaðir
með réttindalausum kennurum, og varð-
stjórar símritara í Reykjavík eru flokkaðir
þannig, að þeir hafa minni laun en undir-
menn þeirra, og svona mætti lengi telja.
Allt þetta hefur skapað leiðinlegt and-
rúmsloft og raskar oft hefðbundnum hlut-
föllum.
Hér verður að gera breytingar á, til
þess að skapa tiltrú manna. Sennilega eru
þeir alltof margir, sem að þessum málum
vinna, og væri vænlegra til árangurs að
fækka þeim. Einnig er nauðsynlegt að
útiloka alla hlutdrægni og koma í veg
fyrir að einstakir menn geti haft áhrif á
störf þeirra, sem að þessum málum vinna.
Á þetta hefur áður verið bent hér i
blaðinu, og þá drepið á aðra skipan. Hefur
hið geysilega starf, sem lagt hefur verið í
kjarasamningana, og það misrétti og mis-
tök sem í þeim felast, styrkt þessa skoðun.
Hvort sem ákvæðum laganna yrði breytt
um kjararáð, kjaradóm og kjaranefnd, —
er óhjákvæmilegt að gera undirbúninginn
traustari, og byggðan á meiri reynslu og
þekkingu.
Verði haldið svo áfram sem nú horfir,
má gera ráð fyrir að stór félög, skipuð
fjölþættum staríshópum, kæri sig ekki
um, til lengdar, að kjör umbjóðenda þeirra
verði ákveðin og að þeim málum unnið á
þann hátt, sem lög nú gera ráð fyrir.
Einnig hefur verið á það bent hér í
blaðinu, að nauðsynlegt væri að stofna
sérstakt embætti hjá símanum, sem með
þessi mál hefði að gera, ásamt starfsmanna-
ráði, og styður hin dæmalausa afstaða
S ÍM AB LAÐIÐ