Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 11
Jón Valdimarsson: Fyrirtækið L. M. Ericsson Þegar farið var þess á leit við mig, að ég skrifaði fáeinar línur í Símablaðið um Svíþjóð, eða eitthvað í sambandi við dvöi mína þar, datt mér í hug, að ef til vill væri ekki úr vegi að segja frá fyrirtækinu L. M. Ericsson í Stokkhólmi, því varla er sá maður starfandi hjá Landssíma íslands, sem ekki hefur komizt í kynni við hluti frá L. M. E., að meira eða minna leyti. Lars Magnús Ericsson stofnaði fyrir tæki sitt árið 1876, en það ár sótti Ameríku- maðurinn Alexander G. Bell um einka- leyfi fyrir símatæki sínu. Lars Magnús frétti um þetta tæki Bells, og var þá þegar ákveðinn í að snúa sér að framleiðslu símatækja, þar sem hann sá þar framtíðarmöguleika. Fyrirtæki Lars Magnúsar var ekki stórt í sniðum í byrjun, lítil verksmiðjukompa mitt í Stokkhólmsborg, og starfsfólkið voru tveir menn, Lars Magnús og 12 ára dreng- ur. Fátæklega var þetta verkstæði búið tækj- um, aðeins einn fótstiginn rennibekkur auk nokkurra handverkfæra. Árið 1878 hafði Lars Magnus smíðað og formað sitt fyrsta símatæki, sem var mjög vel nothæft, og síðar eftirsótt. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að símatækið kom fram, hafði Lars Magnus svo mikið að gera við smíði slíkra tækja, að stærra húspláss var nauðsynlegt. Sex árum eftir að hann byrjaði, hafði framleiðslan aukizt svo að þá þurfti 50 menn til starfa á verkstæðinu. Árin liðu nú, og aðeins átta árum eftir stofnunina varð draumur Lars Magnusar að veruleika, en sá draumur var að vita fyrirtæki sitt í eigin húsnæði, og í því húsnæði starfaði síðan Hlutafélagið L. M. E. í 58 ár. Árið 1941 stóð tilbúin til notkunar nú- verandi verksmiðjubygging L. M. E., sú verksmiðja er staðsett í einu af úthverfum Stokkhólms, geysistór og tíguleg bygging. Nú í dag er L. M. E. eitt af stærstu fyrir- tækjum Svíþjóðar, og eitt með stærstu fyr- irtækjum sinnar tegundar í heiminum, t. d. rekur L. M. E. um 20 verksmiðjur víðs- vegar í Svíþjóð, auk þess sem fyrirtækið rekur verksmiðjur í 8 öðrum löndum, og' hefur umboðsmenn í 80 löndum i öllum heimsálfum. Aðal framleiðsluvörur L. M. E. eru sjálfvirkar og handvirkar símstöðvar, skiptiborð og símatæki. Eins má geta þess að L. M. E hefur fram- leitt sjálfvirkar símstöðvar fyrir 5 milljón línur. Mest þekktu L. M. E. sjálfvirku stöðvar eru þær með 500 lína veljurum, þær voru fyrst teknar í notkun árið 1923 og árið 1959 hafði verið framleitt af þess- um stöðvum kerfi fyrir 3 milljónir lína. Þetta 500 lína veljarakerfi hefur að mestu verið notað í hið sjálfvirka síma- kerfi Svíþjóðar auk margra annara landa. Það er véldrifið og stýrist af s. k. ráðum. Á síðustu árum hefur L. M. E. komið fram með sjálfvirkar stöðvar með s. k. koordinat veljara gerð- Prinsípið fyrir þessum stöðvum er nú eiginlega frá árinu 1918, en gafst ekki vel af ýmsum ástæðum, en nú hefur L. M. E. tekið upp þráðinn, þar sem frá var horfið þá, og fengið fram stöðvar, sem bera af, hvað snertir flýti, litlar truflanir, öryggi og auk þess lítið viðhald. Þessar stöðvar hafa náð mjög miklum vinsældum hjá hinum ýmsu viðskiptavin- um, m. a. Landssíma fslands. L. M. E. hefur sett upp og fengið pant- anir á Koordinatveljarastöðvum frá fjölda landa í öllum heimsálfum, og má geta þess, SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.