Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 17
Samuel Morse finnur upp ritsímann 1832, Alexander Grahm Bell gerir talsíma- sendingu mögulega með upp- íinningu sinni 1876. Gugliel- mo Marconi færir okkur út- varpið 1895 og árið 1901 brúar hann Atlantshafið með fyrstu firðritsímamerkj- unum og fyrsti ritsímasæ- strengurinn er lagður yfir Atlantshafið árið 1858. Árið 1927 var radíó-talsímaþjón- ustan milli Ameríku og Ev- rópu opnuð. Þó þetta radíó- talsamband kæmi að miklu gagni, þá hafði það sína ann- marka, sem aðallega voru vegna breytilegra hlustunar- skilyrða. Sú skoðun varð því ofan á, að sæsímastreng- ir væru heppilegri lausn á a’.þjóðatalsímaþjónustu. En þar var sá hængur á, að áð- ur en sú lausn á málunum væri möguleg, varð að að glíma við það tæknilega vandamál, að útbúa sæsíma- strengina með fjölmörgum neðansjávarmögnurum, sem yrðu að endast í um 20 ár án nokkurrar umhirðu. Þessu átaki var lyft og árið 1956 var sæsímastrengur lagður milli Newfoundlands og Skotlands. Jafnvel þó enn fleiri sæ- símastrengir hafi nú þegar verið lagðir milli álfanna, þá munu þeir ekki fullnægja því aukna álagi, sem búist er við næstu áratugina og má í því sambandi geta þess, að árið 1927 eru t. d. um 11.000 símtöl afgreidd milli Ameríku og Evrópu, en árið 1961 voru þau yfir 4 milljón- ir, sem þýðir um 20% aukn- ing á ári. Álagið mun vaxa jafnt og þétt, ný ríki eru mynduð, fólkinu fjölgar, verzlunar- hömlur eru afnumdar og milliríkjaverzlun vex í rík- um mæli. Alls staðar blasir við vaxandi þörf fyrir auk,- in fjarskiptasambönd, og tæknimenn láta því hendur standa framm úr ermum, og enn eru nýjar leiðir kannað- ar með áður óþekktum tækj- um. 10. júlí 1962 fór í fyrsta skipti fram símtal með til- stilli gervitungls. Gervítungl þetta, sem var Bandarískt og fékk nafnið Telestar, var 76.5 kg á þyngd og fór á 157.8 mínútum kringum jörð- ina. Til að hlusta á merki frá Telestar, hafði Telephone Company í Bandaríkjunum komið fyrir 380 tonna loft- neti í New England og sams konar loftnet var staðsett í Frakklandi. Þá voru mót- tökutæki staðsett í Goon- hill Down í Cornwall í Eng- landi, á sama stað og fyrsta Marconi ritsímamerkið ,,S“ var móttekið frá Bandaríkj- unum árið 1901. Bretar sjón- vörpuðu síðan beint frá stöð- inni Goonhilly Down og var það í fyrsta skipti, sem sjón- varpað hafði verið vestur yf- ir hafið. Tæknimenn þeir, sem unn- ið höfðu að þessum tilraun- ECHO. um í meira en 5 ár, voru mjög ánægðir með árangur- inn, sem sýndi m. a. að microbylgjur, (sem fara að- eins beina línu, en fyigjh ekki jarðkringlunni), var hægt að nota fyrir langar vegalengdir með hjálp tækja, sem bókstaflega „héngu“ í himingeymnum. En líklega voru þeir hrifnastir yfir því hve Telestar, sem var aðeins 88 cm í þvermál og saman- stóð af 1500 hlútum, vann snurðulaust. Hugmyndin um notkun gervitungla til fjarskipta er ekki ný af nálinni eða álíka gömul þeirri hugmynd tæknimanna að koma gervi- tungli á loft. En tæknimenn segja, að til að koma báðum þessum hugmyndum í fram- kvæmd í einu, hafi verið svipað og að krefjast þess, af þeim, sem fann upp hjól- ið, að hann kæmi jafnframt með fullgerða bifreið fram á sjónarsviðið. Þeir segja ennfremur, að það sé álíka að byggja fjarskiptagervi- tungl og að byggja nýja flug- vélategund, það taki 5—8 ár frá því teikningar séu gerðar, þar til verkinu er lokið. Eins og er, er aðallega tal- SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.