Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 18
að um tvær gerðir gervi-
tungla fyrir fjarskipti. í
fyrsta lagi, að láta gervitungl
endurkasta bylgjunum eins
og spegill ljósi, (PASSIVE-
gervitungl), eða láta gervi-
tungl vinna, sem litla radíó-
stöð, sem móttekur frá einni
stöð og sendir til annarra
stöðva (ACTIVErgervitungl)
eða eins og Telestar. Seinna
kemur til greina að láta eitt
gervitungl senda til annars
gervitungls og svo koll af
kolli.
Síðan 1958 hafa tækni-
menn verið að gera tilraunir
bæði með „PASSIVE“ og
,,ACTIVE“-gervitungl. M. a.
hefur verið reynt að nota
tunglið sem „PASSIVE-
gervitungl og það hefur tek-
izt, en þar sem það er í 800.
þús km fjarlægð frá jörðu
og fer hægt á sporbaug sín-
um, þá er það ekki talið
heppilegt fyrir stöðuga fjar-
skiptaþjónustu.
Aftur á móti reyndist
nokkuð vel tilraun, sem gerð
var með gervitunglinu ECHO
(Passive), sem var plastic-
belgur, 30 m. í þvermál, húð-
aður með aluminíum, og
settur á sporbaug í um 1600
m hæð. En gallinn við notk-
un slíkra gervitungla er sá,
að það þarf gífurlega sterk-
ar sendistöðvar og næmar
móttökustöðvar á jörðu niðri,
sem yrðu of dýrar í rekstri
fyrir almenna símaþjónustu.
Echo gat aðeins endurkastað
brcti af því merki, sem að
honum var beint, stundum
svo veiku, að það var aðeins
á færi risastórra loftneta að
greina slík merki.
Þó hin gervitunglategund-
in (,,Active“), svo sem Tele-
star, séu ákaflega margbrot-
in, þá þarfnast slík gervi-
tungl ekki eins margbrot-
inna tækja á jörðu niðri. En
orku slíkra gervitungla eru
takmörk sett, því núverandi
eldflaugar geta ekki borið
nema takmarkaða stærð
gervitungla. Neyðin kennir
naktri konu að spinna og
hér komu tæknimenn frá
símafélaginu Bell til hjálp-
ar, sem og svo oft áður. En
þar sem það var ekki í þeirra
verkahring að smíða kraft-
meiri eldflaug, þá snéru
þeir sér að því, að kanna
möguleika á að magna hið
veika merki, sem kom frá
Telestar og gera það heyr-
anlegt mannlegu eyra. Af
þeirri 2% watta orku, sem
send var á 4170 cm bylgju-
lengd til Telestar í 4800 km
fjarlægð kom aðeins einn
billjónasti úr watti til jarð-
ar aftur. Til að magna slíkt
merki þýðir ekki að nota
venjulega magnara, þar sem
suðu þeirra myndi yfirgnæfa
hið veika merki. Belltækni-
mennirnir leystu vandann
og fundu upp tæki, sem get-
ur magnað þessi veiku merki
alveg suðulaust og gert þau
heyranleg mannlegu eyra.
Tæki þetta samanstendur af
50 feta langri trekt, sem er
um 7m2 op í annan endann
og minnkar niður í örlítið op
í hinn endann. Við mjórri
endann er tengt eitt af furðu-
verkum nútímans á sviði
fjarskipta, þ. e. ruby-kryst-
all, sem nefndur er MASER
(Microwave amplification by
stimulated emmission of
radiation), sem hefur þann
eiginleika, að þegar hann er
kældur með helium í 269
gráður á Celcius, þá getur
hann magnað mjög veik
merki alveg suðulaust. Öll
fjarskiptagervitungl munu í
náinni framtíð nota þetta
undratæki.
Hæð gervitungls frá jörðu
er mjög þýðingarmikið at-
riði, því eins og áður er sagt,
þá fara microbylgjur ekki
nema sjónlínuna. Það er því
síður en svo auðvelt að koma
fjarskiptagervitunglum á
réttan sporbaug, þannig að
hægt sé að nota þau fyrir
fjarskipti við stöðvar beggja
megin Atlantshafsins. Og nú
er spurningin, hvaða hæð er
heppilegust. Því lægra sem
gervitunglið er, því fljótara
er það í kringum jörðu, sem
þýðir, að það mun fara fljótt
framhjá jarðstöðvunum og
ef fjarskiptaþjónustan á að
vera viðstöðulaus, þá þarf
mörg gervitungl svipuð Tele-
star. Tilraunir hafa leitt í
ljós, að ef sporbaugur í um
1600 km fjarlægð frá jörðu
er valinn, þá þarf um 400
gervitungl til að halda uppi
stanzlausri þjónustu fyrir
alla jörðina. En 40 gervi-
tungl þyrfti í um 8000 km
fjarlægð. Þegar litið er á, að
það kostar um 130—500
milljón króna að koma einu
gervitungli á loft, gefur að
skilja hvað það hefur mikla
þýðingu hvaða fjarlægð
verður fyrir valinu.
Þar sem það er augljóst
mál, að 400 gervitungl í lít-
illi fjarlægð myndi verða ó-
heyrilega dýrt, ef ekki óvið-
ráðanlegt verk, þá mætti á-
líta, að færri gervitungl í
meiri fjarlægð væri lausnin.
En dæmið sjálft er ekki svo
einfalt, og þar komum við að
S ÍM AB LAÐIÐ