Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 19

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 19
öðru vandamáli, sem við- kemur radíóbylgjunni. Á jörðu niðri eru fjarlægðir milli sendi- og móttökustöðv- anna það tiltölulega litlar, að tímamismunur á send- ingu og móttöku er lítið vandamál. En aftur á móti, þegar microbylgja er send nokkrar þúsundir km út í himinhvolfið og aftur til baka, þá fer senditíminn að verða eftirtektarverður. — Þetta þýðir, að með „synch- ronos“ gervitungl á spor- baug í 35700 km. fjarlægð frá jörðu, myndi verða 0.6 sek. tímamismunur á send- ingu og móttöku. Þetta myndi koma fram sem ,,echo“ í talsímaþjónustunni og gera hana erfiða viðfangs. Vegna þessa vandamáls með „echoið“, þá beinast tilraun- ir tæknimanna aðallega að styttri sporbaugum umhverf- is jörðu fyrir talsímaþjón- ustuna. Aftur á móti er 35.- 700 km hæðin talin ágæt fyr- ir t. d. sjónvarp og ritsíma. Gervitunglinu „Syncom“ var skotið á þennan spor- baug og var í ,,synchronous“ hreyfingu við jörðina, þar sem það fór í kringum hana á 24 klst. Það „stóð því kyrrt“ í loftinu og var því hægt með hjálp þess, að halda upp 24 klst. á sólar- hring margvíslegri fjar- skiptaþjónustu milli þriggja heimsálfa. Eitt af meginvandamálun- um í sambandi við fjar- skiptagervitungl er að við- halda orku þeirri, sem fer til að halda tækjum þeirra gangandi. Sólarrafhlöður, sem breyta sólarorku í raf- orku hafa að vísu viðhaldið orku gervitungla í mörg ár, gailinn er aðeins sá, að hver rafhlaða getur aðeins gefið mjög litla orku. Það þurfti því 3600 rafhlöður í Telestar, sem samanlagt gáfu þó að- eins 15 wött. Mikil áherzla mun því verða lögð á það, að finna betri orkugjafa fyrir fjar- skiptatunglin og tilraunir með atómorku hafa gefið góða raun. Tæknimenn segja að þegar orkuvandamálið sé leyst, þá verði ef til vill mögulegt að sjónvarpa beint til sjónvarpstækja inni á heimilum manna, hvar sem er í heiminum. Þá munu allt að því óteljandi talsímarásir verða handbærar fyrir al- menna talsímaþjónustu og ef til vill sjálfvirkt símasam- band um allan heim. Aukinn hraði mun verða á ritsíma- og myndaskeytum. Landa- kort, línurit og annað slíkt verður hægt að senda með miklum hraða um allar jarð- ir og rafeindaheilar í öllum álfum munu geta ,,talað“ sín á milli og miðlað hvor öðrum mikilvægum upplýs- ingum og niðurstöðum- Það mun taka sinn tíma að koma öllu þessu í fram- kvæmd og vegna hins mikla kostnaðar, mun um langan aldur aðeins vera á valdi stórþjóða, að taka þátt í slík- um tilraunum og koma upp hjá sér fjarskiptum sín á milli með hjálp gervitungla. Það er ekki reiknað með að fjarskiptagervitunglin ein geti annað hinni gífurlegu fjölgun símtala, sem álitið er að verði komin upp í um 500.000.000 árið 1980 úr 140.000.00 símtölum síðast- liðið ár. Þess vegna verða fleiri sæsímastrengir lagðir milli álfanna. Á þessu stigi málsins er fróðlegt, að rifja upp, að Alexander Graham Bell hóf fyrir rúmri öld síðan tilraun- ir sínar með hljóðið, fyrst og fremst til að hjálpa heyrn- arlausu fólki. Hinn áhuga- sami vísindamaður var að reyna að brúa það bil sem var á milli þeirra, sem heyrðu og þeirra, sem heyrðu ekki. Uppfinning hans brúaði ekki aðeins þetta bil heldur og svo mörg önnur. Ritsíminn, talsíminn og aðrar glæsilegar tækni- framfarir, útvarpið og sjón- varpið hafa spanað allar fjarlægðir á láð og legi, og nú síðast hringað sig um jarðkringluna með eldspú- andi eldflaugar sem „síma- staura.“ H. II. í gamla daga voru stundum allmiklar erjur á „lyklinum“ milli símritaranna á ritsíma- stöðvunum og létu menn þá ýmislegt „fjúka“. Á Seyðis- firði gekk einu sinni svo langt, að símritari þar kvaddi til stöðvarstjóra sinn, sem var danskur, og þýddi fyrir hann jafnóðum skammirnar sem á dundu frá Reykjavík. Hinir símritararnir, sem fylgdust með orðahnipping- unum, var skemmt þegar átti að fara að þýða yfir á dönsku þessa setningu: „Það vildi ég að þú sætir fastur á hlandkoppnum þínum í alla nótt.“

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.