Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 10
Vegna mikils ágreinings innan sam- bandsfélaganna, þótti kjararáði rétt að leita eftir yfirlýsingu frá félögum ríkis- starfsmanna um það, hvort stjórnir fé- laganna styddu tillögur kjararáðs sem samingsgrundvöll gagnvart ríkisstjórn- inni, í trausti þess að hinir fyrstu heild- arsamningar opinberra starfsmanna færi þeim verulegar kjarabætur. Framkvæmdastjórnin boðaði til fé- lagsfundar um málið. Sú skoðun var ríkjandi meðal fundarmanna, að þó fé- lögin væru ekki allskostar ánægð með tillögur kjararáðs, þá bæri að lýsa yfir stuðningi við þær. Því fengi kjararáð ekki traustsyfirlýsingu, væri hætta á að samningsréttinum yrði stefnt í voða. Eftirfarandi tillaga var svo samþykkt á fundinum: „Þrátt fyrir óánægju þá, sem ríkjandi er innan félagsins um ýmis atriði í til- lögum kjararáðs, samþykkir félagsráðs- fundur F.Í.S. haldinn 18/11 1962, með sérstakri hliðsjón af tilvitnuðum yfir- lýsingum kjararáðs í bréfi bandalags- stjórnar dagsett 17/11 1962, að lýsa yf- ir stuðningi við tillögurnar í megin at- riðum, sem samningsgrundvöll við samninganefnd ríkisins, í fullu trausti þess, að kjararáði megi takast með þess- um fyrstu samningum að ná þeim kjara- bótum er opinberir starfsmenn megi vel við una.“ Ég sé ekki ástæðu til að ræða þessi mál frekar að sinni. Allir hafa nú séð tillögur kjararáðs. Það er vitað, að óá- nægja er innan félagsins um hvernig til hefur tekizt um flokkunina. En sú óánægja er einnig til staðar hjá öðrum félögum og sízt minni. En eitt er víst, að kjararáð hefur lagt geysimikla vinnu í samningu tillagnanna og hefur örugg- lega reynt að gera sem því var frekast unnt til að koma til móts við óskir fé- laganna. Við skulum gera okkur það al- veg ljóst, að kjararáði var mikill vandi á höndum, og naumast er þess að vænta, að hægt sé að gera launaflokkun þann- ig, að allir séu ánægðir, því margt getur orkað tvímælis um hvernig flokka skuli Ég vil þakka kjararáði fyrir störf þess, og alveg sérstaklega vil ég þakka Ingu Jóhannesdóttur fyrir hennar mikla starf í þágu félagsins í þessum málum, hún hefur sannarlega ekki legið á liði sínu. Einnig vil ég þakka Baldvin Jó- hannessyni fyrir hans störf, en hann er fulltrúi okkar í launamálanefnd, svo og vil ég þakka stjórn deildanna fyrir góða samvinnu. Þá verð ég að víkja nokkuð að störf- um framkvæmdastjórnarinnar í sam- bandi við önnur mál, sem borizt hafa til úrlausnar, en þau eru æði mörg. Það yrði of langt mál að fara að rekja þau hér nema að litlu leiti. Þess skal getið, að snemma á árinu barst framkvæmda- stjórninni bréf frá línuverkstjórum landssímans, þar sem þeir fóru þess á leit við framkvæmdastjórnina, að hún hlutaðist til um, að þeim yrði veitt nokk- ur launauppbót. Framkvæmdastjórnin sendi starfsmannaráði málaleitan þessa til umsagna. Ráðið mælti eindregið með henni til póst- og símamálastjóra. Einn- ig ræddi framkvæmdastjórnin við hann um málið. Póst- og símamálastjóri tók þessu vel og kvaðst skyldi leggja til við símamálaráðherra, að launauppbót yrði veitt. Málalok urðu þau, að allir skip- aðir línuverkstjórar hjá lands- og bæj- arsíma fengu nokkra launauppbót. Ýmsir aðrir leituðu og til fram- kvæmdastjórnarinnar um stuðning við beiðnir um launahækkanir. En öllum slíkum málaleitunum var vísað á bug með því fororði, að þar sem heildar- kjarasamningar stæðu nú fyrir dyrum, yrði ekki neinum launahækkunum sinnt að svo stöddu. Þess skal getið, að framkvæmdastjórn barst bréf frá póst- og símamálastjóra, þar sem óskað var eftir að félagið til- nefndi mann í nefnd, til að endurskoða starfsmannareglurnar. Tilnefndur var Guðlaugur Guðjónsson. Mér er ekki kunnugt um hvað endurskoðunin er langt á veg komin. Sæm. Símonarson. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.