Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 16
IJM LAIMDSFUIMD Framh. af bls. 14. bundið. Mér finnst það satt að segja ó- eðlilegt, að ekki skuli allt fólk, sem vinnur hjá símanum vera meðlimir í F.Í.S., því það hlýtur að vera þeirra stéttarfélag. Ég held, að það mætti fá flest af þessu fólki í félagið með því, að kynna því starf þess betur, lög þess og tilgang, og hvaða styrkur það getur verið þeim, því það eru ábyggilega mjög margir, sem ekki gera sér grein fyrir þessu. Þess vegna lagði nefnd utanbæj- armanna áherzlu á það, að sendir yrðu erindrekar út á land öðru hvoru til að kynna félagið og skýra frá því sem er að gerast innan vébanda þess, svo og lög og reglur stofnunarinnar. Eins og ég gat um í upphafi greinar minnar, var landsfundurinn haldinn dagana 11. til 13. okt. 1963. Eins og gef- ur að skilja liggur mikið fyrir svona fundi, og mikil vinna að undirbúningi hans. Enda eru fundir venjulega frá hádegi og langt fram eftir kvöldi. En svo eru nefndarfundirnir, sem eru á morgnana, og oft eftir að kvöldfundum er lokið. Því vildi ég stinga upp á, að landsfundur yrði einum degi lengur. Þá þyrfti ekki að hafa kvöldfundi a. m. k. ekki öll kvöld, en ég hygg, að flestir fulltrúar yrðu fegnir að losna við þá. En þýðing landsfundar fyrir félagssamtökin er ómetanleg, og spurs- mál, hvort vald hans ætti ekki að auka, og hvort ekki ætti að halda hann oftar. Ari Þorgilsson. Loranstöðin Reynisfjalli. EFTIRMÁLI. Nokkur undanfarin sumur hefur starfsfólk símans í Reykjavík farið í skemmtiferðalag, eins og t. d. síðastlið- ið sumar, þá fóru tveir hópar. Hefur póst- og símamálastjórnin sýnt þá rausn að greiða kostnaðinn, að minnsta kosti að miklu leyti. Tel ég forráðamönnum stofnunarinnar þetta til mikillar fyrir- myndar. En — væri ekki einnig rétt- látt að gefa starfsfólki úti á landi kost á að taka þátt í þessum ferðum, eða styrkja það til slíkra skemmtiferða? A. Þ. Helgi Hallsson: tfffi ýjarókipti Það eru engar áreiðanleg- ar heimildir fyrir hendi er sýna hvenær menn lærðu fjarskipti, en vafalaust hef- ur það verið þeim eins eðli- legt, að hafa fjarskipti sín í milli, eins og það var þeim eðlilegt, að gera sér grein fyrir, að þrumur og eldingar boðuðu óveður. Fjarskipti jók manninum þekkingu og víkkaði sjóndeildarhring hans. Hann gat skynjað merki um hjálparbeiðni, eða merki, sem vísuðu villtum til vegar. Því meiri sem fjar- lægðin var, eða því lengra, sem merkin gátu sézt, eða heyrzt, því meiri þýðingu höfðu þau jafnan. Hin marg- víslegustu tæki voru not- uð til þessara fjarskipta, trumbur, fallbyssur, reyk- merki, glampar af speglum, blysleiftur o. fl. En þar til á 19. öld var boðberinn há- punktur allra fjarskipta, hvort sem hann var fótgang- andi, ríðandi eða siglandi, því eins og fjarskiptunum var háttað, þá takmörkuð- ust þau við hvað mannleg augu eða eyru gátu greint. Þegar hér var komið sögu, verður mikil breyting á. Tæknin riður sér til rúms og dregur boðberann uppi. Snjallir uppfinningamenn koma fram á sjónarsviðið. S ÍM AB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.