Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 9

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 9
samningsréttinn eitt af þeim málum, sem síðast voru afgreidd frá Alþingi vor- ið 1962, en hinsvegar kveðið svo á um, að kjarasamningar skyldu taka gildi fyrsta júlí á þessu ári. Þurfti því að hafa hraðann á um allt undirbúnings- starf, óhemju vinna var framundan. Stjórn B.S.R.B. lagði áherzlu á að félögin hefðust þegar handa um tillögu- gerð og launaflokkun hvert innan sinna vébanda. Framkvæmdastjórn F.Í.S. boð- aði þegar til félagsráðsfundar, þar sem hún lagði fram eftirfarandi tillögu: „Stjórn F.Í.S. leggur til, að nú þegar verði hafið undirbúningsstarf að gerð kjarasamninga fyrir starfsfólkið. Telur stjórnin heppilegast, að sú leið verði farin, að byrjað sé á því að hver deild kjósi nefnd, sem vinni að eftirfarandi: í fyrsta lagi að flokka saman þá starfs- hópa, sem samstöðu eiga, í öðru lagi að tilgreina hvers krafist er í sambandi við menntun, sérmenntun, faglega þekk- ingu og þess háttar. Einnig um mögu- leika á hækkunarstöðum, þar sem um sérþekkingu í starfi er að ræða. Stjórn- in vill leggja áherzlu á, að þetta sé vel unnið og skipulega, því gera má fast- lega ráð fyrir að það verði grundvöllur, sem byggt verður á, eða að minnsta kosti hafður til hliðsjónar. Þessar nefnd- ir skulu hafa lokið störfum fyrir fimm- tánda maí.“ Einnig Var á sama fundi samþykkt svohljóðandi tillaga: „Stjórnin óskar eftir heimild félags- ráðs til að skipa nefnd eða nefndir eftir því sem þurfa þykir vegna hinna nýju kjarasamninga, sem framundan eru.“ Lengri tími fór í þessa vinnu hjá deild- unum en ætlast var til. Frá sumum bárust mjög greinargóðar upplýsingar og tillögur, en frá öðrum aftur lakari. I samræmi við þær upplýsingar, sem komu frá deildunum, vann fram- kvæmdastjórnin að tillögum um launa- flokkun og hafði um það fullkomið sam- starf við deildarstjórnirnar. Einnig sneri framkvæmdastjórnin sér til Póst- og símamálastjóra og ræddi við hann um hugsanlega samvinnu varðandf ým- is atriði er að flokkuninni laut, þar á meðal um ný starfsheiti, sem eðlilegt væri að tekin yrðu upp í kjarasamning- ana. Þær viðræður voru árangurslaus- ar. Tillögur voru svo sendar kjararáði ásamt starfslýsingum. Kjararáð vann síðan úr tillögum félaganna og undir- bjó heildarröðun í launaflokka. Er ráð- ið hafði lokið því, voru tillögurnar send- ar félögunum til umsagna, sem algjört trúnaðarmál. Það kom í ljós, að tillög- um F.Í.S. hafði verið allmikið breytt í meðferð kjararáðs, í mörgum tilfellum til hækkunar, í öðrum til lækkunar. Það vakti þegar eftirtekt, að nokkurs ósamræmis gætti hjá kjararáði um flokkun í starfshópa. T. d. voru menn við hliðstæð störf flokkaðir misjafnlega, og ýmsir vankantar virtust vera á til- lögunum. Vakti það að vonum óánægju. Framkvæmdastjórnin kallaði þegar saman félagsráðsfund, þar sem tillog- urnar voru ræddar. Voru þær mjög gagnrýndar á fundinum. Ákveðið var, að gera þegar breytingatillögur við til- lögur kjararáðs. Framkvæmdastjórnin og fulltrúar frá deildunum unnu svo að því að semja breytingartillögurnar ásamt nýjum starfslýsingum, þar sem þurfa þótti. Gerður var samanburður á flokkun hjá öðrum stofnunum, þar sem um sambærileg störf var að ræða, en misræmis gætti. Breytingartillögur þessar voru í nýtján liðum. Það skal tek- ið fram að kjararáð tók nokkrar af til- lögum þessum til greina, en þó ekki sem skyldi. Það yrði of langt mál að rekja allan þann málavafstur, fundarhöld og bréfa- skriftir, sem áttu sér stað í þessu sam- bandi. En óhætt er að fullyrða, að fram- kvæmdastjórn, deildarstjórnir og full- trúi okkar í kjararáði lágu ekki á liði sínu um að knýja fram lagfæringar á flokkuninni. Þess skal getið, að fram- kvæmdastjórn og fulltrúar frá deildun- um mættu á fundi hjá kjararáði, þar sem þessi mál voru rædd og skírð. 5 í MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.