Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 13
Guðmundur Jóhannesson: HVERS EIGA ÞEIR AR GJALRA? Upp úr síðustu heimsstyrjöld, þegar til- vera einstaklinga og þjóða tók að þokast aftur í heilbrigða átt mun hafa verið ákveð- ið að taka Lorankerfið, sem á stríðsárunum hafði verið hernaðarleyndarmál Breta og Bandamanna, í þágu alþjóðaflugsam- gangna. Og þar sem ein þeirra Loranstöðva, sem dekka ákveðið svæði Norður-Atlantshafs var staðsett á Reynisfjalli við Vík í Mýr- dal, þótti víst eðlilegt að fela íslendingum að annast rekstur þeirrar stöðvar. Enda var íslenzkt starfslið ráðið að stöðinni síðla árs 1946. Heyrir því reksturinn síðan frá ársbyrj- un 1947 undir íslenzka aðila. Fyrstu 4 árin sér flugmálastjórnin um rekstur stöðvarinnar, þar til um áramót 1950 og 1951 að hann er að fullu og öllu færður undir yfirráð póst- og símamála- stjórnarinnar. Hefur sú skipan haldist óbreytt síðan. Húsakynni Loranstöðvarinnar eru meira en 20 ára gamlar braggabyggingar, sem hefur verið haldið vel við og mega teljast vistleg. Steinsteypt hefur verið yfir bragg- ana, og hafa þeir staðið af sér hverja raun án þess að hallast. En óvíða á landi hér mun veðurofsi verða meiri en á Reyn- isfjalli, og trúlega hvergi þar sem menn verða að hafast við allar stundir sólar- hringsins árið um kring. Þegar íslendingar tóku við rekstri stöðv- arinnar var útbúin íbúð fyrir stöðvarstjóra i gömlum Bretabragga í Vík. Sömuleiðis innréttuð nokkur einbýlisherbergi í öðrum enda sama bragga, hvar einhleypum starfsmönnum var gefinn kostur á að búa gegn vægu gjaldi. En þar sem einlífi hafði ekki verið gert að skilyrði við ráðningu varð reyndin sú, að piltar reyndust minn- ugir þess, sem kennt er í upphafi hinnar Helgu bókar; að ekki sé gott að maðuripn sé einn, enda börnuðu þeir sig hver af öðrum út úr þessum braggakompum von bráðar. Urðu þeir þá að sjá um sig sjálfir hvað húsnæði snerti, eða hverfa frá stöðinni með öllu. Var þá innréttuð íbúð fyrir fjölskyldu- mann úr áður nefndum einbýlisherbergj- um. Þannig hefur fyrirtækið lengst af getað skaffað tveim starfsmönnum íbúðir. vafa- laust með ærnum kostnaði, því að hundr- uðum þúsunda hefur verið fleygt í viðhald þessara íbúða hvað eftir annað á fárra ^ra fresti, en framtíð í þeim frá upphafi sýni- leg öllum: aldrei nein. Enda nú loks á liðnu vori hafizt handa um byggingu 5 íbúðarhúsa, sem þegar eru öll orðin fok- held. En þar sem íbúðirnar voru aðeins 5, sem nú eru loksins byggðar, en ekki 10, sem er tala starfsmannanna, er ekki að undra þótt sú spurning hafi vaknað hvaða starfsmönnum þær séu fyrst og fremst ætlaðar. Svar við þeirri spurningu mun þó ekki fara neitt á milli mála. , íbúðirnar eru byggðar fyrir stöðvar- stjóra og 4 loftskeytamenn. Hins vegar kvað ekki vera ástæða til að byggja yfir hina starfsmennina, því að það séu ófaglærðir menn, sem alltaf sé hægt að grípa á staðnum. Má vera að þetta geti talizt rök, en stórmannleg eru þau ekki. Líkist þetta einna helzt argasta kyn- þáttamisrétti. Freistast ég þó til að álykta að slík hugmynd sé ekki runnin undan rifjum Bandaríkjamanna, sem eru þó ör- ugglega sá aðilinn, er þyngstar byrðar ber varðandi allan rekstrar- og framkvæmda- kostnað við Loranstöðina á Reynisfjalli. Framlag íslenzka ríkisins er þar að sjálf- sögðu ekki stórt, svo smáir sem við erum á alþjóða vísu. En þótt andleg reisn sé gjarnan ekki út- SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.