Símablaðið - 01.01.1964, Blaðsíða 14
flutningsvara, skal því að óreyndu ekki
trúað á æðstu ráðamenn Landssímans, að
þeir uni því misrétti þegjandi að ekki verði
byggt jafnt yfir alla starfsmennina, ekki
sízt með tilliti til þess, að hér eiga þó í
hlut menn, sem hafa tollað í sínu starfi frá
byrjun; auk þess skipaðir starfsmenn hins
opinbera af póst- og símamálastjóra frá
sama tíma.
Flestir atinnurekendur telja það nokk-
urs virði, að hafa sem lengst sömu og
vönustu mennina í sinni þjónustu. Á þá
einnig að koma að notum sú þekking og
kunnátta, sem hver og einn öðlast af langri
reynslu.
Við hinir ófaglærðu menn hér við Lor-
anstöðina höfum vissulega aldrei haft neitt
við það að athuga þótt starfsfélagar okkar,
loftskeytamennirnir, væru á mikið hærri
launum, með tilliti til þekkingar þeirrar
og réttinda, sem þeir hafa aflað sér, en tal-
ið slíkt eðlilegt.
Á einu áttum við þó ekki von, að þegar
við værum meira en hálfnaðir með 17.
starfsárið, yrðum við sérstaklega verðlaun-
aðir með því að breikkað yrði bilið okkur
í óhag, eins og gert var með nýju launa-
lögunum á liðnu sumri. Samkvæmt þeim
er okkur markaður bás í 7. launaflokk,,
þegar loftskeytamenn hafna í 11. og 12.
Áður var þó ekki nema eins og tveggja
flokka munur. Þetta er að vísu vorkunnar-
mál, á þessu ber minna en raðhúsum.
Spakvitur maður í Landeyjum til forna gaf
það heilræði að vega ei oftar en tvisvar í
sama knérunn. Mættu menn vissulega enn
í dag hugleiða hans heilræði og það á
þjóðfélagslega vísu.
Verði ekki í framtíðinni búið jafnt að
öllum starfsmönnum Loranstöðvarinnar á
Reynisfjalli hvað húsnæði viðkemur, hlýt-
ur sú spurning að verða áleitin hvers hinir
afskiptu eigi að gjalda? En gjarnan þarf
að koma þeirri spurningu útfyrir landstein-
ana til ábyrgra aðila alla leið vestur um
haf, til að fá við henni fullnægjandi svar
sem íslenzkir ráðamenn láta sig þá vænt-
anlega ekki muna um að ganga ríkt eftir
ef með þaif. Guðm. Jóhannesson.
Loranstöðinni Reynisfjalli-
Ari Þorgilsson:
UM
LANDS-
FUND
Á VI. landsfundi Fél. ísl. símamanna,
sem haldinn var dagana 11. til 13. okt.
1963 voru gerðar nokkrar breytingar á
lögum félagsins, þar á meðal kosningu
fulltrúa á þingi B.S.R.B.
Áður voru þeir kosnir á aðalfundi
félagsins, en nú skulu deildir utan af
landi kjósa fulltrúa í hlutfalli við aðr-
ar deildir.
Vegna þess að breytingar þessar
varða svo mikið deildir utan Reykjavík-
ur var kosin sérstök nefnd fulltrúa það-
an, sem fjalla skyldi um kosningar þess-
ar, og fyrirkomulag þeirra.
Var mikið rætt um þetta í nefndinni
og lýst ánægju yfir breytingu þessari.
Nokkrar hugmyndir komu fram, m. a.
sú, að skipta landinu í þrjú kjördæmi,
og þegar búið er að ákveða mörkin þar á
milli, skyldi hver deild innan hvers kjör-
dæmis tilnefna einn mann á listann og
síðan öllum deildum tilkynnt nöfn
þeirra sem á listanum eru, annaðhvort
í síma eða listinn sendur til deildanna.
Síðan færi fram kosning og verður sá,
sem fær flest atkvæði kjörinn. En þetta
var aðeins lausleg hugmynd, og þetta
mál þarf að athuga mjög vel og fram-
kvæma það þannig, að það verði sem
léttast í vöfum. Nefndin ræddi einnig
um breytingu á kosningu fulltrúa í fé-
lagsráð. En vegna þess að allir full-
trúarnir verða að vera búsettir í
Reykjavík eða nágrenni, taldi hún vafa
á því, að breyting á núverandi fyrir-
komulagi yrði til bóta.
Það er eftirtektarvert hvað margt
Framhald á bls. 16.
BÍMABLAÐIÐ