Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Öskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jónas Kristjánsson heima og að heiman fsrauzt tii aauoa Laetiri ut af andláti Geórgé Best boltamanns minna ör- litiö á lætin út af andláti Diönu prinsessu. Fólk stóö i hópum utan viö sjúkra- húsið, þegar hann var aö deyja. Búizt er viö, aö 100.000 manns verði viö útför- ina á laugardaginn. Enda var ævi hans dramatísk. Hann gekk brott á hátindi ferilsins og eyddi ævinni i sukk og svfnari, sem kostaði heilsuna og virð- inguna. Endalaus röö brotinna loforöa og drykkjutúra hafa verið fréttaefni i Bretlandi. Hún sýnir vel, hversu eindregiö er hægt aö klúðra góöum ferli. Um George Best gildir orðaleik- urinn: Hann brauzt til fátæktar og dauða. Auðvitaö komí ós, að finustu hótel Parísar hafa samráð um verö eins og oliufélögin á íslandi. Hrikalegt m verölag þeirra hefur fariö upp úr öllu sambærilegu i öörum heimsborgum. Þegar tveggja manna herbergi er komiö upp undir 100.000 krónur á nótt, er eitthvað meira en litiö f ólagi. Þetta eru hótelin Crillon, Georg V, Ritz, Plaza Athénée, Meurice og Bristol. Þótt þetta séu allt góð hótel eru þau ekki svona miklu betri en önnur fln hótel, sem taka 20.000 krónur á nótt- ina. Auðvitað var þaö tölvu- póstur, sem kom upp um þau, og nú hafa þau veriö dæmd I háar fjársektir fyrir vikiö. áhrif. Evrópusam- bandið skoðar málið gaum- gæfilega. Böndin berast aö Póllandi og Rúmeniu, sem talin eru hafa gefið CIA pláss fyrir pyndingar. Þetta getur stöövaö aðild Rúmenfu aö bandalaginu. Ólíkiegra er, að Pólland missi atkvæðisrétt, þvf aö þaö er þegar oröiö hluti af bandalaginu. Saksókn út af málinu er hafin á Spáni og rannsókn er hafin í Svíþjóö. Hér á (slandi gerist litiö, enda er Bandarfkjastjórn ekki vön aö svara vinsamlegum bréfum. Hvernig sem máliö þróast úr þessu er Ijóst, að menn efast i auknum mæli um siöferðisstig Bandarfkjanna. Q. >N £ £ ru ■o C =J ux. JSd «D C *o fU £ 03 «o _y <12 Leiðari Páll Baldvin Baldvinsson „Fullveldið er ífínu lagi og við hamingjusamasta þjóð íheimi ogskœlbrosandi.“ Það er fyrsti des í dag Ráðamenn landsins taka fullveldis- deginum með bros á vör. Það er full atvinna í landinu. Að vísu er þennsl- unni haldið uppi með þrælaleigum sem senda hingað verkamenn frá löndum þar sem öll réttindi eru fótum troðin, en okkar menn láta það ekki á sig fá. Erlend herstöð sem verið hefur ein helsta stoðin í stjórnveldi þeirra er við það að loka og herinn að fara og þeim hefur ekki enn tekist að fá ameríska herinn til að vera hér ögn lengur, þótt þeir liggi á hnjánum og haldi fast í báðar skálmar Sáms frænda sem reynir kurteislega að hrista af sér faðmlögin. Stríðið sem þeir bókuðu þjóðina í í írak er tapað og vandræðagangur þar eykst dag frá degi. Vestanhafs eru forkólfar í báðum deildum bandaríska þingsins að snúast gegn hernaði fyrir vopna- og olíuiðnaðinn þar eystra. Okkar menn eru staðfastir og það dregur aðeins úr brosinu, en þeir verða með þar til yfir Iýkur - með sóma. Ekki eru þeir að fárast þó millilent sé í Keflavík með fanga sem fluttir eru utan við lög og dóm milli svarthola tryggustu stuðningsmanna kanans. Jú, að sjálfsögðu fordæma þeir slíka flutninga, fara fram á skýringar, en er það ekki nóg? Hernaðinum gegn landinu skal haldið áfram við vaxandi mótmæli utan lands og innan. Stærstu náttúruspjöll í sögu byggð- ar í landinu en ekki vilja menn standa í vegi fyrir velferð og framförum, segja hin- ir fullmektugu brosandi. Sköttun á landsmenn eykst, þrátt fyrir að þjónustukerfi síðustu aldar, mennta- kerfi og heilbrigðiskerfi séu í fjársvelti og logi stafna á milli af kjarastríði. Framtíðin er björt f brosi landsfeðranna. Bæði fyrir ungt fólk og gamalt. Félagsleg eymd er að aukast í landinu og er ekki lengur falin í meðaltölum. Von- leysi og heift fer vaxandi meðal þeirra sem troðast undir lífsgæðakapphlaupinu. En Forsætisráðherrann skælbrosandi. fátækt er eðlilegur hluti af hverju samfé- lagi sagði frumherji í þessu gengi ráða- manna. Þannig er fullveldið í fínu lagi og við hamingjusamasta þjóð í heimi og skæl- brosandi. Enda fær þjóðin á hverjum tíma þá valdastétt og þá ríkisstjórn sem hún kýs og á skilið. Við erum jú fullvalda þjóð. Kárí Stefánsson lét reka ritstjóra Læknablaðsins 'mál sem Kárígæti kippt í liðinn Verðbólgan Veðrið Tónlistarhúsið Fíkniefnavandinn Vatnsmýrin Framsóknarflokkurinn Rekið Davíð oa farið Breytt rigningu í Skýjaborg nægir. Hann getur skrifað Gæti notað hana Fundið framsóknargenið út lyfseðla. sem einkaflugvöll. og einangrað það. Samnæmd vitleysa (slenzkir nemendur kauplaust Ivinnu við samræmdpróffyrirskýrslur Iráðuneytinu. SKRÍTIÐ ER 0FF0RS menntaráðu- neytisins við að ryðja samræmdum prófum í stærðfræði, ensku og ís- lenzku í framhaldsskólum fram á veg. Það hefur leitt til, að margir nemendur skila auðu þessa dagana. Það tryggir þeim altjend einkunnina fimm í prófunum og gefur þeim tíma til að lesa undir önnur próf. ÞESSI PRÓF HAFA það göfuga hlut- verk að gefa réttari samanburð milli skóla. Gallinn er, að einkunnir í Fyrst og fremst þessum samræmdu prófum koma ekki fram á stúdentsprófi og að há- skólar í landinu taka ekki mark á þeim, fara ýmist eftir stúdentsprófi eða þá að deildir hafa sín eigin inn- tökupróf. HVERNIGÁ AÐ bera saman fimm og ellefu einingar í stærðfræði? Auðvit- að verður samræmt próf að miða við „Gallinn er, að ein- kunnir í þessum sam- ræmdu prófum koma ekki fram á stúdents- prófí og að háskólar í landinu taka ekki mark á þeim“ lægsta samnefnarann og spyrja út úr fimm einingum, en ekki ellefu. Sl£k niðurstaða hentar ekki í verkfræði- deild, sem vill vita, hvaða einkunnir menn hafa fengið í ellefu einingum. UNGT FÓLK STENDUR þ ví andspænis þeim kosti að gera grín að sam- ræmdu prófunum með að skila auðu og fá fimm í einkunn. Það upp- fyllir þannig formsatriðið, sem menntaráðuneytið krefst, en hunzar innihaidið, sem ekki er frambærileg leið til að bera saman námsárangur nemenda og skóla. SAMRÆMD PRÓF eru vel meint og geta gefið góða mynd. Þannig taka íslenzkir nemendur hér heima sam- ræmt tölvupróf í ensku, sem banda- rískir háskólar taka gilt til inntöku nemenda. Þannig taka íslenzkir læknanemar samræmt tölvupróf í læknisfræði, sem bandarískar læknadeildir taka gilt. TIL ÞESS AÐ samræmt próf hafi eitthvert gildi, þarf það að veita ein- hvern rétt. Það gerir próf mennta- ráðuneytisins ekki. Það virðist bara vera að ráða framhaldsskólanem-' endur í ókeypis vinnu við að gera samanburð á þáttum skólakerfis- ins, en ekki koma hinum sömu nemendum að neinu gagni í stað- inn. jonas@dv.is Hinir hættulegu „I raun ætti ekki að birta myndir af fólki og nafngreina það nema fólkið, sem væri verið að fjalla um, væri hættuiegt öðru fólki eða það þyrfti á einhvern hátt að vara sig á því." Þetta sagði María í lesenda- bréfi, sem birtist í DV í gær, og var hún ósátt við myndbirtingar í DV. Gott væri að vita, hvort viö meg- um samkvæmt þessu birta myrtd af öilum alþingismönnum eða hvort einhverjirséu taldirhættulitlir. Enn- fremur væri gaman að vita, hvaöa listamenn mega vera með a' mynd- um, kannski þeir, sem fá minna en tvær stjörnur og geta því talizt vera hættulegir menningunni. Var látinn hætta Sigurbjöm Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, leggur mikla áherzlu á, að Vilhjálmur Rafnsson prófessor hafi ekki verið rekinn sem ritstjóri Læknablaðsins, auglýsinga- rits lyfjaiðnaðarins. Menn væm ánægðir með Vilhjálm, en vildu ekki endurráða hann eftir að hann var „látinn hætta". Enginn getur séö muninn á aö vera rekinn og vera látinn hætta, nema einstæöir hræsnarar. Auðvit- aö lét Sigurbjörn reka Vilhjálm og þar á ofan lét hann aöeins endur- ráöa þá ritnefndarmenn, sem eru í samstarfi við Kára Stefánsson * hjá deCode. Læknablaðið verður > • því mál- gagn lyfj- arisanna ogKára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.