Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER2005 Sport DV Sunna í Breiðablik Sunna Gestsdóttir, frjáls- íþróttakona, hefur ákveðið að ganga í Breiðablik úr sínu gamla fé- lagi, USVH. Hún dvaldi í Dan- mörku síðastlið- ið ár og gaf til að mynda ekki kost á sér í landsliðið í sumar en segist nú vera reiðubúin að end- urskoða sína afstöðu í því máli. Sunna er íslandsmet- hafi í 100 metra hlaupi og langstökki. Ferill Solskjær á enda? The Sun greindi frá því í gær að ferill Ole Gunnar Solskjær gæti verið á enda kominn. Félag hans, Manchester United, sé þeg- ar búið að skipuleggja kveðjuleik fyrir hann, svo- kallaðan „testimonial" leik, þar sem aliur aðgangseyrir rennur beint í vasa leik- mannsins. Sjálfur er Sol- skjær ekki búinn að útiloka neitt og vonast að verða klár aftur í jólavertíðinni. , Hann hefur þó varla spilað neitt með félaginu í tvö ár vegna meiðsla. Samkvæmt The Sun gæti Solkskjær fengið allt að 600 milljónir krónar í vasann vegna kveðjuleiksins. Hann kom til United árið 1996 og skor- aði til að mynda ótrúlegt sigurmark úrslitaleiks Meistaradeildarinnar gegn Bayern Múnchen árið 1999. Adu á HM? Bandaríski táningurinn Freddy Adu hefur verið val- inn í æfingahóp bandaríska ' landsliðsins í knattspyrnu sem kemur saman í janúar næstkomandi. Adu er einung- is 16 ára gam- all en hefur þegað spilað tvö tímabil í bandarísku at- vinnumanna- deildinni, MLS, með DC United. Hann hefur átt í nokkrum erfið- leikum með að stimpla sig í byrjunarlið félagsins en hef- ur þó gert nóg til að lands- liðsþjálfarinn kalli á hann. Möguleikar hans á að vera í HM-hópi landsliðsins eru þó fremur litlar. EKKIMISSA AF ÞESSU 19.15 Haukar-KR í Iceland Hxpress deild kvenna. 19.15 Heii untferð í Iceland Express deild kvenna. Höttur-Njarð- vík, Hamar/Sel- foss-I Iaukar, Grinda- vík-Fjölnir, Haukar-KR, Keflavík-Þór, IR-KR, Snæfell-Skallagrímur. Áttunda umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Njarð- víkingar eru eina ósigraða liðið í deildinni en lið Snæfells og Þórs hafa vakið at- hygli að undanförnu fyrir góða sigra. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Akureyringa, hefur stýrt sínu liði í gegnum mikið mótlæti. Þórsarar mæts hrosandi Mikill missir Óðinn Ásgeirsson spilar ekki meira i vetur eftir að hann sleit hásin i leik gegn Njarðvik. Þórsarar eru komnir í hóp þeirra bestu í körfunni á nýjan leik eft- ir fjögurra tímabila fjarveru, en fyrstu mánuðir tímabilsins hafa reynt mikið á hið unga lið Hrafns Kristjánssonar. Eftir sigur í fyrsta leik og tvo nauma ósigra gegn Grindavík og Fjölni dundi áfallið yfir í fjórða leik gegn Njarðvík. Hrafn missti þá tvo stiga- hæstu leikmenn sína á einu bretti, Bandaríkjamaðurinn Mario Myles fór illa úr lið á tá um miðjan leik og Óðinn Ásgeirsson sleit síðan hásin í lok hans. Saman höfðu þeir félagar verið með 40,3 stig og 14,3 fráköst að meðaltali í leik þegar þeir voru heilir í fyrstu þremur leikjunum en nú þurfti Hrafn að leita nýrra leiða. „Markmiðið okkar var að komast í úrslitakeppnina áður en þessi áföll dundu á okkur og það markmið er óbreytt. Nú þurfum við bara að leita annarra leiða til þess að ná því. Við höfum verið að skerpa á áherslum í varnarleiknum og það hefur verið að skila sér. Það er mjög gaman og gef- andi að þjálfa þessa stráka. Ég held að þetta fjárhagslega skipbrot sem félagið lenti í á sínum tími hafi bara hreinlega kennt þessum strákum að vinna fyrir sínu bæði utan vallar sem innan hans,“ segir Hrafn Kristjáns- son, þjálfari Þórsara sem hafa unnið tvo leiki í röð í Iceland Express deild karla. Hafa sýnt andlegan styrk „Við höfum sýnt andlegan styrk. Við vorum í byrjun að reyna að keyra mikið upp hraðann með Óð- inn og Mario báða í fararbroddi enda eru þeir báðir mjög góðir íþróttamenn. Svo missum við Óðinn og Mario var bara sem hálfur maður þó svo að hann vaxi nú með hverj- um leik. Nú snýst þetta ekki lengur um það hjá okkur að skora meira en hitt liðið heldur reynum að þvinga þá til að skora minna en við,“ segir Hrafn. Tókauka áhættu Hrafn tók líka auka áhættu með því að spila með meiddan Banda- ríkjamann. „Mér finnst þetta kana- stand vera það mikið lotterí ekki síst þegar kemur að því að fá til sín góða karaktera. Við tókum þá ákvörðun að standa með honum í gegnum þessi meiðsli og ég er að vona að fá það margfalt borgað til baka þegar upp er staðið," segir Hrafn um þá ákvörðun að senda Myles ekki heim eftir að hann meiddist. Fimm leik- menn Þórs skoruðu á bilinu 10 til 17 stig í sigurleiknum gegn Haukum og breiddin í liðinu er áfram styrkur þess þótt að það hafi misst út jafn- sterkan leikmann og Óðinn Ásgeirs- ÍRHSÞHOUH EHf * son sem var með 21,3 stig og 51% skotnýtingu í fyrstu fjórum leikjun- um. Vantaði ógnun undir körf- unni „Nú þurfa stóru mennirnir undir körfunni að taka rrieiri ábyrgð. Okk- ur hefur oft á tíðum vantað þessa ógnun undir körfunni sem gerði lið- unum auðveldara fyrir áð klippa út hjá okkur skotmennina," segir Hrafn en næst á dagskrá er heimsókn til fs- landsmeistaranna. „Við mætum brosandi í leikinn í Keflavik í kvöld og ég get ekki séð að það sé mikil pressa á okkur í þeim leik. Við höldum bara áfram að gera það sem við höfum lagt áherslu á sem er að geta gengið út af leik- vellinum, vitandi það að við gáf- um allt sem við gátum í leikinn og ör- lítið meira en það. Ég get ekki gert meiri kröfur strákanna en það,“ segir Hrafn en leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 19.15 í Keflavík í kvöld. Eraðná miklu út úr Þórslið- inu Hrafn Krist- jánsson, þjálfari nýliða Þórs hefur komið liðinu í gegnum mikið mótlæti í vetur. Hannes Þ. Sigurðsson hefur ekkert æft með Stoke í vikunni Lenti í bílslysi um helgina og er stífur í hálsi Hannes Þ. Sigurðsson knatt- spyrnumaður í íslendingaliðinu Stoke lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um síðustu helgi. Hann var að aka á bíl sínum en missti stjórn á honum og lenti utanvegar. Hann hefur verið frá æfingum síðan þá en ætti að byrja aftur af fullum krafti í dag. „Þetta var bara smá óhapp,“ sagði Hannes um atvikið við DV Sport í gær. „Ég missti bara stjórn á bflnum og keyrði út af veginum " Eins og alkunna er aka Bretar „öfugu megin" á veginum en Hannes segir að það hafi ekki orsakað slysið. „Nei, alls ekki. Það var reyndar furðu fljótt að venjast." Hannes hefur fengið meðhöndl- um hjá sjúkraþjálfurum liðsins vegna stífleika í hálsi og hefur aðeins skokkað í vikunni. Hann býst þó við að byrja aftur að spila aftur á æfingu í dag og ætti því að vera orðinn klár fyrir næsta leik sem er á mánudag er Stoke tekur á móti QPR. Hann gekk til liðs við félagið frá Viking í Noregi í sumar en þurfti að ná sér af meiðslun áður en hann gat farið á fullt með nýju félagi. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri með liðinu í byrjun október og hefur komið við sögu í öllum leikjum síðan þá nema einum, ýmist í byrjunarliði eða sem varamaður. Hann hefur aðallega verið á hægri kantinum en fékk að spila „sína stöðu" í síðasta leik. „Ég var ánægður með að fá að vera frammi," sagði Hannes sem á enn eftir að opna marka- reikninginn sinn hjá félaginu. „Ég hef lítið verið að koma mér í boxið en fyrsta markið ætti nú að fara að koma fljótlega." eirikurst@dv.is Hannes með Stoke Hannes Þ. Sigurðsson ieikmaðurStoke tekst | á við Andy Impey, ieikmann Coventry í leik liðanna í ensku 1. deildinni. Nordic Photos/Gettv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.