Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Side 21
DV Sport
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER2005 27
•r
Öll þrjú liðin
komust áfram
Öll þrjú liðin sem voru
með Haukastelpunum í riðli í
Evrópukeppninni komust
áfram í 32 liða úrslit í
EuroCup. Italska liðið
Polisportiva Ares
Ribera vann riðilinn
og ffanska liðið Pays
D’Aix Basket 13 end-
aði í öðru sæti en tvö
efstu sætin voru ör-
ugg áfram. Spænska liðið
CajaCanarias tryggði sér þar
með annan besta árangurinn
af þeim liðum sem enduðu í
þriðja sæti í riðlunum. Ribera
mætir Acis Incosa Leon ifá
Spáni, Pays D'Aix Basket
mætir Arvi Marijampole frá
Litháen og CajaCanarias spil-
ar við BC Chevakata frá Rúss-
landi í 32 liða úrslitunum.
Lampard, Eto'o
og Ronaldinho
FIFA hefur gefíð það út
hvaða þrír leikmenn eru í
efstu sætunum í vali lands-
liðsþjálfara heims á besta
leikmanni ársins. Að þessu
sinni eru það Frank
Lampard hjá Chelsea og
Barcelona-leik-
mennirnir Ronaldin-
ho og Samuel Eto’o
sem eru í þremur
efstu sætum í valinu.
Ronaldinho fékk
þessi verðlaun í fyrra
og var á dögunum valinn
besi knattspyrnumaður Evr-
ópu þar sem Lampard end-
aði í 2. sæti. Besti knatt-
spyrnumaður FIFA fyrir árið
2005 verður síðan útnefnd-
ur 19. desember.
Vesturlands-
slagurinn í
kvöld
Það verður stórleikur í
Stykkishólmi í kvöld þegar
Snæfell tekur á móti
Skallagrími. Bæði lið
hafa leikið mjög vel á
síðustu vikum eftir
að hafa bæði byrjað
tímabilið illa. Snæfell
hefur nú unnið þrjá
heimaleiki í röð og Skalla-
grímsmenn töpuðu síðast í
deildinni í október og hafa
ekki tapað deildarleik síðan
að Dimitar Karadzovski
varð löglegur eða í fjórum
leikjum.
Staða Þórðar Guðjónssonar hjá Stoke City verður alltaf furðulegri. Hann fær ekki
að spila með liði félagsins, hvorki aðalliði né varaliði, en þrátt fyrir það eru for-
ráðamenn félagsins ekki tilbúnir að gera starfslokasamning við Þórð sem hann seg-
ir algenga í ensku knattspyrnunni. Gunnar Gíslason stjórnarformaður segir að
honum sé frjálst að fara hvenær sem er.
Þórður Guðjóns-
son Ekki með Skag-
anumfyrreníjúli?
Allt útlit er fyrir að Þórður Guðjónsson verði ekki kominn með
leikheimild með ÍA fyrr en 15. júlí næstkomandi, þegar íslenska
knattspyrnutímabilið verður hálfnað. Þórður skrifaði nýverið
undir þriggja ára samning við félagið en nær ekki samkomulagi
við Stoke City um starfslokasamning.
„Honum er frjálst að fara hvenær
sem er frá okkur," sagði Gunnar
Gíslason, stjórnarformaður Stoke
City, í samtali við DV Sport í gær.
Málið er þó ekki alveg svo einfalt því
Þórður vill gera starfslokasamning
við félagið en hann er samnings-
bundinn því til 30. júní næstkom-
andi. Að eigin sögn gæti hann
neyðst til að dvelja hjá félaginu út
samningstímann til að fá sín laun.
Félagaskiptaglugginn fyrir leikmenn
sem koma erlendis frá opnar ekki
fyrr en 15. júlí og þyrfti Þórður því að
horfa á fyrri helming tímabilsins á
íslandi.
„Félagið er með samning við
hann út árið og erum við tilbúnir að
leysa hann undan samningi án þess
að hann þurfi að borga krónu fyrir
það,“ sagði Gunnar. „Samningurinn
er gagnkvæmur. Við lofum að borga
honum laun og hann lofar að vera í
vinnu hjá okkur þar sem hann á að
vera tilbúinn að spila fótbolta fyrir
liðið. Hann vill semsagt að við leys-
um hann undan sinni skyldu í
samningnum þar sem hann vill fara
að spila fótbolta hjá Skaganum.
Hann vill hins vegar að við stöndum
við okkar og borgi honum laun.”
Pattstaða
Gunnar ítrekar hins vegar að fé-
lagið vill ekki standa í veg fyrir að
hann fari og spili með Skaganum,
þvert á móti standi honum það til
boða. „En ef hann er hættur við það
þá er það bara svoleiðis. Við virðum
okkar samninga, það breytist ekki.“
Þórður segir að þegar samskonar
mál komi upp í Englandi eru leik-
mönnum boðinn starfslokasamn-
ingur og félögin greiði þeim rúmlega
50% þeirrar upphæðar sem þeir
hefðu annars fengið ef þeir yrðu
áfram hjá félaginu út samningstím-
ann. „Það virðist vera alger patt-
staða í þessu máli. Ég tók á mig stóra
launalækkun á sínum tíma þegar ég
kom til félagsins og get ekki tekið
þetta á mig líka. Ég fór til þeirra með
mun lægri prósentutölu en tíðkast
venjulega og ég get einfaldlega ekki
farið neðar. Ég er margbúinn að
ræða við þá og þeir hafa ekki sýnt
mér mikinn skilning. Þeir virðast
ekki vera tilbúnir að vera sanngjarn-
ir í minn garð.“
Lítill metnaður
Að sögn Þórðar er allt eins líklegt
að hann verði hjá félaginu út tíma-
bilið í Englandi en það þýðir að
hann fær ekki leikheimild með ÍA
fyrr en fimmtánda júlí. Hann sjálfur
virðist ætla standa fastur við sitt og
af máli Gunnars að dæma er ekki út-
lit fyrir að Stoke slaki á sinni afstöðu.
„Hann Þórður virðist alveg sáttur við
Gunnar Þór Gísla-
son Ekki tilbúinn að
meeta kröfum Þórðar
um kjör ístarfsloka-
samningi.
Þorður ekki með
IA fyrr en í júlí?
að vera hérna út tímabilið, enda er
hann þegar kominn með
samning við Skagann.
Hann hefur verið að segja
við fjölmiðla að hann
ætli að vera hér allan
tímann og virðist
hann ekki vera
með meiri metn-
að að spila fyr-
ir Skagann
en það,“
segir
Gunnar
og bætir
við: „Við
erum ekki
að reka
íþrótta- •Vý'
bandalag
Akraness."
Eiríkur
Guðmunds-
son formaður
meistara-
flokksráðs karla
hjá ÍA segir að
félagið hafi alla
tíð vitað að þetta
gæti farið svo og
að þeir muni bíða
þolinmóðir eftir
Þórði.
eirikurst@dv.is
FRJALS IBUÐALAN
Frjáls íbúðalán eru verötryggö fasteignalán meó föstum 4,35% vöxtum sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti
Pú hagar öðrum bankaviðskiptum eins og þér sýnist
og kaupir nýtt tiúsnæði eða endurskipuleggur fjár-
haginn. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu (síma
540 5000 eða sendu okkur póst á frjalsi@!rjalsi.i$.
ENGIN
SKILYRÐI
UtVI ÖNNUR
DÆMI OM MÁNAÐARLEGA GREIÐSLUBYRÐI AF 1 000 000 kr
KAUPA EÐA
ENDURBÓTA
FRJALSI
Lánstími 5 ár 25 ar 40 ár
4,35% vextir 18.575 kr. 5.474 kr. 4.400 kr.
— —r* •
!; BBIplpj J 'Mt t j §r JIP * ‘V
’ 98BSM. r v. St f i ^ -rf Hr