Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005
Sport JJV
Eru að skoða
það að styrkja
liðið
Nýliðar Þórs-
ara í Iceland Ex-
press deild karla
eru að skoða sín
mál með það í
huga að styrkja
liðið sitt. „Við ætluðum að
gefa okkur út nóvember-
mánuð til þess að skoða það
því við erum frekar brot-
hættir því það eru margir
ekki alveg heilir og það á
sérstaklega við um stóru
mennina okkar. Það er ekki
hlaupið að því að fá leik-
mann sem við höfum efni á
til þess að koma og styrkja
liðið," sagði Hrafn Kristjáns-
son, þjálfari Þórsara í sam-
tali við DV í gær.
Þrír leikmenn
fyrir aga-
nefnd
Fimm aðilar,
þar af þrír leik-
menn koma fyrir
aganefnd FIFA út
af slagsmálunum
sem brutust út
eftir leik Tyrkja og Sviss-
lendinga í umspili um sæti á
HM í knattspyrnu næsta
sumar. Svisslendingar.
höfðu betur en það brutust
út slagsmál milli liðanna á
leið sinni til búningsher-
bergja. Leikmennirnir sem
um ræðir eru Tyrkimir
Emre og Alpay og Svisslend-
ingurinn Benjamin Huggel.
Aðstoðarstjóri Tyrkja, Meh-
met Ozdilek, og svissneski
sjúkraþjálfarinn Stephan
Meyer koma einnig fyrir
nefndina ásamt tyrkneska
knattspyrnusambandinu.
Bandaríkja-
menn vilja í
efsta flokk
Bruce Arena, þjálfari
bandaríska landsliðsins, vill
að sitt lið verði í efsta styrk-
leikaflokki þegar dregið
verður í úrslitakeppni
HM í Þýskalandi.
Bandaríska landsliðið
er í 8. sæti á heims-
lista FIFA, sæti neðar
en Mexíkó en allar lík-
ur em á að eitt lið úr
Norður- og Mið- Am-
eríku fái sæti meðal þeirra
átta liða sem skipa fyrsta
styrkleikaflokkinn. „Við höf-
um gert það sem þarf til þess
að verðskulda þetta sæti,“
sagði Arena en bandaríska
landsliðið vann CONCACAF-
undanriðilinn í fyrsta sinn í
71 ár.
Casillas búinn
að semja til
2011
Spænski
landsliðs-
markvörður
knatt-
spyrnuliðsins Real Madrid,
Iker Casillas, framlengdi í
gær samning sinn í gær til
ársins 2011. „Ég er búinn að
framlengja samninginn
minn um fimm ár. Þetta er
mikill gleðidagur og nú get
ég farið að einbeita mér að
fullu að því að vinna titla
með Real Madrid," sagði
hinn 24 ára gamli Casillas
sem verður þrítugur þegar
nýi samningurinn hans
rennur út. Casillas hefur
leikið í 6 ár með liði Real en
hann lék sinn fyrsta leik árið
1999.
Franska knattspyrnutímaritið France Football afhenti Gullboltann í fimmtugasta
sinn á mánudag. Enska úrvalsdeildin átti þrjá menn meðal þeirra efstu fjögurra en
Brasilíumaðurinn Ronaldinho hlaut verðlaunin. Enska deildin hefur aðeins fimm
sinnum átt knattspyrnumann Evrópu.
U_l
Gullboltinn eftir-
sótti Gullbolti
franska knattspyrnu-
tímaritsins France
Football hefur aðeins
fimm sinnum farið til
leikmanns i ensku úr-
valsdeildinni.
Margir vilja halda því fram að enska úrvalsdeildin sé
sterkasta deildin í Evrópu en ef marka má kjör íþrótta-
fréttamanna á besta knattspyrnumanni Evrópu þá er
það langt frá því að vera raunin. Síðan að George Best
vann Gullboltann árið 1968 hefur aðeins einn leik-
maður úr ensku úrvalsdeildinni hlotið þessi verðlaun.
Á sama tíma hafa verðlaunin farið 17 sinnum til Ítalíu,
9 sinnum til Þýskalands og sjö sinnum til Spánar og
meira að segja oftar til Sovétríkjanna en til Englands.
Enska úrvalsdeildin hefur fimm sinnum haft
knattspyrnumann Evrópu innan sinna raða.
Stanlew Matthews var fýrstur til þess að hljóta
þessi verðlaun þegar hann vann 1956 þá sem leik-
maður Blackpool. Þríeykið hjá Manchester
United, Dennis Law, Bobby Charlton og George
Best hlutu síðan allir Gullboltann á árunum 1964-
1968 og þegar Best tók við honum 1968 hafði
Gullboltinn oftast farið til Englands og Spánar (4
sinnum) á fyrstu 13 árum verðlaunanna. En frá
þeim tíma hefur aðeins einn leikmaður í ensku
úrvalsdeildinni hlotið þessi verðlaun en Michael
Owen var knattspyrnumaður Evrópu árið 2001
sem leikmaður Liverpool.
Frábært tímabil hjá Lampard og Gerrard
Brasilíumaðurinn Ronaldinho hlaut yfirburða-
kosningu að þessu sinni en í þremur næstu sæt-
um voru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, Frank
Lampard, Steven Gerrard og Thierry Henry.
Lampard fékk 77 atkvæðum minna en hann átti
magnað tímabil þar sem hann átti stóran þátt í að
Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í 50 ár og
hann er langmarkahæsti leikmaður liðsins á árinu
þrátt fyrir að leika á miðjunni. Gerrard var síðan
aðalmaðurinn í sigri Liverpool í Meistaradeildinni
þar sem hann fór mikinn í síðari hálfleik í úrslita-
íeiknum þar sem Liverpool vann upp 0-3 forskot
AC Milan. Þriðji maðurinn úr ensku úrvalsdeild-
inni er síðan Theirry Henry sem hefur 'ekki farið
vel út úr alþjóðlegum verðlaunum undanfarin ár.
Gengið framhjá Henry
Besta dæmið um frábæran leikmann í ensku
úrvalsdeildinni sem hefur ekki fengið þessi verð-
laun er Frakkinn Theirry Henry hjá Arsenal.
Henry var nú þriðja árið í röð meðal fimm efstu í
kjörinu en hefur aldrei komist í tæri við Gullbolt-
ann eftirsótta þrátt fyrir hvert frábæra tímabilið á
fætur öðru. Thierry Hemy hefur þrisvar sinnum
verið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á
síðustu fjórum árum og fjórða árið varð hann í
öðru sæti með 24 mörk og setti á sama tíma met
með því að gefa 23 stoðsendingar á félaga sína í
liðinu. Öll þessi fjögur ár hefur Arsenal unnið
stóran titil þar af tvöfaldan sigur 2002 og meist-
aratitil 2004 þegar Henry skoraði 30 mörk á tíma-
bilinu, átta mörkum meira en næsti maður. Þessi
staðreynd er síðan enn sárari fyrir Frakkann
snjalla þar sem verðlaunin eru frönsk og aðeins
einn Frakki hefur hlotið þau síðan 1991 (Zidane
1998).
Aðrir frá-
bærir leik-
menn sem hafa
ekki hlotið náð-
ina þrátt fyrir
stórkostleg tíma
bil eru Peter Sch-
meichel fyrrum.
markvörður
Manchester United,
franski framherjinn
Eric Cantona, Alan
Shearer, Ian
Rush, Kenny
Daglish og David
Beckham svo ein-
hverjir af þeim
kunnustu séu
nefndir til sögunnar.
103 mörk á fjórum tíma
bilum Theirry Henry hefur
skorað 103 mörk á siðustu
þremur tímabilum iensku
úrvalsdeildinni og hefur átt
þátt i fimm stórum titlum
Arsenal á þessum tíma.
Hvert helur GylMtiim,
fariD siðustu 24 arin:
ítalska A-deildin 15 sinnum
1982 Paolo Rossi, Juventus
1983 Michel Platini, Juventus
1984 Michel Platini, Juventus
1985 Michel Platini, Juventus
1987 Ruud Gullit, AC Milan
1988 MarcoVan Basten, AC Milan
1989 Marco Van Basten, AC Milan
1990 Lothar Matthaus, Intemazionale
1992 MarcoVan Basten, ACMilan
1993 Roberto Baggio,
Juventus
1995 George Weah, AC Milan
1997 Ronaldo, Internazionale
1998 Zinedine Zidane, Juventus
2003 Pavel Nedved, Juventus
2004 Andriy Shevchenko, AC Milan
Spænska úrvalsdtildin 5 sínnum
1994 Hristo Stoitchov, Barcelona
1999 Rivaldo, Barcelona
2000 Luis Figo, Real Madrid
2002 Ronaldo, Real Madrid
2005 Ronaldinho, Barcelona
Sovéska 1. deildin 1 smni
1986 Igor Belanov, Dynamo Kiev
Franska urvatsdeildin Isinni
1991 Jean-Pierre Papin, Olympique
Marseille
Þýska Bundesligan 1 sinni
1996 Matthias Sammer, Borussia
Dortmund
Enska úrvalsdeildin 1 sinni
2001 Michael Owen, Liverpool
Fékk verðlaunin 1968 George
Best fékk Gullboltann árið 1968
en síðan hefuraðeins enn leik-
maður íensku úrvalsdeildinni
fengið þessi verðlaun.